Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍBV 2-1 | Sveinn Aron hetja Vals | Sjáðu mörkin Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júní 2017 19:45 Valur jafnaði Stjörnuna að stigum á toppi Pepsi-deildar karla með 2-1 sigri á ÍBV á Valsvelli í dag. Valsmenn hafa oft átt betri leiki en það er ekki það sem telur. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði sigurmark Vals á 73. mínútu, skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður. Þetta var fyrsta mark Sveins Arons í efstu deild. Sigurður Egill Lárusson kom Val yfir strax á 4. mínútu en Kaj Leó í Bartalsstovu jafnaði metin mínútu fyrir hálfleik með skemmtilegu marki. Hægt er að sjá mörkin í spilaranum hér að ofan.Af hverju vann Valur? Stutta útgáfan er að þeir skoruðu fleiri mörk en Eyjamenn. Sigurður Egill skoraði mark strax í upphafi leiksins og þá bjuggust margir við að maskínan færi í gang. Önnur varð raunin. Þrátt fyrir að Valsmenn hafi haldið boltanum á köflum meistaralega innan liðsins voru þeir ekki að skapa sér mikið. En þeir nýttu tvö færi gegn einu Eyjamanna og það skildi á milli.Hvað stóð upp úr? Reitabolti Valsmanna í fyrri hálfleik. Það komu kaflar í leiknum þar sem ÍBV fékk ekki að snerta boltann svo mínútum skipti. Það væri eflaust fróðlegt fyrir einhvern tölfræðipervert að horfa á upptöku af leiknum og taka saman hvað rauðklæddir náðu mörgum sendingum sín á milli án þess að hvítir kæmu nálægt knettinum. Þetta var aðallega saga fyrri hálfleiksins en ekki jafn mikið í þeim síðari. Hvað gekk illa? Danski framherji Valsmanna, Nikilaj Hansen, var ekki merkilegur í þessum leik. Bara langt því frá. Stuðningsmenn Vals létu sumir þá skoðun sína í ljós og voru orð á borð við „vörusvik“ og „kötturinn í sekknum“ nefnd í sömu andrá og nafn Danans. Þá áttu sér einnig stað atvik þar sem Valsmenn voru komnir í góða stöðu en virtust eitthvað óákveðnir hvað skyldi taka til bragðs næst. Það fóru fleiri færi en eitt og fleiri færi en tvö forgörðum á meðan sóknarmenn Vals hugsuðu sig um hvað skyldi gera. Hvað gerist næst? Valsmenn vona að sjálfsögðu að Garðbæingar misstígi sig í Kaplakrika í kvöld. Bæði lið eru með þrettán stig á toppnum en Stjarnan á leik til góða gegn FH í kvöld. Valsmenn eiga hins vegar ferð á erfiðan útivöll í næstu umferð þegar þeir heimsækja Breiðablik. ÍBV er enn um miðja deild eftir leikinn en með grimma markatölu eftir grimmt tap gegn Stjörnunni í upphafi móts. Liðið tekur á móti KR í Vestmannaeyjum í næstu umferð. Andri Ólafsson haltraði út af í dag og það er vonandi fyrir Eyjamenn að þeir endurheimti hann fyrir næsta leik enda Hafsteinn Briem enn í banni eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn ÍA. Það er þó langt í næsta leik.Ólafur Jóhannesson.vísir/hannaÓli Jó: Ljótt en tókst þó „Við spiluðum ekki góðan leik í dag,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, strax að leik loknum. Hann bætti því við að hann væri mjög ánægður með stigin þrjú sem liðið fékk en það væri í raun það eina góða sem hægt væri að segja. „Ég veit ekki hvað þetta var, hvort þetta var vanmat eða ekki. Það gerist oft í fótboltaleikjum að þegar menn skora svona snemma þá halda menn að leikurinn sé bara kominn, slaka á og lenda í basli. Það gerðist kannski hjá okkur í dag.“ Leikurinn í dag var þriðji leikur Vals í vikunni en liðið tapaði fyrri tveimur leikjunum. Varamennirnir Sveinn Aron Guðjohnsen og Kristinn Ingi Halldórson sáu um að klára leikinn í dag en Ólafi fannst ekki tímabært að ræða hvort það væru einhverjar breytingar í kortunum. „Þessi leikur var nú bara að klárast þannig ég held það sé ekki tímabært að tala um næsta leik. Þú verður að gefa mér smá tíma,“ sagði þjálfarinn. „Frábært samt að vinna þennan leik. Við ætluðum að vinna hann og það tókst. Þótt það hafi verið basl og jafnvel frekar ljótt þá tókst það.“Stigum ÍBV fjölgaði ekki í dag.vísir/eyþórKristján: Vorum of passífir „Byrjunin kostaði okkur, það að fá þetta mark á okkur í byrjun kostaði okkur leikinn,“ sagði vonsvikinn Kristján Guðmundsson í leikslok. „Við unnum okkur inn í hann aftur og það var gott að sjá að í þeim upphlaupum sem við fengum í fyrri hálfleik þá sköpuðum við okkur horn og færi. En ég er ekki ánægður með það hvernig við vorum í seinni hálfleik. Við sóttum ekki nóg á markið og sköpuðum lítið. Við vorum of passífir byrjun og hefðum þurft að klukka þá framar.“ Undir lok leiksins reyndu Eyjamenn hvað þeir gátu til að jafna leikinn en án árangurs. Á síðustu andartökum hans vildu þeir fá vítaspyrnu þegar Sindri Snær Magnússon fór niður í teig heimamanna. Helgi Mikael Jónsson dæmdi hins vegar ekki neitt. „Það sem ég sé er að Valsmaður dettur á annan Valsara og rífur Sindra niður. Það var allavega ekki dæmt víti og þá var þetta líklega ekki víti.“Sigurður Egill Lárusson skoraði fyrra mark Vals.vísir/eyþórSigurður: Biðum eftir jöfnunarmarki „Mér fannst við byrja virkilega vel en eftir markið gáfum við eftir og eiginlega biðum eftir að þeir myndu jafna,“ sagði markaskorarinn Sigurður Egill Lárusson. Sigurður skilaði sínu í dag með marki í upphafi leiks auk þess að eiga stóran þátt í undirbúningi síðara marksins. Hann segir að sitt lið hafi verið nokkuð þreytt eftir törn vikunnar. „Þetta er þriðji leikurinn á viku og við virkuðum svolítið þreyttir. En það á ekki að koma að sök. Það er eflaust það sama í gangi hjá þeim líka.“ Valsarar hafa oft leikið betur en í dag en kláruðu þó dæmið. Það er akkúrat öfugt miðað við það sem átti sér stað í síðustu tveimur leikjum liðsins. „Mér finnst við hafa spilað vel í síðustu tveimur leikjum en ekki fengið neitt úr þeim. Núna spilum við illa og fáum þrjú stig. Þetta er stundum skrítinn leikur,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort það sé ekki einkennismerki meistara hlær hann, yppir öxlum og segir „jú, jú. Örugglega.“ Pepsi Max-deild karla
Valur jafnaði Stjörnuna að stigum á toppi Pepsi-deildar karla með 2-1 sigri á ÍBV á Valsvelli í dag. Valsmenn hafa oft átt betri leiki en það er ekki það sem telur. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði sigurmark Vals á 73. mínútu, skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður. Þetta var fyrsta mark Sveins Arons í efstu deild. Sigurður Egill Lárusson kom Val yfir strax á 4. mínútu en Kaj Leó í Bartalsstovu jafnaði metin mínútu fyrir hálfleik með skemmtilegu marki. Hægt er að sjá mörkin í spilaranum hér að ofan.Af hverju vann Valur? Stutta útgáfan er að þeir skoruðu fleiri mörk en Eyjamenn. Sigurður Egill skoraði mark strax í upphafi leiksins og þá bjuggust margir við að maskínan færi í gang. Önnur varð raunin. Þrátt fyrir að Valsmenn hafi haldið boltanum á köflum meistaralega innan liðsins voru þeir ekki að skapa sér mikið. En þeir nýttu tvö færi gegn einu Eyjamanna og það skildi á milli.Hvað stóð upp úr? Reitabolti Valsmanna í fyrri hálfleik. Það komu kaflar í leiknum þar sem ÍBV fékk ekki að snerta boltann svo mínútum skipti. Það væri eflaust fróðlegt fyrir einhvern tölfræðipervert að horfa á upptöku af leiknum og taka saman hvað rauðklæddir náðu mörgum sendingum sín á milli án þess að hvítir kæmu nálægt knettinum. Þetta var aðallega saga fyrri hálfleiksins en ekki jafn mikið í þeim síðari. Hvað gekk illa? Danski framherji Valsmanna, Nikilaj Hansen, var ekki merkilegur í þessum leik. Bara langt því frá. Stuðningsmenn Vals létu sumir þá skoðun sína í ljós og voru orð á borð við „vörusvik“ og „kötturinn í sekknum“ nefnd í sömu andrá og nafn Danans. Þá áttu sér einnig stað atvik þar sem Valsmenn voru komnir í góða stöðu en virtust eitthvað óákveðnir hvað skyldi taka til bragðs næst. Það fóru fleiri færi en eitt og fleiri færi en tvö forgörðum á meðan sóknarmenn Vals hugsuðu sig um hvað skyldi gera. Hvað gerist næst? Valsmenn vona að sjálfsögðu að Garðbæingar misstígi sig í Kaplakrika í kvöld. Bæði lið eru með þrettán stig á toppnum en Stjarnan á leik til góða gegn FH í kvöld. Valsmenn eiga hins vegar ferð á erfiðan útivöll í næstu umferð þegar þeir heimsækja Breiðablik. ÍBV er enn um miðja deild eftir leikinn en með grimma markatölu eftir grimmt tap gegn Stjörnunni í upphafi móts. Liðið tekur á móti KR í Vestmannaeyjum í næstu umferð. Andri Ólafsson haltraði út af í dag og það er vonandi fyrir Eyjamenn að þeir endurheimti hann fyrir næsta leik enda Hafsteinn Briem enn í banni eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn ÍA. Það er þó langt í næsta leik.Ólafur Jóhannesson.vísir/hannaÓli Jó: Ljótt en tókst þó „Við spiluðum ekki góðan leik í dag,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, strax að leik loknum. Hann bætti því við að hann væri mjög ánægður með stigin þrjú sem liðið fékk en það væri í raun það eina góða sem hægt væri að segja. „Ég veit ekki hvað þetta var, hvort þetta var vanmat eða ekki. Það gerist oft í fótboltaleikjum að þegar menn skora svona snemma þá halda menn að leikurinn sé bara kominn, slaka á og lenda í basli. Það gerðist kannski hjá okkur í dag.“ Leikurinn í dag var þriðji leikur Vals í vikunni en liðið tapaði fyrri tveimur leikjunum. Varamennirnir Sveinn Aron Guðjohnsen og Kristinn Ingi Halldórson sáu um að klára leikinn í dag en Ólafi fannst ekki tímabært að ræða hvort það væru einhverjar breytingar í kortunum. „Þessi leikur var nú bara að klárast þannig ég held það sé ekki tímabært að tala um næsta leik. Þú verður að gefa mér smá tíma,“ sagði þjálfarinn. „Frábært samt að vinna þennan leik. Við ætluðum að vinna hann og það tókst. Þótt það hafi verið basl og jafnvel frekar ljótt þá tókst það.“Stigum ÍBV fjölgaði ekki í dag.vísir/eyþórKristján: Vorum of passífir „Byrjunin kostaði okkur, það að fá þetta mark á okkur í byrjun kostaði okkur leikinn,“ sagði vonsvikinn Kristján Guðmundsson í leikslok. „Við unnum okkur inn í hann aftur og það var gott að sjá að í þeim upphlaupum sem við fengum í fyrri hálfleik þá sköpuðum við okkur horn og færi. En ég er ekki ánægður með það hvernig við vorum í seinni hálfleik. Við sóttum ekki nóg á markið og sköpuðum lítið. Við vorum of passífir byrjun og hefðum þurft að klukka þá framar.“ Undir lok leiksins reyndu Eyjamenn hvað þeir gátu til að jafna leikinn en án árangurs. Á síðustu andartökum hans vildu þeir fá vítaspyrnu þegar Sindri Snær Magnússon fór niður í teig heimamanna. Helgi Mikael Jónsson dæmdi hins vegar ekki neitt. „Það sem ég sé er að Valsmaður dettur á annan Valsara og rífur Sindra niður. Það var allavega ekki dæmt víti og þá var þetta líklega ekki víti.“Sigurður Egill Lárusson skoraði fyrra mark Vals.vísir/eyþórSigurður: Biðum eftir jöfnunarmarki „Mér fannst við byrja virkilega vel en eftir markið gáfum við eftir og eiginlega biðum eftir að þeir myndu jafna,“ sagði markaskorarinn Sigurður Egill Lárusson. Sigurður skilaði sínu í dag með marki í upphafi leiks auk þess að eiga stóran þátt í undirbúningi síðara marksins. Hann segir að sitt lið hafi verið nokkuð þreytt eftir törn vikunnar. „Þetta er þriðji leikurinn á viku og við virkuðum svolítið þreyttir. En það á ekki að koma að sök. Það er eflaust það sama í gangi hjá þeim líka.“ Valsarar hafa oft leikið betur en í dag en kláruðu þó dæmið. Það er akkúrat öfugt miðað við það sem átti sér stað í síðustu tveimur leikjum liðsins. „Mér finnst við hafa spilað vel í síðustu tveimur leikjum en ekki fengið neitt úr þeim. Núna spilum við illa og fáum þrjú stig. Þetta er stundum skrítinn leikur,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort það sé ekki einkennismerki meistara hlær hann, yppir öxlum og segir „jú, jú. Örugglega.“