Handbolti

Arna Sif í eitt sterkasta lið Ungverjalands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arna Sif er öflugur línumaður.
Arna Sif er öflugur línumaður. vísir/ernir
Arna Sif Pálsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Debreceni sem leikur í efstu deild í Ungverjalandi.

Frá þessu er greint á mbl.is. Arna Sif kemur til Debreceni frá Nice í Frakklandi þar sem hún hefur leikið undanfarin tvö ár.

Arna Sif, sem er 29 ára, lék áður með Horsens, Esbjerg, Aalborg og Århus í Danmörku. Hún hefur leikið í atvinnumennsku frá árinu 2009.

Debreceni hafnaði í 4. sæti ungversku deildarinnar á síðasta tímabili. Deildin í Ungverjalandi er ein sú sterkasta í Evrópu í dag.

Arna Sif hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu á undanförnum árum. Hún hefur leikið 126 landsleiki og skorað 193 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×