Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 13. júní 2017 21:50 Session lagði áherslu á, í byrjun fundar, að það yrði að komast til botns í þessu máli þar sem afskipti annarra af kosningum væri ekki væri boðleg. Vísir/Getty Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. Þetta er meðal þess sem kom fram í ávarpi Sessions í byrjun skýrslutökunnar sem er á vegum leyniþjónustunefndar öldungardeildarþingsins. Samkvæmt heimildum CNN hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verið að fylgjast með skýrslutöku Sessions.Ber fyrir sig trúnað Session lagði áherslu á, í byrjun fundar, að það yrði að komast til botns í þessu máli þar sem afskipti annarra af kosningum væri ekki væri boðleg. Hann sagðist þó ekki geta brotið trúnað sinn gagnvart forsetanum. Hann staðfesti að hann teldi það nokkuð augljóst að Rússar hefðu átt afskipti af kosningunum. Hins vegar hefði hann ekki fengið neinar sérstakar upplýsingar um það og að hans þekking á málinu kæmi aðallega úr fjölmiðlum. Hann hefði ekki fengið neina sérstaka kynningu á málinu. Session sagði jafnframt að hann gæti ekki svarað spurningum um það hvort að afskiptin hefðu borið á góma þegar hann ræddi við forsetann um Comey. Nefndarmenn hafa sótt hart að Sessions og ásakað hann um að tefja fyrir og neita að svara spurningum. Einn þeirra sagði hann standa í vegi fyrir rannsóknum nefndarinnar með þessum hætti. Samskipti við rússnesk yfirvöld Sessions hefur meðal annars verið ásakaður um að eiga í samskiptum við rússnesk yfirvöld, þá sérstaklega sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak, á Mayflower hótelinu í Washington DC þann 27. apríl 2016. Sessions var á hótelinu ásamt fylgismönnum Trumps sem flutti sína fyrstu framboðsræðu um utanríkismál. „Ég kom á hótelið og vissi ekki af því að hann væri þar. Ég man ekki eftir því að hafa vitað það. Ég átti í engum samskiptum við hann, hvorki fyrir né eftir þennan atburð,“ segir Sessions aðspurður um meintan fund sinn við Sergey Kislyak á Mayflower hótelinu í Washington. Kannski, kannski ekki Hann segist ekki vilja staðfesta það né neita því að hann hafi rætt við Trump um brottrekstur Comey. Ber hann enn og aftur fyrir sig trúnaðarskyldu. Ms. Feinstein, ein þeirra sem situr í leyniþjónustunefnd öldungardeildarþingsins, sagði þá að ef að svarið væri neikvætt þá ætti að vera auðvelt fyrir hann að segja ef svo væri. Comey svaraði því um hæl að það sama gilti um játandi svar hins vegar væri það ekki viðeigandi fyrir hann að upplýsa um persónuleg samtöl hans við forsetann. Sessions hélt því fram að hann hefði helgað sig góðum vinnubrögðum í sínu starfi og því sé ekkert að marka þær ásakanir sem komið hafa fram. Sessions lagði áherslu á að ásakanirnar hafi haft þveröfug áhrif að því leyti að þær hafi ekki ógnað honum heldur styrkt hann í sinni vissu. Hann segir ríkisstjórn Trumps koma hreint fram og gegnsæi sé þeim öllum mikilvægt. Ríkisstjórnin leggi áherslu á öryggi borgaranna gegn hryðjuverkum sem og glæpagengjum. Donald Trump Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36 Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26 Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38 Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 13. júní 2017 10:11 Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. 7. júní 2017 15:30 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. Þetta er meðal þess sem kom fram í ávarpi Sessions í byrjun skýrslutökunnar sem er á vegum leyniþjónustunefndar öldungardeildarþingsins. Samkvæmt heimildum CNN hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verið að fylgjast með skýrslutöku Sessions.Ber fyrir sig trúnað Session lagði áherslu á, í byrjun fundar, að það yrði að komast til botns í þessu máli þar sem afskipti annarra af kosningum væri ekki væri boðleg. Hann sagðist þó ekki geta brotið trúnað sinn gagnvart forsetanum. Hann staðfesti að hann teldi það nokkuð augljóst að Rússar hefðu átt afskipti af kosningunum. Hins vegar hefði hann ekki fengið neinar sérstakar upplýsingar um það og að hans þekking á málinu kæmi aðallega úr fjölmiðlum. Hann hefði ekki fengið neina sérstaka kynningu á málinu. Session sagði jafnframt að hann gæti ekki svarað spurningum um það hvort að afskiptin hefðu borið á góma þegar hann ræddi við forsetann um Comey. Nefndarmenn hafa sótt hart að Sessions og ásakað hann um að tefja fyrir og neita að svara spurningum. Einn þeirra sagði hann standa í vegi fyrir rannsóknum nefndarinnar með þessum hætti. Samskipti við rússnesk yfirvöld Sessions hefur meðal annars verið ásakaður um að eiga í samskiptum við rússnesk yfirvöld, þá sérstaklega sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak, á Mayflower hótelinu í Washington DC þann 27. apríl 2016. Sessions var á hótelinu ásamt fylgismönnum Trumps sem flutti sína fyrstu framboðsræðu um utanríkismál. „Ég kom á hótelið og vissi ekki af því að hann væri þar. Ég man ekki eftir því að hafa vitað það. Ég átti í engum samskiptum við hann, hvorki fyrir né eftir þennan atburð,“ segir Sessions aðspurður um meintan fund sinn við Sergey Kislyak á Mayflower hótelinu í Washington. Kannski, kannski ekki Hann segist ekki vilja staðfesta það né neita því að hann hafi rætt við Trump um brottrekstur Comey. Ber hann enn og aftur fyrir sig trúnaðarskyldu. Ms. Feinstein, ein þeirra sem situr í leyniþjónustunefnd öldungardeildarþingsins, sagði þá að ef að svarið væri neikvætt þá ætti að vera auðvelt fyrir hann að segja ef svo væri. Comey svaraði því um hæl að það sama gilti um játandi svar hins vegar væri það ekki viðeigandi fyrir hann að upplýsa um persónuleg samtöl hans við forsetann. Sessions hélt því fram að hann hefði helgað sig góðum vinnubrögðum í sínu starfi og því sé ekkert að marka þær ásakanir sem komið hafa fram. Sessions lagði áherslu á að ásakanirnar hafi haft þveröfug áhrif að því leyti að þær hafi ekki ógnað honum heldur styrkt hann í sinni vissu. Hann segir ríkisstjórn Trumps koma hreint fram og gegnsæi sé þeim öllum mikilvægt. Ríkisstjórnin leggi áherslu á öryggi borgaranna gegn hryðjuverkum sem og glæpagengjum.
Donald Trump Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36 Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26 Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38 Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 13. júní 2017 10:11 Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. 7. júní 2017 15:30 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32
Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36
Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26
Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38
Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 13. júní 2017 10:11
Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. 7. júní 2017 15:30