Tíst Trump um Jeff Bezoz, Amazon, Washington Post og „internetskatt“ vekur furðu Samúel Karl Ólason skrifar 29. júní 2017 10:27 Jeff Bezoz og Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur vakið mikla furðu með tísti sem hann birti í gær. Sérfræðingar og fjölmiðlar ytra hafa átt erfitt með að átta sig á tístinu og talsmenn Hvíta hússins hafa ekki viljað útskýra það nánar. Í tístinu ræðst Trump gegn fyrirtækjunum Amazon og Washington Post, sem bæði eru í eigu milljarðamæringsins Jeff Bezoz. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump ræðst gegn Amazon og Bezoz. „#AmazonWashingtonPost, sem stundum er kallað verndari þess að Amazon greiði ekki internetskatta (sem þeir ættu að gera) er FALSKAR FRÉTTIR!“ tísti Trump.Í maí í fyrra var Trump reiður Washington Post og sagði hann í viðtali á Fox að Bezoz notaði fjölmiðilinn til þess að þingmenn þorðu ekki að skattleggja Amazon eins og réttast væri að gera. „Amazon er að komast upp með morð þegar kemur að sköttum. Hann [Bezoz] er að nota Washington Post fyrir völd svo að stjórnmálamenn í Washington skattleggi Amazon ekki eins það á að skattlega fyrirtækið.“Í kosningabaráttunni sagði Trump einnig að ef hann yrði kosinn forseti myndi Amazon og Bezoz „lenda í miklum vandræðum“.Trump gæti auðveldlega skapað vandræði fyrir Amazon, en fyrirtækið keypti nýverið Whole Foods fyrir 13,7 milljarða dala, en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gæti komið í veg fyrir að kaupin gangi í gegn. Að þessu sinni var Trump líklega reiður yfir frétt Washington Post af því að fölsuð forsíðumynd af honum hefði verið hengd upp í mörgum fasteignum forsetans. Hann hefur þó lengi verið með horn í síðu Washington Post, sem hefur birt margar fréttir hafa komið forsetanum illa. Til dæmis var miðillinn fyrstur til að segja frá myndbandinu af Trump þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar.Enginn internetskattur til Í Bandaríkjunum er ekkert sem hægt er að kalla „internetskatt“. Á fyrstu árum Amazon var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að borga ekki skatta og sögðu keppinautar fyrirtækisins að það veitti þeim ósanngjarnt forskot.Amazon komst hjá skattgreiðslum vegna úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem sagði til um að ríki gætu ekki rukkað fyrirtæki um skatt án þess að fyrirtækið væri með raunverulega viðveru í tilteknum ríkjum. Það er að segja með verslun, útibú eða slíkt. Það breyttist þó fyrir nokkrum árum og nú hefur Amazon gengið til liðs við fyrrum andstæðinga sína sem kalla eftir lögum sem myndu skylda öll netsölufyrirtæki til þess að greiða söluskatt. Frumvarp þar að lútandi hefur margsinnis verið lagt fram og hefur verið samþykkt af öldungadeild þingsins. Það hefur þó ekki verið samþykkt í fulltrúadeildinni vegna andstöðu þingmanna repúblikana. Einhverjir gagnrýnendur forsetans hafa haldið því fram að með tísti sínu hafi hann verið að hóta því að leggja skatta á Amazon vegna frétta Washington Post. Hins vegar þykir líklegra að Trump hafi ruglast og sé að tala um áðurnefndan söluskatt, sem Amazon greiðir.Sagði „snjallt“ að borga ekki skatta Ofan á allt þetta er ekki langt síðan Trump sjálfur fundaði með Bezoz og öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja þar sem rætt var að lækka skatta á slík fyrirtæki. Bezoz hefur nokkrum sinnum hitt Trump á síðustu mánuðum og virtist ákveðinn friður ríkja þeirra á milli. Þvert á venjur forsetaframbjóðenda undanfarinna áratuga hefur Donald Trump neitað að gera skattaskýrslur sínar opinberar. Þegar Hillary Clinton nefndi það í kappræðum þeirra í fyrra og að þær fáu og gömlu skattaskýrslur sem væru opinberar sýndu að hann hefði ekki borgað tekjuskatt. Þá sagði forsetinn að hann væri snjall fyrir að greiða ekki skatta til ríkisins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur vakið mikla furðu með tísti sem hann birti í gær. Sérfræðingar og fjölmiðlar ytra hafa átt erfitt með að átta sig á tístinu og talsmenn Hvíta hússins hafa ekki viljað útskýra það nánar. Í tístinu ræðst Trump gegn fyrirtækjunum Amazon og Washington Post, sem bæði eru í eigu milljarðamæringsins Jeff Bezoz. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump ræðst gegn Amazon og Bezoz. „#AmazonWashingtonPost, sem stundum er kallað verndari þess að Amazon greiði ekki internetskatta (sem þeir ættu að gera) er FALSKAR FRÉTTIR!“ tísti Trump.Í maí í fyrra var Trump reiður Washington Post og sagði hann í viðtali á Fox að Bezoz notaði fjölmiðilinn til þess að þingmenn þorðu ekki að skattleggja Amazon eins og réttast væri að gera. „Amazon er að komast upp með morð þegar kemur að sköttum. Hann [Bezoz] er að nota Washington Post fyrir völd svo að stjórnmálamenn í Washington skattleggi Amazon ekki eins það á að skattlega fyrirtækið.“Í kosningabaráttunni sagði Trump einnig að ef hann yrði kosinn forseti myndi Amazon og Bezoz „lenda í miklum vandræðum“.Trump gæti auðveldlega skapað vandræði fyrir Amazon, en fyrirtækið keypti nýverið Whole Foods fyrir 13,7 milljarða dala, en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gæti komið í veg fyrir að kaupin gangi í gegn. Að þessu sinni var Trump líklega reiður yfir frétt Washington Post af því að fölsuð forsíðumynd af honum hefði verið hengd upp í mörgum fasteignum forsetans. Hann hefur þó lengi verið með horn í síðu Washington Post, sem hefur birt margar fréttir hafa komið forsetanum illa. Til dæmis var miðillinn fyrstur til að segja frá myndbandinu af Trump þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar.Enginn internetskattur til Í Bandaríkjunum er ekkert sem hægt er að kalla „internetskatt“. Á fyrstu árum Amazon var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að borga ekki skatta og sögðu keppinautar fyrirtækisins að það veitti þeim ósanngjarnt forskot.Amazon komst hjá skattgreiðslum vegna úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem sagði til um að ríki gætu ekki rukkað fyrirtæki um skatt án þess að fyrirtækið væri með raunverulega viðveru í tilteknum ríkjum. Það er að segja með verslun, útibú eða slíkt. Það breyttist þó fyrir nokkrum árum og nú hefur Amazon gengið til liðs við fyrrum andstæðinga sína sem kalla eftir lögum sem myndu skylda öll netsölufyrirtæki til þess að greiða söluskatt. Frumvarp þar að lútandi hefur margsinnis verið lagt fram og hefur verið samþykkt af öldungadeild þingsins. Það hefur þó ekki verið samþykkt í fulltrúadeildinni vegna andstöðu þingmanna repúblikana. Einhverjir gagnrýnendur forsetans hafa haldið því fram að með tísti sínu hafi hann verið að hóta því að leggja skatta á Amazon vegna frétta Washington Post. Hins vegar þykir líklegra að Trump hafi ruglast og sé að tala um áðurnefndan söluskatt, sem Amazon greiðir.Sagði „snjallt“ að borga ekki skatta Ofan á allt þetta er ekki langt síðan Trump sjálfur fundaði með Bezoz og öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja þar sem rætt var að lækka skatta á slík fyrirtæki. Bezoz hefur nokkrum sinnum hitt Trump á síðustu mánuðum og virtist ákveðinn friður ríkja þeirra á milli. Þvert á venjur forsetaframbjóðenda undanfarinna áratuga hefur Donald Trump neitað að gera skattaskýrslur sínar opinberar. Þegar Hillary Clinton nefndi það í kappræðum þeirra í fyrra og að þær fáu og gömlu skattaskýrslur sem væru opinberar sýndu að hann hefði ekki borgað tekjuskatt. Þá sagði forsetinn að hann væri snjall fyrir að greiða ekki skatta til ríkisins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira