Blaðafulltrúi Hvíta hússins auglýsti vafasamt myndband um leið og hann gagnrýndi gervifréttir Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2017 16:59 Sarah Huckabee Sanders lét fjölmiðlamenn fá það óþvegið í Hvíta húsinu í gær. Vísir/EPA Myndband sem sýnir framleiðanda hjá CNN efast um fréttaflutning stöðvarinnar af Donald Trump var framleitt af vefsíðu sem er þekkt fyrir vafasama framsetningu á leynilegum upptökum. Blaðafulltrúi Hvíta hússins mælti með myndbandinu í gær um leið og hann sakaði fjölmiðla um að flytja „gervifréttir“. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hélt langa tölu yfir blaðamönnum í Hvíta húsinu í gær og fór mikinn um illsku fjölmiðla. Hvatti hún alla landsmenn til að horfa á myndbandið fyrrnefnda óháð því hvort það sem það sýndi væri rétt eða ekki. Það sem það sýndi væri „skömm fyrir alla fjölmiðla, alla blaðamennsku“. Starfsmaður CNN að nafni John Bonifield heyrist á upptökunni segja að honum virðist að umfjöllun stöðvarinnar um meint tengsl Trump við Rússa gæti verið „kjaftæði“. Fréttamenn hennar hafi í raun ekkert fast í höndunum en haldi áfram að segja frá málinu til að halda uppi áhorfi og lestri. Þó að Sanders mælti með myndbandinu á svo kröftugan hátt treysti hún sér ekki til að fullyrða um sannleiksgildi þess.Misvísandi fullyrðingar um stöðu Bonfield hjá CNN Eins og Washington Post bendir á er hins vegar margt bogið við myndbandið sem um ræðir. Framleiðandi þess er James O'Keefe, íhaldsmaður sem heldur úti samtökunum Project Veritas. Hann er þekktur fyrir að beina spjótum sínum að pólitískum andstæðingum og að klippa upptökur saman til að sýna þá í sem verstu ljósi. Í myndbandinu ræðir nafnlaus maður sem vinnur fyrir O'Keefe við Bonifield sem að sögn CNN taldi sig vera að ræða við mann sem hefði áhuga á að starfa við blaðamennsku. Bonifield vissi ekki af því að samtalið væri tekið upp.James O'Keefe er aðgerðasinni af hægri væng bandarískra stjórnmála sem er þekktur fyrir vafasöm vinnubrögð og leynilegar upptökur.Vísir/EPAProject Veritas kynnir Bonifield sem „yfirframleiðandi“ sem gefur í skyn að hann sé ofarlega í goggunarröðinni hjá CNN. Í raun og veru er Bonifield hins vegar framleiðandi fyrir fréttir af heilbrigðis- og matvælamálum hjá CNN. Ekkert liggur því fyrir um hversu mikið hann veit um vinnubrögð CNN þegar kemur að stjórnmálum. Hann er er þar að auki staðsettur í Atlanta en ekki í Washington-borg eða New York þar sem meirihluti frétta stöðvarinnar af stjórnmálum er framleiddur.Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir innbrot á skrifstofu þingmanns Project Veritas hefur reglulega notast við leynilegar upptökur af þessu tagi. Útsendarar samtakanna hafa meðal annars villt á sér heimildir og logið til að nálgast viðfangsefni sín. O'Keefe fékk sjálfur skilorðsbundinn dóm fyrir að reyna að komast dulbúinn inn á skrifstofu öldungadeildarþingmanns í New Orleans og eiga við símana hans árið 2010.Sjá einnig:Þrír fréttamenn hætta hjá CNN vegna fréttar um Trump og Rússa Hann reyndi einnig að leggja gildru fyrir fréttamann CNN í fyrra. Bauð hann fréttamanninum á bát sem hann hafði fyllt með ýmsum kynlífsleikföngum. Fréttamaðurinn hafði verið að vinna að frétt um kvikmyndagerðarmynd úr röðum íhaldsmanna eins og O'Keefe.Forsetinn stekkur á gagnrýnina á CNN Donald Trump nýtti sér hins vegar myndband O'Keefe af Bonifield en hann hefur ráðist ítrekað á CNN með stimpli sínum um að stöðin flytji „gervifréttir“ af honum. Áður hafði Trump vegið í sama knérunn þegar þrír fréttamenn CNN sögðu upp störfum eftir að stöðin dró til baka frétt af meintum tengslum eins samstarfsmanna Trump við Rússa. Töldu yfirmenn CNN að fréttin stæðist ekki ritstjórnarleg viðmið. Þeir hafa þó ekki fullyrt að fréttin hafi verið efnislega röng. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Myndband sem sýnir framleiðanda hjá CNN efast um fréttaflutning stöðvarinnar af Donald Trump var framleitt af vefsíðu sem er þekkt fyrir vafasama framsetningu á leynilegum upptökum. Blaðafulltrúi Hvíta hússins mælti með myndbandinu í gær um leið og hann sakaði fjölmiðla um að flytja „gervifréttir“. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hélt langa tölu yfir blaðamönnum í Hvíta húsinu í gær og fór mikinn um illsku fjölmiðla. Hvatti hún alla landsmenn til að horfa á myndbandið fyrrnefnda óháð því hvort það sem það sýndi væri rétt eða ekki. Það sem það sýndi væri „skömm fyrir alla fjölmiðla, alla blaðamennsku“. Starfsmaður CNN að nafni John Bonifield heyrist á upptökunni segja að honum virðist að umfjöllun stöðvarinnar um meint tengsl Trump við Rússa gæti verið „kjaftæði“. Fréttamenn hennar hafi í raun ekkert fast í höndunum en haldi áfram að segja frá málinu til að halda uppi áhorfi og lestri. Þó að Sanders mælti með myndbandinu á svo kröftugan hátt treysti hún sér ekki til að fullyrða um sannleiksgildi þess.Misvísandi fullyrðingar um stöðu Bonfield hjá CNN Eins og Washington Post bendir á er hins vegar margt bogið við myndbandið sem um ræðir. Framleiðandi þess er James O'Keefe, íhaldsmaður sem heldur úti samtökunum Project Veritas. Hann er þekktur fyrir að beina spjótum sínum að pólitískum andstæðingum og að klippa upptökur saman til að sýna þá í sem verstu ljósi. Í myndbandinu ræðir nafnlaus maður sem vinnur fyrir O'Keefe við Bonifield sem að sögn CNN taldi sig vera að ræða við mann sem hefði áhuga á að starfa við blaðamennsku. Bonifield vissi ekki af því að samtalið væri tekið upp.James O'Keefe er aðgerðasinni af hægri væng bandarískra stjórnmála sem er þekktur fyrir vafasöm vinnubrögð og leynilegar upptökur.Vísir/EPAProject Veritas kynnir Bonifield sem „yfirframleiðandi“ sem gefur í skyn að hann sé ofarlega í goggunarröðinni hjá CNN. Í raun og veru er Bonifield hins vegar framleiðandi fyrir fréttir af heilbrigðis- og matvælamálum hjá CNN. Ekkert liggur því fyrir um hversu mikið hann veit um vinnubrögð CNN þegar kemur að stjórnmálum. Hann er er þar að auki staðsettur í Atlanta en ekki í Washington-borg eða New York þar sem meirihluti frétta stöðvarinnar af stjórnmálum er framleiddur.Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir innbrot á skrifstofu þingmanns Project Veritas hefur reglulega notast við leynilegar upptökur af þessu tagi. Útsendarar samtakanna hafa meðal annars villt á sér heimildir og logið til að nálgast viðfangsefni sín. O'Keefe fékk sjálfur skilorðsbundinn dóm fyrir að reyna að komast dulbúinn inn á skrifstofu öldungadeildarþingmanns í New Orleans og eiga við símana hans árið 2010.Sjá einnig:Þrír fréttamenn hætta hjá CNN vegna fréttar um Trump og Rússa Hann reyndi einnig að leggja gildru fyrir fréttamann CNN í fyrra. Bauð hann fréttamanninum á bát sem hann hafði fyllt með ýmsum kynlífsleikföngum. Fréttamaðurinn hafði verið að vinna að frétt um kvikmyndagerðarmynd úr röðum íhaldsmanna eins og O'Keefe.Forsetinn stekkur á gagnrýnina á CNN Donald Trump nýtti sér hins vegar myndband O'Keefe af Bonifield en hann hefur ráðist ítrekað á CNN með stimpli sínum um að stöðin flytji „gervifréttir“ af honum. Áður hafði Trump vegið í sama knérunn þegar þrír fréttamenn CNN sögðu upp störfum eftir að stöðin dró til baka frétt af meintum tengslum eins samstarfsmanna Trump við Rússa. Töldu yfirmenn CNN að fréttin stæðist ekki ritstjórnarleg viðmið. Þeir hafa þó ekki fullyrt að fréttin hafi verið efnislega röng.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira