Þrír fréttamenn hætta hjá CNN vegna fréttar um Trump og Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2017 10:14 Anthony Scaramucci tók afsökunarbeiðni CNN vel og sagði fréttastöðina hafa gert það rétta í stöðunni. Vísir/EPA Bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNN hefur samþykkt uppsagnir þriggja fréttamanna vegna fréttar um rannsókn á fundi samstarfsmanns Donalds Trump með framkvæmdastjóra rússnesks fjárfestingasjóðs. CNN dró frétt sína til baka þegar í ljós kom að veigamikil atriði stóðust ekki. Fréttin fjallaði um að Anthony Scaramucci, sem vann að undibúningi valdatöku Trump, væri til rannsóknar hjá leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings vegna fundar sem hann átti með framkvæmdastjóra rússneska fjárfestingasjóðsins Direct Investment Fund (RDIF). Í ljós kom hins vegar að sjóðurinn var ekki hluti af rússneska bankanum Vnesheconombank eins og fullyrt hafði verið í frétt CNN fimmtudaginn 22. júní. Washington Post segir að þetta hafi skipt verulegu máli þar sem Vnesheconombank er á lista fjármálastofnana sem bandarísk stjórnvöld beita refsiaðgerðum.Stóðst ekki ritstjórnarleg viðmið CNNEftir að aðrir miðlar eins og öfgahægrisíðan Breitbart og rússneska fréttasíðan Sputnik höfðu birt fréttir um að ekkert væri hæft í frétt CNN dró sjónvarpsstöðin hana til baka á föstudag, meðal annars með þeim orðum að hún hefði ekk staðist ritstjórnarleg viðmið CNN. Bað stöðin Scaramucci afsökunar á fréttinni.The Guardian segir að ekki sé ljóst hvað var nákvæmlega rangt í fréttinni eða hvort að CNN muni halda áfram að fjalla um málið. Í kjölfarið samþykkti CNN uppsagnir þriggja fréttamanna sem unnu að fréttinni: Thomas Frank, fréttamannsins sem vann fréttina, Erics Lichtblau, aðstoðarritstjóra Washington-skrifstofu CNN og Lex Harris, yfirmanns rannsóknarteymis CNN. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sakað CNN um að birta gervifréttir um sig, oft þó vegna frétta sem hafa reynst fullkomlega réttar. Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNN hefur samþykkt uppsagnir þriggja fréttamanna vegna fréttar um rannsókn á fundi samstarfsmanns Donalds Trump með framkvæmdastjóra rússnesks fjárfestingasjóðs. CNN dró frétt sína til baka þegar í ljós kom að veigamikil atriði stóðust ekki. Fréttin fjallaði um að Anthony Scaramucci, sem vann að undibúningi valdatöku Trump, væri til rannsóknar hjá leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings vegna fundar sem hann átti með framkvæmdastjóra rússneska fjárfestingasjóðsins Direct Investment Fund (RDIF). Í ljós kom hins vegar að sjóðurinn var ekki hluti af rússneska bankanum Vnesheconombank eins og fullyrt hafði verið í frétt CNN fimmtudaginn 22. júní. Washington Post segir að þetta hafi skipt verulegu máli þar sem Vnesheconombank er á lista fjármálastofnana sem bandarísk stjórnvöld beita refsiaðgerðum.Stóðst ekki ritstjórnarleg viðmið CNNEftir að aðrir miðlar eins og öfgahægrisíðan Breitbart og rússneska fréttasíðan Sputnik höfðu birt fréttir um að ekkert væri hæft í frétt CNN dró sjónvarpsstöðin hana til baka á föstudag, meðal annars með þeim orðum að hún hefði ekk staðist ritstjórnarleg viðmið CNN. Bað stöðin Scaramucci afsökunar á fréttinni.The Guardian segir að ekki sé ljóst hvað var nákvæmlega rangt í fréttinni eða hvort að CNN muni halda áfram að fjalla um málið. Í kjölfarið samþykkti CNN uppsagnir þriggja fréttamanna sem unnu að fréttinni: Thomas Frank, fréttamannsins sem vann fréttina, Erics Lichtblau, aðstoðarritstjóra Washington-skrifstofu CNN og Lex Harris, yfirmanns rannsóknarteymis CNN. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sakað CNN um að birta gervifréttir um sig, oft þó vegna frétta sem hafa reynst fullkomlega réttar.
Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila