Þrír fréttamenn hætta hjá CNN vegna fréttar um Trump og Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2017 10:14 Anthony Scaramucci tók afsökunarbeiðni CNN vel og sagði fréttastöðina hafa gert það rétta í stöðunni. Vísir/EPA Bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNN hefur samþykkt uppsagnir þriggja fréttamanna vegna fréttar um rannsókn á fundi samstarfsmanns Donalds Trump með framkvæmdastjóra rússnesks fjárfestingasjóðs. CNN dró frétt sína til baka þegar í ljós kom að veigamikil atriði stóðust ekki. Fréttin fjallaði um að Anthony Scaramucci, sem vann að undibúningi valdatöku Trump, væri til rannsóknar hjá leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings vegna fundar sem hann átti með framkvæmdastjóra rússneska fjárfestingasjóðsins Direct Investment Fund (RDIF). Í ljós kom hins vegar að sjóðurinn var ekki hluti af rússneska bankanum Vnesheconombank eins og fullyrt hafði verið í frétt CNN fimmtudaginn 22. júní. Washington Post segir að þetta hafi skipt verulegu máli þar sem Vnesheconombank er á lista fjármálastofnana sem bandarísk stjórnvöld beita refsiaðgerðum.Stóðst ekki ritstjórnarleg viðmið CNNEftir að aðrir miðlar eins og öfgahægrisíðan Breitbart og rússneska fréttasíðan Sputnik höfðu birt fréttir um að ekkert væri hæft í frétt CNN dró sjónvarpsstöðin hana til baka á föstudag, meðal annars með þeim orðum að hún hefði ekk staðist ritstjórnarleg viðmið CNN. Bað stöðin Scaramucci afsökunar á fréttinni.The Guardian segir að ekki sé ljóst hvað var nákvæmlega rangt í fréttinni eða hvort að CNN muni halda áfram að fjalla um málið. Í kjölfarið samþykkti CNN uppsagnir þriggja fréttamanna sem unnu að fréttinni: Thomas Frank, fréttamannsins sem vann fréttina, Erics Lichtblau, aðstoðarritstjóra Washington-skrifstofu CNN og Lex Harris, yfirmanns rannsóknarteymis CNN. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sakað CNN um að birta gervifréttir um sig, oft þó vegna frétta sem hafa reynst fullkomlega réttar. Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNN hefur samþykkt uppsagnir þriggja fréttamanna vegna fréttar um rannsókn á fundi samstarfsmanns Donalds Trump með framkvæmdastjóra rússnesks fjárfestingasjóðs. CNN dró frétt sína til baka þegar í ljós kom að veigamikil atriði stóðust ekki. Fréttin fjallaði um að Anthony Scaramucci, sem vann að undibúningi valdatöku Trump, væri til rannsóknar hjá leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings vegna fundar sem hann átti með framkvæmdastjóra rússneska fjárfestingasjóðsins Direct Investment Fund (RDIF). Í ljós kom hins vegar að sjóðurinn var ekki hluti af rússneska bankanum Vnesheconombank eins og fullyrt hafði verið í frétt CNN fimmtudaginn 22. júní. Washington Post segir að þetta hafi skipt verulegu máli þar sem Vnesheconombank er á lista fjármálastofnana sem bandarísk stjórnvöld beita refsiaðgerðum.Stóðst ekki ritstjórnarleg viðmið CNNEftir að aðrir miðlar eins og öfgahægrisíðan Breitbart og rússneska fréttasíðan Sputnik höfðu birt fréttir um að ekkert væri hæft í frétt CNN dró sjónvarpsstöðin hana til baka á föstudag, meðal annars með þeim orðum að hún hefði ekk staðist ritstjórnarleg viðmið CNN. Bað stöðin Scaramucci afsökunar á fréttinni.The Guardian segir að ekki sé ljóst hvað var nákvæmlega rangt í fréttinni eða hvort að CNN muni halda áfram að fjalla um málið. Í kjölfarið samþykkti CNN uppsagnir þriggja fréttamanna sem unnu að fréttinni: Thomas Frank, fréttamannsins sem vann fréttina, Erics Lichtblau, aðstoðarritstjóra Washington-skrifstofu CNN og Lex Harris, yfirmanns rannsóknarteymis CNN. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sakað CNN um að birta gervifréttir um sig, oft þó vegna frétta sem hafa reynst fullkomlega réttar.
Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira