Þrír fréttamenn hætta hjá CNN vegna fréttar um Trump og Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2017 10:14 Anthony Scaramucci tók afsökunarbeiðni CNN vel og sagði fréttastöðina hafa gert það rétta í stöðunni. Vísir/EPA Bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNN hefur samþykkt uppsagnir þriggja fréttamanna vegna fréttar um rannsókn á fundi samstarfsmanns Donalds Trump með framkvæmdastjóra rússnesks fjárfestingasjóðs. CNN dró frétt sína til baka þegar í ljós kom að veigamikil atriði stóðust ekki. Fréttin fjallaði um að Anthony Scaramucci, sem vann að undibúningi valdatöku Trump, væri til rannsóknar hjá leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings vegna fundar sem hann átti með framkvæmdastjóra rússneska fjárfestingasjóðsins Direct Investment Fund (RDIF). Í ljós kom hins vegar að sjóðurinn var ekki hluti af rússneska bankanum Vnesheconombank eins og fullyrt hafði verið í frétt CNN fimmtudaginn 22. júní. Washington Post segir að þetta hafi skipt verulegu máli þar sem Vnesheconombank er á lista fjármálastofnana sem bandarísk stjórnvöld beita refsiaðgerðum.Stóðst ekki ritstjórnarleg viðmið CNNEftir að aðrir miðlar eins og öfgahægrisíðan Breitbart og rússneska fréttasíðan Sputnik höfðu birt fréttir um að ekkert væri hæft í frétt CNN dró sjónvarpsstöðin hana til baka á föstudag, meðal annars með þeim orðum að hún hefði ekk staðist ritstjórnarleg viðmið CNN. Bað stöðin Scaramucci afsökunar á fréttinni.The Guardian segir að ekki sé ljóst hvað var nákvæmlega rangt í fréttinni eða hvort að CNN muni halda áfram að fjalla um málið. Í kjölfarið samþykkti CNN uppsagnir þriggja fréttamanna sem unnu að fréttinni: Thomas Frank, fréttamannsins sem vann fréttina, Erics Lichtblau, aðstoðarritstjóra Washington-skrifstofu CNN og Lex Harris, yfirmanns rannsóknarteymis CNN. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sakað CNN um að birta gervifréttir um sig, oft þó vegna frétta sem hafa reynst fullkomlega réttar. Donald Trump Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNN hefur samþykkt uppsagnir þriggja fréttamanna vegna fréttar um rannsókn á fundi samstarfsmanns Donalds Trump með framkvæmdastjóra rússnesks fjárfestingasjóðs. CNN dró frétt sína til baka þegar í ljós kom að veigamikil atriði stóðust ekki. Fréttin fjallaði um að Anthony Scaramucci, sem vann að undibúningi valdatöku Trump, væri til rannsóknar hjá leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings vegna fundar sem hann átti með framkvæmdastjóra rússneska fjárfestingasjóðsins Direct Investment Fund (RDIF). Í ljós kom hins vegar að sjóðurinn var ekki hluti af rússneska bankanum Vnesheconombank eins og fullyrt hafði verið í frétt CNN fimmtudaginn 22. júní. Washington Post segir að þetta hafi skipt verulegu máli þar sem Vnesheconombank er á lista fjármálastofnana sem bandarísk stjórnvöld beita refsiaðgerðum.Stóðst ekki ritstjórnarleg viðmið CNNEftir að aðrir miðlar eins og öfgahægrisíðan Breitbart og rússneska fréttasíðan Sputnik höfðu birt fréttir um að ekkert væri hæft í frétt CNN dró sjónvarpsstöðin hana til baka á föstudag, meðal annars með þeim orðum að hún hefði ekk staðist ritstjórnarleg viðmið CNN. Bað stöðin Scaramucci afsökunar á fréttinni.The Guardian segir að ekki sé ljóst hvað var nákvæmlega rangt í fréttinni eða hvort að CNN muni halda áfram að fjalla um málið. Í kjölfarið samþykkti CNN uppsagnir þriggja fréttamanna sem unnu að fréttinni: Thomas Frank, fréttamannsins sem vann fréttina, Erics Lichtblau, aðstoðarritstjóra Washington-skrifstofu CNN og Lex Harris, yfirmanns rannsóknarteymis CNN. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sakað CNN um að birta gervifréttir um sig, oft þó vegna frétta sem hafa reynst fullkomlega réttar.
Donald Trump Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira