Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Samúel Karl Ólason skrifar 27. júní 2017 10:30 Mitch McConnell og Donald Trump. Vísir/AFP Heilbrigðisfrumvarp öldungaþingmanna Repúblikanaflokksins virðist í töluverði hættu. Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. Samkvæmt hinni óháðu stofnun Congressional Budget Office, mun frumvarpið leiða til þess að 22 milljónir manna muni missa tryggingar sínar fyrir árið 2026. Þá er talið að frumvarpið muni koma verulega niður á öldruðu, veiku og fátæku fólki. Tveir öldungaþingmenn, þau Susan Collins og Rand Paul, sögðu í gær, eftir að niðurstaða CBO var birt, að þeir myndu kjósa gegn því að taka frumvarpið til umræðu á þinginu. Þriðji þingmaðurinn hafði áður gefið út sambærilega tilkynningu og sá fjórði hefur, samkvæmt New York Times, einnig gefið í skyn að hann muni ekki styðja það. „Það er verra að samþykkja vont frumvarp en ekkert frumvarp,“ sagði Rand Paul.Collins sagðist vilja laga það sem væri að núverandi heilbrigðislögum, svokölluðum Obamacare, en ljóst væri að hið nýja frumvarp gerði það ekki.Naumur meirihluti virðist ekki ætla að duga Þingmenn repúblikana á öldungaþinginu eru 52 á móti 48 þingmönnum demókrata og því er ljóst að erfitt verður fyrir Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans, að koma frumvarpi sínu í gegn. Sjö ára tilraunir repúblikana til þess að binda endi á Obamacare virðist því enn einu sinni vera í hættu.Samkvæmt niðurstöðum CBO yrðu alls 49 milljónir manna án tryggingar í Bandaríkjunum árið 2026. Miðað við núverandi lög er áætlað að sú tala verði 28 milljónir. Kostnaður ríkisins myndi minnka um 321 milljarða dala á því tímabili, miðað við hvernig lögin eru í dag. Þar af skiptir mestu að skorið yrði niður um 772 milljarða í sjúkra- og heilbrigðistryggingum fyrir hina efnaminni. Þá myndi frumvarpið einnig lækka skatttekjur ríkisins um 408 milljarða dala. Verði frumvarpið að lögum telur CBO að tryggingar fólks sem glímir við mikil veikindi og aldraðs fólks muni hækka verulega Demókratar hafa lýst frumvarpinu á þann veg að repúblikanar vilji taka tryggingar af fátæku fólki, til að lækka skatta hinna ríku.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyllti fyrra frumvarpi sem samþykkt var af fulltrúadeild þingsins fyrr á árinu, en virðist hafa skipt um skoðun. Hann hefur nú sagt að heilbrigðisfrumvarpið sé „illkvittið“. Það gerði hann fyrst á fundi sínum með þingmönnum og hefur hann endurtekið það opinberlega og nú síðast á sunnudaginn. Hvíta húsið hefur ítrekað reynt að draga úr trúverðugleika CBO. Í tilkynningu í gær sögðu starfsmenn Trump að stofnunin hefði ítrekað misheppnast að reikna rétt út áhrif löggjafar á heilbrigðismarkaðinn. Ekki væri rétt að treysta útreikningum stofnunarinnar í blindni.FACT: when #Obamacare was signed, CBO estimated that 23M would be covered in 2017. They were off by 100%. Only 10.3M people are covered. pic.twitter.com/A7Kthh3gDQ— The White House (@WhiteHouse) June 26, 2017 Hvíta húsið beitti einnig sömu rökum í aðdraganda kosningar um fyrra frumvarpið í fulltrúadeild þingsins. Sérfræðingar hafa hins vegar bent á að CBO hafði nokkuð rétt fyrir sér varðandi Obamacare. McConnell hefur samkvæmt Washington Post sagt að enn sé hægt að semja um frumvarpið, sem skrifað var á bakvið luktar dyr og hefur fengið litla sem enga umræðu, og breyta því. „Bandaríska þjóðin þarf betri umönnun nú þegar og þetta frumvarp inniheldur tólin til þess að útvega þá umönnun,“ sagði hann. Charles E. Schumer, leiðtogi minnihlutans, segir hins vegar að sama hvað brúnir frumvarpsins yrðu slípaðar yrði það áfram meingallað. Það er ljóst að mikið verk bíður McConnell ætli hann sér að koma frumvarpinu í gegn. Um er að ræða eitt stærsta kosningaloforð Trump, sem lofaði því að fella Obamacare. Frumvörpin tvö sem hafa verið lögð fram síðan hann varð forseti eru þó ekki í samræmi við þau loforð sem forsetinn setti fram. Trump virðist pirraður á því hve illa hefur gengið að koma breytingum á kerfinu í gegnum þingið og hefur hann gagnrýnt demókrata ítrekað fyrir að vilja ekki hjálpa nýja frumvarpinu að komast í gegn. Hann hefur jafnvel gefið í skyn að réttast væri að gera ekki neitt og láta sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna hrynja.Republican Senators are working very hard to get there, with no help from the Democrats. Not easy! Perhaps just let OCare crash & burn!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 26, 2017 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Heilbrigðisfrumvarp öldungaþingmanna Repúblikanaflokksins virðist í töluverði hættu. Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. Samkvæmt hinni óháðu stofnun Congressional Budget Office, mun frumvarpið leiða til þess að 22 milljónir manna muni missa tryggingar sínar fyrir árið 2026. Þá er talið að frumvarpið muni koma verulega niður á öldruðu, veiku og fátæku fólki. Tveir öldungaþingmenn, þau Susan Collins og Rand Paul, sögðu í gær, eftir að niðurstaða CBO var birt, að þeir myndu kjósa gegn því að taka frumvarpið til umræðu á þinginu. Þriðji þingmaðurinn hafði áður gefið út sambærilega tilkynningu og sá fjórði hefur, samkvæmt New York Times, einnig gefið í skyn að hann muni ekki styðja það. „Það er verra að samþykkja vont frumvarp en ekkert frumvarp,“ sagði Rand Paul.Collins sagðist vilja laga það sem væri að núverandi heilbrigðislögum, svokölluðum Obamacare, en ljóst væri að hið nýja frumvarp gerði það ekki.Naumur meirihluti virðist ekki ætla að duga Þingmenn repúblikana á öldungaþinginu eru 52 á móti 48 þingmönnum demókrata og því er ljóst að erfitt verður fyrir Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans, að koma frumvarpi sínu í gegn. Sjö ára tilraunir repúblikana til þess að binda endi á Obamacare virðist því enn einu sinni vera í hættu.Samkvæmt niðurstöðum CBO yrðu alls 49 milljónir manna án tryggingar í Bandaríkjunum árið 2026. Miðað við núverandi lög er áætlað að sú tala verði 28 milljónir. Kostnaður ríkisins myndi minnka um 321 milljarða dala á því tímabili, miðað við hvernig lögin eru í dag. Þar af skiptir mestu að skorið yrði niður um 772 milljarða í sjúkra- og heilbrigðistryggingum fyrir hina efnaminni. Þá myndi frumvarpið einnig lækka skatttekjur ríkisins um 408 milljarða dala. Verði frumvarpið að lögum telur CBO að tryggingar fólks sem glímir við mikil veikindi og aldraðs fólks muni hækka verulega Demókratar hafa lýst frumvarpinu á þann veg að repúblikanar vilji taka tryggingar af fátæku fólki, til að lækka skatta hinna ríku.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyllti fyrra frumvarpi sem samþykkt var af fulltrúadeild þingsins fyrr á árinu, en virðist hafa skipt um skoðun. Hann hefur nú sagt að heilbrigðisfrumvarpið sé „illkvittið“. Það gerði hann fyrst á fundi sínum með þingmönnum og hefur hann endurtekið það opinberlega og nú síðast á sunnudaginn. Hvíta húsið hefur ítrekað reynt að draga úr trúverðugleika CBO. Í tilkynningu í gær sögðu starfsmenn Trump að stofnunin hefði ítrekað misheppnast að reikna rétt út áhrif löggjafar á heilbrigðismarkaðinn. Ekki væri rétt að treysta útreikningum stofnunarinnar í blindni.FACT: when #Obamacare was signed, CBO estimated that 23M would be covered in 2017. They were off by 100%. Only 10.3M people are covered. pic.twitter.com/A7Kthh3gDQ— The White House (@WhiteHouse) June 26, 2017 Hvíta húsið beitti einnig sömu rökum í aðdraganda kosningar um fyrra frumvarpið í fulltrúadeild þingsins. Sérfræðingar hafa hins vegar bent á að CBO hafði nokkuð rétt fyrir sér varðandi Obamacare. McConnell hefur samkvæmt Washington Post sagt að enn sé hægt að semja um frumvarpið, sem skrifað var á bakvið luktar dyr og hefur fengið litla sem enga umræðu, og breyta því. „Bandaríska þjóðin þarf betri umönnun nú þegar og þetta frumvarp inniheldur tólin til þess að útvega þá umönnun,“ sagði hann. Charles E. Schumer, leiðtogi minnihlutans, segir hins vegar að sama hvað brúnir frumvarpsins yrðu slípaðar yrði það áfram meingallað. Það er ljóst að mikið verk bíður McConnell ætli hann sér að koma frumvarpinu í gegn. Um er að ræða eitt stærsta kosningaloforð Trump, sem lofaði því að fella Obamacare. Frumvörpin tvö sem hafa verið lögð fram síðan hann varð forseti eru þó ekki í samræmi við þau loforð sem forsetinn setti fram. Trump virðist pirraður á því hve illa hefur gengið að koma breytingum á kerfinu í gegnum þingið og hefur hann gagnrýnt demókrata ítrekað fyrir að vilja ekki hjálpa nýja frumvarpinu að komast í gegn. Hann hefur jafnvel gefið í skyn að réttast væri að gera ekki neitt og láta sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna hrynja.Republican Senators are working very hard to get there, with no help from the Democrats. Not easy! Perhaps just let OCare crash & burn!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 26, 2017
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira