Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Grindavík 0-0 | Markaþurrð í Kópavogi Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. júní 2017 21:45 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/andri Blikar náðu ekki að nýta yfirburði sína inn á vellinum í 0-0 jafntefli í lokaleik 9. umferðar Pepsi-deildar karla gegn Grindavík í kvöld en þetta var sjötti leikur Grindvíkinga í röð án ósigurs. Nýliðar Grindavíkur gátu með sigri í kvöld komist upp að hlið Vals á toppi deildarinnar en það voru Blikar sem stýrðu leiknum strax frá fyrstu mínútu. Átti Grindavík ekki skot á markið í fyrri hálfleik en Blikar sköpuðu ekki margt þrátt fyrir að vera með boltann stærsta hluta hálfleiksins. Grindvíkingar komust aðeins inn í leikinn í seinni hálfleik og fengu fín færi en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið. Grindavík situr áfram í öðru sæti deildarinnar með átján stig en Blikar eru í því áttunda með ellefu stig.Afhverju skyldu liðin jöfn? Blikar naga sig í handbökin í kvöld eftir að hafa verið mun sterkari aðilinn en þrátt fyrir allan þann tíma sem Blikar fengu á boltann voru þeir ekki að skapa sér færi á síðasta hluta vallarins. Áttu Blikar tuttugu skot í leiknum, mörg þeirra langt utan af velli sem ógnuðu ekki markinu og kom lítil ógn úr þeim fjórtán hornspyrnum sem Blikar fengu. Grindvíkingar litu ekki vel út fram á við í leiknum en liðið var þétt og voru miðverðirnir þrír tilbúnir fyrir hvaða tilraun Blika sem er.Þessir stóðu upp úr: Varnarlínan hjá Grindavík stóð vaktina vel fyrir framan Kristijan Jajalo sem tók þá bolta sem til þurfti og björguðu þeir stigi fyrir liðsfélaga sína sem hafa oft átt betri dag. Hjá Blikum átti liðið góðan dag á öllum vígstöðum nema fyrir framan markið. Þeir héldu vel aftur af markahæsta manni deildarinnar og náðu að loka vel á uppspil Grindvíkinga. Þar var Gísli Eyjólfsson manna bestur en hann átti stóran þátt í öllum hættulegustu aðgerðum Blika í leiknum.Hvað gekk illa? Þau fáu færi sem komu í leiknum reyndu lítið á markmenn liðanna, Kristijan þurfti að taka nokkra bolta en Gunnleifur Gunnleifsson þurfti varla að fara í sturtu eftir notalegan dag í markinu. Allt spil hjá Grindvíkingum, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar miðverðirnir virtust varla sjá miðjumennina í liði sínu í stað þess að senda langan bolta upp á Andra Rúnar sem átti rólegan dag í baráttu við miðvarðapar Blika.Hvað gerist næst? Að viku liðinni taka Blikar á móti FH á heimavelli og þurfa að fara að safna stigum eftir að hafa aðeins fengið tvö stig af síðustu níu og aðeins fengið fjögur stig af fimmtán í heimaleikjum tímabilsins. Grindvíkingar fá aðeins lengri hvíld áður en þeir mæta nýliðum KA á heimavelli og gæti þessi tveggja vikna hvíld sem Grindvíkingar fá reynst þeim gríðarlega dýrmætt á meðan Andri Rúnar nær sér af meiðslunum. Gunnar: Virðum stigið eftir svona leik„Við virðum stigið í kvöld, þeir lágu á okkur allan leikinn og þeir héldu boltanum hrikalega vel. Við áttum mjög fá svör í kvöld,“ sagði Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindvíkinga, sáttur eftir leikinn. „Þeir fengu einhver færi en ekki mikið af opnum færum og við fáum þarna 2-3 góð færi í seinni hálfleik en við vorum heilt yfir kannski heppnir að taka stig í kvöld.“ Gunnar fór ekkert í felur aðspurður út í spilamennskuna. „Við áttum heilt yfir dapran dag og þá er mikilvægt að halda í grunngildin. Vera duglegir, hreyfanlegir og sinna færslunum vel. Við vorum á afturfótunum framan af og héngum of mikið í vörn gegn liði sem er frábært með boltann. Þeir lögðu leikinn hárrétt upp og lokuðu mjög vel á okkur.“ Milos: Boltinn vildi ekki inn„Ég hef verið ánægður með spilamennskuna í síðustu fjórum leikjum en úrslitin hafa ekki verið að detta okkar megin. Nú erum við komnir aðeins með bakið upp að vegg fyrir erfiða dagskrá en við þurfum að halda áfram á sömu braut,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Blika, svekktur að leikslokum. „Þeir lentu í miklum vandræðum gegn okkur, vandræðum sem þeir hafa ekki verið að upplifa í sumar en boltinn vildi ekki inn og við þurfum að sætta okkur við það.“ Milos skaut á tilraunir sinna manna. „Það er jákvætt að það eru allir krakkarnir á vellinum í lagi, við vorum alltaf að skjóta langt langt yfir. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu reynum við að setja boltann upp í loftið í kvöld í bleytunni í stað þess að fara meðfram jörðinni,“ sagði Milos og hélt áfram: „Heilt yfir er ég ánægður með strákanna, þeir spiluðu vel og héldu boltanum vel og létu hann rúlla hratt í stað þess að halda boltanum. Við vorum ógnandi í allan dag en boltinn vildi ekki inn, ég hlakka bara til þegar við spilum ekki vel en náum að nýta færin okkar og það skilar sigri.“ Óli Stefán: Hefði þegið stig fyrir leik„Ég held að ég verði að viðurkenna það, þetta var gríðarlega erfiður leikur og við þurftum að standa varnarleikinn ofboðslega vel til að halda í þetta stig,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, aðspurður hvort þetta hefði verið erfiðasti leikur tímabilsins til þessa. „Ég vill hrósa öllum leikmönnum liðsins fyrir varnarleikinn í kvöld, allt frá fremsta manni aftur til Jajalo í markinu. Í svona deild koma svona leikir sem þú þarft að standa í gegn um og þá ertu þakklátur fyrir það stig sem þú byrjar með,“ sagði Óli og bætti við: „Ég get alveg sagt það að hefði mér verið boðið stig fyrir leik hefði ég tekið því, við vorum að mæta ótrúlega góðu liði í kvöld en náðum að loka vel á þá, sérstaklega fyrir framan vítateiginn okkar.“ Hann hrósaði Blikum fyrir spilamennskuna í kvöld. „Ég verð að hrósa Blikaliðinu fyrir spilamennskuna í kvöld, þeir voru frábærir. Þótt að þeir hafi ekki opnað okkur upp almennilega á gátt þá voru þeir frábærir í dag og settu leikinn hárrrétt upp,“ sagði Óli sem hafði ekki það sama að segja um sóknarleik sinna manna. „Við náðum aldrei takti, við náðum varla að tengja sendingar á milli manna og fórum strax að leita að úrslitasendingunni í stað þess að halda boltanum betur. Þrátt fyrir það tel ég þrjú dauðafæri sem við fengum í dag en það hefði kannski verið ósanngjarnt að stela þessu þar.“ Andri Rúnar fór meiddur af velli stuttu fyrir leikslok. „Hann var búinn að vera stífur í vikunni og fann fyrir það í hálfleik. Ég átti jafnvel von á því að hann myndi koma af velli í upphafi seinni hálfleiks en hann gaf okkur 80. mínútur og það af krafti. Hann fær núna tvær vikur til að jafna sig eins og aðrir leikmenn, þetta verður verðskulduð hvíld.“Úr leiknum í kvöld.vísir/andriBreiðablik (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 5 - Ernir Bjarnason 6 (74. Aron Bjarnason), Michee Efete 7, Damir Muminovic 7, Davíð Kristján Ólafsson 7 - Andri Rafn Yeoman 6, Arnþór Ari Atlason 6 (91. Kolbeinn Þórðarson), Gísli Eyjólfsson 8* - Höskuldur Gunnlaugsson 5, Martin Lund Pedersen 6, Hrvoje Tokic 5.Grindavík (3-4-3): Kristijan Jajalo 7 - Björn Berg Bryde 8, Matthías Örn Friðriksson 8, Jón Ingason 7 - Aron Freyr Róbertsson 7, Gunnar Þorsteinsson 7, Sam Hewson 6, Hákon Ívar Ólafsson 5 (27. Marinó Axel Helgason 6) - William Daniels 4, Alexander Veigar Þórarinsson 6, Andri Rúnar Bjarnason 5 (83. Nemanja Latinovic). Pepsi Max-deild karla
Blikar náðu ekki að nýta yfirburði sína inn á vellinum í 0-0 jafntefli í lokaleik 9. umferðar Pepsi-deildar karla gegn Grindavík í kvöld en þetta var sjötti leikur Grindvíkinga í röð án ósigurs. Nýliðar Grindavíkur gátu með sigri í kvöld komist upp að hlið Vals á toppi deildarinnar en það voru Blikar sem stýrðu leiknum strax frá fyrstu mínútu. Átti Grindavík ekki skot á markið í fyrri hálfleik en Blikar sköpuðu ekki margt þrátt fyrir að vera með boltann stærsta hluta hálfleiksins. Grindvíkingar komust aðeins inn í leikinn í seinni hálfleik og fengu fín færi en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið. Grindavík situr áfram í öðru sæti deildarinnar með átján stig en Blikar eru í því áttunda með ellefu stig.Afhverju skyldu liðin jöfn? Blikar naga sig í handbökin í kvöld eftir að hafa verið mun sterkari aðilinn en þrátt fyrir allan þann tíma sem Blikar fengu á boltann voru þeir ekki að skapa sér færi á síðasta hluta vallarins. Áttu Blikar tuttugu skot í leiknum, mörg þeirra langt utan af velli sem ógnuðu ekki markinu og kom lítil ógn úr þeim fjórtán hornspyrnum sem Blikar fengu. Grindvíkingar litu ekki vel út fram á við í leiknum en liðið var þétt og voru miðverðirnir þrír tilbúnir fyrir hvaða tilraun Blika sem er.Þessir stóðu upp úr: Varnarlínan hjá Grindavík stóð vaktina vel fyrir framan Kristijan Jajalo sem tók þá bolta sem til þurfti og björguðu þeir stigi fyrir liðsfélaga sína sem hafa oft átt betri dag. Hjá Blikum átti liðið góðan dag á öllum vígstöðum nema fyrir framan markið. Þeir héldu vel aftur af markahæsta manni deildarinnar og náðu að loka vel á uppspil Grindvíkinga. Þar var Gísli Eyjólfsson manna bestur en hann átti stóran þátt í öllum hættulegustu aðgerðum Blika í leiknum.Hvað gekk illa? Þau fáu færi sem komu í leiknum reyndu lítið á markmenn liðanna, Kristijan þurfti að taka nokkra bolta en Gunnleifur Gunnleifsson þurfti varla að fara í sturtu eftir notalegan dag í markinu. Allt spil hjá Grindvíkingum, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar miðverðirnir virtust varla sjá miðjumennina í liði sínu í stað þess að senda langan bolta upp á Andra Rúnar sem átti rólegan dag í baráttu við miðvarðapar Blika.Hvað gerist næst? Að viku liðinni taka Blikar á móti FH á heimavelli og þurfa að fara að safna stigum eftir að hafa aðeins fengið tvö stig af síðustu níu og aðeins fengið fjögur stig af fimmtán í heimaleikjum tímabilsins. Grindvíkingar fá aðeins lengri hvíld áður en þeir mæta nýliðum KA á heimavelli og gæti þessi tveggja vikna hvíld sem Grindvíkingar fá reynst þeim gríðarlega dýrmætt á meðan Andri Rúnar nær sér af meiðslunum. Gunnar: Virðum stigið eftir svona leik„Við virðum stigið í kvöld, þeir lágu á okkur allan leikinn og þeir héldu boltanum hrikalega vel. Við áttum mjög fá svör í kvöld,“ sagði Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindvíkinga, sáttur eftir leikinn. „Þeir fengu einhver færi en ekki mikið af opnum færum og við fáum þarna 2-3 góð færi í seinni hálfleik en við vorum heilt yfir kannski heppnir að taka stig í kvöld.“ Gunnar fór ekkert í felur aðspurður út í spilamennskuna. „Við áttum heilt yfir dapran dag og þá er mikilvægt að halda í grunngildin. Vera duglegir, hreyfanlegir og sinna færslunum vel. Við vorum á afturfótunum framan af og héngum of mikið í vörn gegn liði sem er frábært með boltann. Þeir lögðu leikinn hárrétt upp og lokuðu mjög vel á okkur.“ Milos: Boltinn vildi ekki inn„Ég hef verið ánægður með spilamennskuna í síðustu fjórum leikjum en úrslitin hafa ekki verið að detta okkar megin. Nú erum við komnir aðeins með bakið upp að vegg fyrir erfiða dagskrá en við þurfum að halda áfram á sömu braut,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Blika, svekktur að leikslokum. „Þeir lentu í miklum vandræðum gegn okkur, vandræðum sem þeir hafa ekki verið að upplifa í sumar en boltinn vildi ekki inn og við þurfum að sætta okkur við það.“ Milos skaut á tilraunir sinna manna. „Það er jákvætt að það eru allir krakkarnir á vellinum í lagi, við vorum alltaf að skjóta langt langt yfir. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu reynum við að setja boltann upp í loftið í kvöld í bleytunni í stað þess að fara meðfram jörðinni,“ sagði Milos og hélt áfram: „Heilt yfir er ég ánægður með strákanna, þeir spiluðu vel og héldu boltanum vel og létu hann rúlla hratt í stað þess að halda boltanum. Við vorum ógnandi í allan dag en boltinn vildi ekki inn, ég hlakka bara til þegar við spilum ekki vel en náum að nýta færin okkar og það skilar sigri.“ Óli Stefán: Hefði þegið stig fyrir leik„Ég held að ég verði að viðurkenna það, þetta var gríðarlega erfiður leikur og við þurftum að standa varnarleikinn ofboðslega vel til að halda í þetta stig,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, aðspurður hvort þetta hefði verið erfiðasti leikur tímabilsins til þessa. „Ég vill hrósa öllum leikmönnum liðsins fyrir varnarleikinn í kvöld, allt frá fremsta manni aftur til Jajalo í markinu. Í svona deild koma svona leikir sem þú þarft að standa í gegn um og þá ertu þakklátur fyrir það stig sem þú byrjar með,“ sagði Óli og bætti við: „Ég get alveg sagt það að hefði mér verið boðið stig fyrir leik hefði ég tekið því, við vorum að mæta ótrúlega góðu liði í kvöld en náðum að loka vel á þá, sérstaklega fyrir framan vítateiginn okkar.“ Hann hrósaði Blikum fyrir spilamennskuna í kvöld. „Ég verð að hrósa Blikaliðinu fyrir spilamennskuna í kvöld, þeir voru frábærir. Þótt að þeir hafi ekki opnað okkur upp almennilega á gátt þá voru þeir frábærir í dag og settu leikinn hárrrétt upp,“ sagði Óli sem hafði ekki það sama að segja um sóknarleik sinna manna. „Við náðum aldrei takti, við náðum varla að tengja sendingar á milli manna og fórum strax að leita að úrslitasendingunni í stað þess að halda boltanum betur. Þrátt fyrir það tel ég þrjú dauðafæri sem við fengum í dag en það hefði kannski verið ósanngjarnt að stela þessu þar.“ Andri Rúnar fór meiddur af velli stuttu fyrir leikslok. „Hann var búinn að vera stífur í vikunni og fann fyrir það í hálfleik. Ég átti jafnvel von á því að hann myndi koma af velli í upphafi seinni hálfleiks en hann gaf okkur 80. mínútur og það af krafti. Hann fær núna tvær vikur til að jafna sig eins og aðrir leikmenn, þetta verður verðskulduð hvíld.“Úr leiknum í kvöld.vísir/andriBreiðablik (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 5 - Ernir Bjarnason 6 (74. Aron Bjarnason), Michee Efete 7, Damir Muminovic 7, Davíð Kristján Ólafsson 7 - Andri Rafn Yeoman 6, Arnþór Ari Atlason 6 (91. Kolbeinn Þórðarson), Gísli Eyjólfsson 8* - Höskuldur Gunnlaugsson 5, Martin Lund Pedersen 6, Hrvoje Tokic 5.Grindavík (3-4-3): Kristijan Jajalo 7 - Björn Berg Bryde 8, Matthías Örn Friðriksson 8, Jón Ingason 7 - Aron Freyr Róbertsson 7, Gunnar Þorsteinsson 7, Sam Hewson 6, Hákon Ívar Ólafsson 5 (27. Marinó Axel Helgason 6) - William Daniels 4, Alexander Veigar Þórarinsson 6, Andri Rúnar Bjarnason 5 (83. Nemanja Latinovic).