Óli Stefán: Þakka Hjörvari fyrir þessi ummæli Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 13:00 Grindavík hefur komið liða mest á óvart í Pepsi-deild karla í fótbolta en það er í öðru sæti með 17 stig eftir átta leiki og getur komist á toppinn í kvöld. Grindjánar þurfa reyndar að vinna Breiðablik með þremur mörkum ætli þeir sér að hirða toppsætið af Val en nýliðunum hefur gengið vel á útivelli í sumar. Þeir eru búnir að vinna alla útileiki sína og hafa ekki tapað leik síðan í þriðju umferð. Þrátt fyrir þetta góða gengi láta Grindvíkingar umtal um liðið ekki hafa áhrif á sig; hvorki gott né slæmt umtal. „Nei, í sjálfu sér ekki. Það er ótrúlega skrítið fyrir mig að vera í þessari stöðu en ég er mjög einbeittur á það að láta ekki aðra eða önnur álit trufla mig. Ég reyni að halda bara sjó,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari liðsins, en Teigurinn heimsótti Grindavík á æfingu í síðustu viku. „Ef ég væri að fara að elta uppi allt sem þið eruð að segja færi maður á eitthvað ferðalag sem er kannski erfitt að snúa til baka úr.“ Gunnar Þorsteinsson tók undir orð þjálfarans. „Við erum ekkert hörundsárir. Við viljum frekar láta verkin tala. Það var einn frá ykkur sem sagði um daginn að við værum engin meistaraefni en okkar markmið er bara að halda sér í deildinni og svo skoða málin út frá því,“ sagði fyrirliðinn. Ummælin sem Gunnar talar um komu frá Hjörvari Hafliðasyni, fótboltasérfræðingi 365, í síðasta þætti Pepsi-markanna. Þar sagði hann öllum að gleyma bara Grindavík í titilbaráttunni. Grindvíkingar hafa nýtt sér allt svona til að hvetja liðið áfram og hengja upp ummæli sérfræðinga og annarra upp á vegg hjá sér í klefanum. „Ég sá því miður ekki þessi ummæli en var búin að heyra af þeim en ég þakka Hjörvari fyrir það. Þetta hjálpar alveg,“ segir Óli Stefán Flóventsson. Innslagið úr Teignum má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Mikkel þurfti bara tvær tilraunir í Vodafone áskoruninni | Myndband Vodafone áskorunin er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:45 Teigurinn: Fjölþjóðlegt Eyjalið gerði engar rósir í hornspyrnukeppninni | Myndband Það fer að draga til tíðinda í hornspyrnukeppni Teigsins, vikulegs þáttar um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Grindavík hefur komið liða mest á óvart í Pepsi-deild karla í fótbolta en það er í öðru sæti með 17 stig eftir átta leiki og getur komist á toppinn í kvöld. Grindjánar þurfa reyndar að vinna Breiðablik með þremur mörkum ætli þeir sér að hirða toppsætið af Val en nýliðunum hefur gengið vel á útivelli í sumar. Þeir eru búnir að vinna alla útileiki sína og hafa ekki tapað leik síðan í þriðju umferð. Þrátt fyrir þetta góða gengi láta Grindvíkingar umtal um liðið ekki hafa áhrif á sig; hvorki gott né slæmt umtal. „Nei, í sjálfu sér ekki. Það er ótrúlega skrítið fyrir mig að vera í þessari stöðu en ég er mjög einbeittur á það að láta ekki aðra eða önnur álit trufla mig. Ég reyni að halda bara sjó,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari liðsins, en Teigurinn heimsótti Grindavík á æfingu í síðustu viku. „Ef ég væri að fara að elta uppi allt sem þið eruð að segja færi maður á eitthvað ferðalag sem er kannski erfitt að snúa til baka úr.“ Gunnar Þorsteinsson tók undir orð þjálfarans. „Við erum ekkert hörundsárir. Við viljum frekar láta verkin tala. Það var einn frá ykkur sem sagði um daginn að við værum engin meistaraefni en okkar markmið er bara að halda sér í deildinni og svo skoða málin út frá því,“ sagði fyrirliðinn. Ummælin sem Gunnar talar um komu frá Hjörvari Hafliðasyni, fótboltasérfræðingi 365, í síðasta þætti Pepsi-markanna. Þar sagði hann öllum að gleyma bara Grindavík í titilbaráttunni. Grindvíkingar hafa nýtt sér allt svona til að hvetja liðið áfram og hengja upp ummæli sérfræðinga og annarra upp á vegg hjá sér í klefanum. „Ég sá því miður ekki þessi ummæli en var búin að heyra af þeim en ég þakka Hjörvari fyrir það. Þetta hjálpar alveg,“ segir Óli Stefán Flóventsson. Innslagið úr Teignum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Mikkel þurfti bara tvær tilraunir í Vodafone áskoruninni | Myndband Vodafone áskorunin er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:45 Teigurinn: Fjölþjóðlegt Eyjalið gerði engar rósir í hornspyrnukeppninni | Myndband Það fer að draga til tíðinda í hornspyrnukeppni Teigsins, vikulegs þáttar um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Teigurinn: Mikkel þurfti bara tvær tilraunir í Vodafone áskoruninni | Myndband Vodafone áskorunin er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:45
Teigurinn: Fjölþjóðlegt Eyjalið gerði engar rósir í hornspyrnukeppninni | Myndband Það fer að draga til tíðinda í hornspyrnukeppni Teigsins, vikulegs þáttar um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:00