Íslenski boltinn

Pedersen genginn í raðir Vals

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pedersen varð markakóngur Pepsi-deildarinnar síðast þegar hann spilaði hér á landi.
Pedersen varð markakóngur Pepsi-deildarinnar síðast þegar hann spilaði hér á landi. vísir/vilhelm
Valur hefur gengið frá kaupunum á danska framherjanum Patrick Pedersen frá Viking í Noregi. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Val.

Pedersen, sem er 25 ára, þekkir vel til hjá Val en hann lék 47 leiki með liðinu á árunum 2013-15 og skoraði 28 mörk.

Pedersen kom upphaflega til Vals frá Vendsyssel um mitt sumar 2013. Hann skoraði þá fimm mörk í níu deildarleikjum. Árið eftir skoraði Pedersen sex mörk í 13 deildarleikjum.

Sumarið 2015 skoraði Pedersen 13 mörk fyrir Val í Pepsi-deildinni og fékk gullskóinn. Sama sumar varð hann bikarmeistari með Val og skoraði fjögur mörk í fimm bikarleikjum.

Eftir tímabilið 2015 gekk Pedersen til liðs við Viking í Noregi þar sem hann skoraði 12 mörk í 38 leikjum.

Pedersen getur byrjað að spila með Val þegar félagaskiptaglugginn opnast um miðjan júlí.

Valur er með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi-deildarinnar þegar átta umferðum er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×