Háttsettir repúblikanar gagnrýna tíst Trump Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2017 07:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Háttsettir Repúblikanar hafa gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir nýjustu Twitter færslur hans, þar sem hann hraunar bókstaflega yfir fréttamenn MSNBC fréttastöðvarinnar, þau Mika Brzezinski og Joe Scarborough. Þau höfðu verið að gagnrýna forsetann í spjallþætti sínum og Trump brást ókvæða við á Twitter og sagði Mika vera með lága greindarvísitölu og brjálaða. Hann bætti síðan við að það hefði blætt úr andliti hennar vegna lýtaaðgerða sem hún hefði gengist undir þegar hann hitti hana í Flórída um síðustu áramót. Þá réðst hann einnig að Scarborough og sagði hann geðveikan. Sjá einnig: Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Háttsettir Repúblikanar á borð við Lindsey Graham hafa komið fréttafólkinu til varnar og sagt að ummælin hæfi ekki forseta Bandaríkjanna. „Hr. Forseti, tíst þitt var fyrir neðan virðingu embættisins og táknar það sem er stjórnmálum Bandaríkjanna. Ekki það sem er frábært í Bandaríkjunum,“ sagði Graham.Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana, var á svipuðum slóðum samkvæmt BBC. „Ég fæ ekki séð hvernig þessi ummæli eru viðeigandi. Það sem við erum að reyna að gera er að bæta tóninn og kurteisi í umræðunni. Þetta hjálpar augljóslega ekki til,“ sagði Ryan. Þingmaðurinn Ben Sasse bað forsetann um að vinsamlegast hætta hegðun sem þessari. Hún væri ekki eðlileg og fyrir neðan virðingu embættisins.Starfsmenn Hvíta hússins hafa þó komið Trump til varnar. Sarah Huckabee Sanders, talskona, sagðist ekki vita til þess að atviki hefði komið upp þar sem Trump svaraði ekki fyrir sig. „Fólkið í þessum þætti hefur ráðist á hans persónu mörgu sinnum. Þetta er forseti sem berst gegn eldi með eldi. Hann mun ekki sæta einelti frá vinstri sinnuðum fjölmiðlum og frjálslyndri elítu innan fjölmiðla Hollywood og bara hvar sem er,“ sagði Huckabee. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Háttsettir Repúblikanar hafa gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir nýjustu Twitter færslur hans, þar sem hann hraunar bókstaflega yfir fréttamenn MSNBC fréttastöðvarinnar, þau Mika Brzezinski og Joe Scarborough. Þau höfðu verið að gagnrýna forsetann í spjallþætti sínum og Trump brást ókvæða við á Twitter og sagði Mika vera með lága greindarvísitölu og brjálaða. Hann bætti síðan við að það hefði blætt úr andliti hennar vegna lýtaaðgerða sem hún hefði gengist undir þegar hann hitti hana í Flórída um síðustu áramót. Þá réðst hann einnig að Scarborough og sagði hann geðveikan. Sjá einnig: Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Háttsettir Repúblikanar á borð við Lindsey Graham hafa komið fréttafólkinu til varnar og sagt að ummælin hæfi ekki forseta Bandaríkjanna. „Hr. Forseti, tíst þitt var fyrir neðan virðingu embættisins og táknar það sem er stjórnmálum Bandaríkjanna. Ekki það sem er frábært í Bandaríkjunum,“ sagði Graham.Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana, var á svipuðum slóðum samkvæmt BBC. „Ég fæ ekki séð hvernig þessi ummæli eru viðeigandi. Það sem við erum að reyna að gera er að bæta tóninn og kurteisi í umræðunni. Þetta hjálpar augljóslega ekki til,“ sagði Ryan. Þingmaðurinn Ben Sasse bað forsetann um að vinsamlegast hætta hegðun sem þessari. Hún væri ekki eðlileg og fyrir neðan virðingu embættisins.Starfsmenn Hvíta hússins hafa þó komið Trump til varnar. Sarah Huckabee Sanders, talskona, sagðist ekki vita til þess að atviki hefði komið upp þar sem Trump svaraði ekki fyrir sig. „Fólkið í þessum þætti hefur ráðist á hans persónu mörgu sinnum. Þetta er forseti sem berst gegn eldi með eldi. Hann mun ekki sæta einelti frá vinstri sinnuðum fjölmiðlum og frjálslyndri elítu innan fjölmiðla Hollywood og bara hvar sem er,“ sagði Huckabee.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira