Hugsanaflutningur mögulegur fyrr en okkur grunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2017 11:23 Skýringarmyndir Openwater eru eins og úr vísindaskáldskap. Openwater Ímyndaðu þér að hugsanaflutningur væri raunverulegur. Þú gætir til að mynda flutt hugsanir þínar í tölvu eða til annarrar manneskju - með hugsuninni einni saman. Stofnandi fyrirtækisins Openwater, Mary Lou Jepsen, segir að fólk þurfi ekki að bíða í meira en 8 ár áður en þetta verði orðið að veruleika. Jepsen en sprenglærð og á langan feril í tæknigeiranum. Hún hefur til að mynda starfað fyrir Facebook, sýndarveruleikafyrirtækið Oculus, Google og Intel. Þá hefur hún einnig kennt í MIT og er eigandi rúmlega 100 einkaleyfa. Hún sagði skilið við Facebook árið 2016 til að stofna Openwater. Markmið fyrirtækisins er að draga úr kostnaði við hverskyns myndatökur í heilbrigðiskerfinu. „Við komumst í stuttu máli að því hvernig hægt væri að setja tæknina að baki segulómun - sem alla jafna er bundin við tæki sem kostar milljónir dala - inn í húfu, sagði Jepsen í samtali við CNBC en hún vinnur nú að frumgerð tækninnar.Mary Lou Jepsen á langan feril í tæknigeiranum að baki.Vísir/gettyEn hvað hefur það með hugsanalestur að gera? Jepsen útskýrir að segulómunartæknin getur nú þegar lesið hugsanir þínar. „Ef ég setti þig í segulómtæki núna gæti ég sagði þér hvað þú værir að fara að segja, hvaða myndir þú sæir fyrir þér og hvaða tónlist þú værir að hugsa um,“ segir Jepsen. „Þetta er tæknin í dag og ég er að smækka hana.“ Hún segir að markmiði sé að tæknin, sem komið hefur verið fyrir í húfunni, geti einn daginn bæði lesið okkar eigin hugsanir, sem og hugsanir annarra. Draumurinn sé að hægt verði síðan flytja þessar hugsanir á milli. Ef draumur hennar verður að veruleika má gera ráð fyrir því að þegar hægt verði að deila hugmyndum og hugsunum á ógnarhraða muni það flýta öllu ferlinu á bakvið sköpun, lærdóm og samskipti. Það taki sinn tíma í dag að deila hugmyndum, hvort sem það er skriflega eða með öðrum samskiptum. Hugsanaflutningur er hins vegar tafarlaus. Nánar má fræðast um rannsóknir Jepsen á vef CNBC. Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Ímyndaðu þér að hugsanaflutningur væri raunverulegur. Þú gætir til að mynda flutt hugsanir þínar í tölvu eða til annarrar manneskju - með hugsuninni einni saman. Stofnandi fyrirtækisins Openwater, Mary Lou Jepsen, segir að fólk þurfi ekki að bíða í meira en 8 ár áður en þetta verði orðið að veruleika. Jepsen en sprenglærð og á langan feril í tæknigeiranum. Hún hefur til að mynda starfað fyrir Facebook, sýndarveruleikafyrirtækið Oculus, Google og Intel. Þá hefur hún einnig kennt í MIT og er eigandi rúmlega 100 einkaleyfa. Hún sagði skilið við Facebook árið 2016 til að stofna Openwater. Markmið fyrirtækisins er að draga úr kostnaði við hverskyns myndatökur í heilbrigðiskerfinu. „Við komumst í stuttu máli að því hvernig hægt væri að setja tæknina að baki segulómun - sem alla jafna er bundin við tæki sem kostar milljónir dala - inn í húfu, sagði Jepsen í samtali við CNBC en hún vinnur nú að frumgerð tækninnar.Mary Lou Jepsen á langan feril í tæknigeiranum að baki.Vísir/gettyEn hvað hefur það með hugsanalestur að gera? Jepsen útskýrir að segulómunartæknin getur nú þegar lesið hugsanir þínar. „Ef ég setti þig í segulómtæki núna gæti ég sagði þér hvað þú værir að fara að segja, hvaða myndir þú sæir fyrir þér og hvaða tónlist þú værir að hugsa um,“ segir Jepsen. „Þetta er tæknin í dag og ég er að smækka hana.“ Hún segir að markmiði sé að tæknin, sem komið hefur verið fyrir í húfunni, geti einn daginn bæði lesið okkar eigin hugsanir, sem og hugsanir annarra. Draumurinn sé að hægt verði síðan flytja þessar hugsanir á milli. Ef draumur hennar verður að veruleika má gera ráð fyrir því að þegar hægt verði að deila hugmyndum og hugsunum á ógnarhraða muni það flýta öllu ferlinu á bakvið sköpun, lærdóm og samskipti. Það taki sinn tíma í dag að deila hugmyndum, hvort sem það er skriflega eða með öðrum samskiptum. Hugsanaflutningur er hins vegar tafarlaus. Nánar má fræðast um rannsóknir Jepsen á vef CNBC.
Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira