Þetta sagði Trump þegar hann ávarpaði fjöldafund á Krasinski-torgi í pólsku höfuðborginni Varsjá fyrr í dag.
Dmitri Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, hafnaði orðum Trump og sagði Rússa ekki vera grafa undan ástandinu í Úkraínu.
Trump er nú kominn til Þýskalands þar sem hann mun sækja leiðtogafund G20-ríkjanna í Hamborg. Trump mun á morgun funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í fyrsta sinn.
Trump sagði að framtíð vestrænnar siðmenningar vera í húfi auk þess að hann varaði við þeirri ógn sem stafar af hryðjuverka- og öfgamönnum.
„Reynsla Póllands minnir okkur á að það hvílir ekki bara á þeim leiðum sem í boði eru að verja Vestrið, heldur einnig á vilja Vesturlandabúa að verða yfirsterkari,“ sagði Trump. „Grundvallarspurning okkar tíma er hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af.“
Forsetinn ítrekaði jafnframt að Bandaríkin stæðu þétt með bandamönnum sínum í NATO og að Bandaríkin telji sig skuldbundin af 5. grein NATO-sáttmálans.
Að neðan má horfa á ræðu Trump í heild sinni.