Donald Trump lumbrar á CNN Samúel Karl Ólason skrifar 2. júlí 2017 15:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi á Twitter í dag breyttu myndbandi frá árinu 2007. Þá tók hann þátt í fjölbragðaglímu þar sem hann þóttist ráðast á mann. Myndbandinu hefur þó verið breytt og í stað andlits mannsins er nú merki CNN fréttastöðvarinnar. Því má sjá Trump lumbra á CNN í myndbandinu. Við myndbandið bætti Trump við myllumerkjunum #FraudNewsCNN og #FNN fyrir „Fraud News Network“. #FraudNewsCNN #FNN pic.twitter.com/WYUnHjjUjg— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 2, 2017 Samkvæmt Washington Post var myndbandið birt á Reddit fyrir nokkrum dögum. Þetta gerði forseti Bandaríkjanna degi eftir að hann varði samfélagsmiðlanotkun sína með því að segja að hún hentaði nútíma forseta. Hann er nú í fríi í golfklúbbi sínum í New Jersey, en talsmaður hans neitaði að tjá sig um tístið.Brian Stelter, fréttamaður CNN, birti yfirlýsingu frá starfsmönnum CNN þar sem segir að starfsmenn CNN muni halda áfram að vinna vinnuna sína og að Trump ætti að „byrja að vinna sína“. Almannatengsladeild CNN svaraði Trump einnig á Twitter með því að rifja upp ummæli talskonu hans Söruh Huckabee frá því á fimmtudaginn. „Forsetinn hefur aldrei á nokkurn hátt ýtt undir eða hvatt til ofbeldis. Ef eitthvað þá er því öfugt farið.“"The President in no way form or fashion has ever promoted or encouraged violence. If anything, quite the contrary." - @SHSanders45 6/29/17— CNN Communications (@CNNPR) July 2, 2017 Eftir að Huckabee lét þessi orð falla fóru blaðamenn Washington Post yfir fjölmörg skipti þar sem Trump hvatti til ofbeldis.Hann hefur verið kærður fyrir að hvetja til ofbeldis. Á kosningafundum sínum fyrir kosningarnar í fyrra komu upp nokkur tilvik þar sem Trump hvatti til ofbeldis. Á einum slíkum fundi í nóvember 2015 sagði hann stuðningsmönnum sínum að reka mótmælanda út úr salnum. „Komið honum út. Hendið honum út,“ sagði forsetinn. Næsta dag birtust myndbönd þar sem verið var að beita þennan mann ofbeldi og Trump sagði að mótmælandinn hefði verið svo góður með sig að hann hefði „kannski átt skilið“ að vera laminn. Í mars í fyrra komu upp nokkur atvik þar sem forsetinn hvatti til ofbeldis. Meðal annars í eitt skipti þegar hann var að segja stuðningsmönnum sínum að reka annan mótmælenda á brott. Þá sagði hann að í gamla daga hefðu mótmælendur ekki látið sjá sig því það hefði verið komið fram við þá á grófan hátt. Sömuleiðis sagðist hann í eitt sinn ætla að greiða lögfræðikostnað þeirra stuðningsmanna sinna sem ráku mótmælenda út úr sal, ef þeir myndu slysast til að meiða hann. Þar að auki sagði Trump í fyrra að byssueigendur gætu „gert eitthvað í því“ að Hillary Clinton ætlaði sér að taka byssurnar af þeim.Trump punches CNN in a juvenile tweet, CNN calls it a sad day when President encourages violence against reporters https://t.co/56M6WXNHgX pic.twitter.com/VVwPvQ5rA1— CNN Breaking News (@cnnbrk) July 2, 2017 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi á Twitter í dag breyttu myndbandi frá árinu 2007. Þá tók hann þátt í fjölbragðaglímu þar sem hann þóttist ráðast á mann. Myndbandinu hefur þó verið breytt og í stað andlits mannsins er nú merki CNN fréttastöðvarinnar. Því má sjá Trump lumbra á CNN í myndbandinu. Við myndbandið bætti Trump við myllumerkjunum #FraudNewsCNN og #FNN fyrir „Fraud News Network“. #FraudNewsCNN #FNN pic.twitter.com/WYUnHjjUjg— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 2, 2017 Samkvæmt Washington Post var myndbandið birt á Reddit fyrir nokkrum dögum. Þetta gerði forseti Bandaríkjanna degi eftir að hann varði samfélagsmiðlanotkun sína með því að segja að hún hentaði nútíma forseta. Hann er nú í fríi í golfklúbbi sínum í New Jersey, en talsmaður hans neitaði að tjá sig um tístið.Brian Stelter, fréttamaður CNN, birti yfirlýsingu frá starfsmönnum CNN þar sem segir að starfsmenn CNN muni halda áfram að vinna vinnuna sína og að Trump ætti að „byrja að vinna sína“. Almannatengsladeild CNN svaraði Trump einnig á Twitter með því að rifja upp ummæli talskonu hans Söruh Huckabee frá því á fimmtudaginn. „Forsetinn hefur aldrei á nokkurn hátt ýtt undir eða hvatt til ofbeldis. Ef eitthvað þá er því öfugt farið.“"The President in no way form or fashion has ever promoted or encouraged violence. If anything, quite the contrary." - @SHSanders45 6/29/17— CNN Communications (@CNNPR) July 2, 2017 Eftir að Huckabee lét þessi orð falla fóru blaðamenn Washington Post yfir fjölmörg skipti þar sem Trump hvatti til ofbeldis.Hann hefur verið kærður fyrir að hvetja til ofbeldis. Á kosningafundum sínum fyrir kosningarnar í fyrra komu upp nokkur tilvik þar sem Trump hvatti til ofbeldis. Á einum slíkum fundi í nóvember 2015 sagði hann stuðningsmönnum sínum að reka mótmælanda út úr salnum. „Komið honum út. Hendið honum út,“ sagði forsetinn. Næsta dag birtust myndbönd þar sem verið var að beita þennan mann ofbeldi og Trump sagði að mótmælandinn hefði verið svo góður með sig að hann hefði „kannski átt skilið“ að vera laminn. Í mars í fyrra komu upp nokkur atvik þar sem forsetinn hvatti til ofbeldis. Meðal annars í eitt skipti þegar hann var að segja stuðningsmönnum sínum að reka annan mótmælenda á brott. Þá sagði hann að í gamla daga hefðu mótmælendur ekki látið sjá sig því það hefði verið komið fram við þá á grófan hátt. Sömuleiðis sagðist hann í eitt sinn ætla að greiða lögfræðikostnað þeirra stuðningsmanna sinna sem ráku mótmælenda út úr sal, ef þeir myndu slysast til að meiða hann. Þar að auki sagði Trump í fyrra að byssueigendur gætu „gert eitthvað í því“ að Hillary Clinton ætlaði sér að taka byssurnar af þeim.Trump punches CNN in a juvenile tweet, CNN calls it a sad day when President encourages violence against reporters https://t.co/56M6WXNHgX pic.twitter.com/VVwPvQ5rA1— CNN Breaking News (@cnnbrk) July 2, 2017
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira