Við myndbandið bætti Trump við myllumerkjunum #FraudNewsCNN og #FNN fyrir „Fraud News Network“.
#FraudNewsCNN #FNN pic.twitter.com/WYUnHjjUjg
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 2, 2017
Þetta gerði forseti Bandaríkjanna degi eftir að hann varði samfélagsmiðlanotkun sína með því að segja að hún hentaði nútíma forseta. Hann er nú í fríi í golfklúbbi sínum í New Jersey, en talsmaður hans neitaði að tjá sig um tístið.
Brian Stelter, fréttamaður CNN, birti yfirlýsingu frá starfsmönnum CNN þar sem segir að starfsmenn CNN muni halda áfram að vinna vinnuna sína og að Trump ætti að „byrja að vinna sína“.
Almannatengsladeild CNN svaraði Trump einnig á Twitter með því að rifja upp ummæli talskonu hans Söruh Huckabee frá því á fimmtudaginn.
„Forsetinn hefur aldrei á nokkurn hátt ýtt undir eða hvatt til ofbeldis. Ef eitthvað þá er því öfugt farið.“
"The President in no way form or fashion has ever promoted or encouraged violence. If anything, quite the contrary." - @SHSanders45 6/29/17
— CNN Communications (@CNNPR) July 2, 2017
Á kosningafundum sínum fyrir kosningarnar í fyrra komu upp nokkur tilvik þar sem Trump hvatti til ofbeldis. Á einum slíkum fundi í nóvember 2015 sagði hann stuðningsmönnum sínum að reka mótmælanda út úr salnum. „Komið honum út. Hendið honum út,“ sagði forsetinn.
Næsta dag birtust myndbönd þar sem verið var að beita þennan mann ofbeldi og Trump sagði að mótmælandinn hefði verið svo góður með sig að hann hefði „kannski átt skilið“ að vera laminn.
Í mars í fyrra komu upp nokkur atvik þar sem forsetinn hvatti til ofbeldis. Meðal annars í eitt skipti þegar hann var að segja stuðningsmönnum sínum að reka annan mótmælenda á brott.
Þá sagði hann að í gamla daga hefðu mótmælendur ekki látið sjá sig því það hefði verið komið fram við þá á grófan hátt. Sömuleiðis sagðist hann í eitt sinn ætla að greiða lögfræðikostnað þeirra stuðningsmanna sinna sem ráku mótmælenda út úr sal, ef þeir myndu slysast til að meiða hann.
Þar að auki sagði Trump í fyrra að byssueigendur gætu „gert eitthvað í því“ að Hillary Clinton ætlaði sér að taka byssurnar af þeim.
Trump punches CNN in a juvenile tweet, CNN calls it a sad day when President encourages violence against reporters https://t.co/56M6WXNHgX pic.twitter.com/VVwPvQ5rA1
— CNN Breaking News (@cnnbrk) July 2, 2017