Einnig náðist ekki meirihluti á þinginu fyrir því að fella niður lögin eins og þau eru í dag. Trump lagði í gær til að það yrði gert svo hægt væri að byggja kerfið upp að nýju frá gruni.
Repúblikanaflokkurinn hefur ætlað sér að fella niður Obamacare og koma upp nýju kerfi í sjö ár. Þann tíma hefur það verið eitt af helstu baráttumálum flokksins, sem ætti nú að vera í kjörstöðu til þess. Flokkurinn stjórnar báðum deildum þingsins og forsetaembættinu.
Þrír öldungadeildarþingmenn flokksins hafa opinberað afstöðu sína og sagt að þeir muni ekki styðja frumvarpið. Repúblikanar á þinginu eru einungis 52 og var það því nóg. Þar að auki eru fleiri þingmenn sem eru sagðir vera á móti frumvarpinu, án þess að hafa gert það opinbert.
McConnell tilkynnti svo í gær að atkvæðagreiðslan færi fram í næstu viku og sagði að henni hefði verið frestað, meðal annars, að beiðni forsetans.