Umfjöllun og viðtöl: Víkingur Ó. - ÍA 1-0 | Ólsarar með tvo sigurleiki í röð Þór Símon Hafþórsson skrifar 17. júlí 2017 21:30 Ólsarar unnu frækinn sigur á FH-ingum í síðustu umferð. vísir/anton Víkingur Ó sigraði Skagamenn í kvöld í bragðdaufum leik. Um sex stiga fallslag var að ræða og því var mikið undir. Víkingur Ó. fékk draumabyrjun er Guðmundur Steinn kom liðinu yfir eftir 16 mínútna leik með laglegri afgreiðslu er hann setti boltann yfir Kale í markinu. Patryk Stefanski fékk að líta sitt annað gula spjald undir lok fyrri hálfleiks eftir að henda sér fullharkalega í Cristian Martinez, markvörð Ólsara, sem hafði verið á undan Patryk að ná boltanum. Seinni hálfleikur var mjög bragðdaufur og þrátt fyrir nokkur ágætis færi náðu Skagamenn ekki að jafna metin og því þrjú stig staðreynd fyrir Víking Ó.Afhverju vann Víkingur Ó. Víkingur Ó. vann ekki með betri spilamennsku í dag en liðið átti, þrátt fyrir það, sigurinn alveg skilið. Víkingur Ó. nýtti færið sitt og fékk svo sigurinn nánast upp í hendurnar er Patryk lét reka sig útaf með tveimur gulum spjöldum á þremur mínútum. Þrátt fyrir að vera manni færri þá var það ÍA sem „stýrði“ leiknum en Víkingur Ó. héldu þó góðu skipulagi og sigldi sigrinum heim. Ekki fallegasti sigur sumarsins en gífurlega dýrmætur engu að síður. Ejub, þjálfari liðsins, getur verið sérstaklega sáttur með varnarleik liðsins, sem var, mikill hausverkur framan af sumri en Ejub virðist vera búinn að kippa honum í lag. Það gæti reynst ansi dýrmætt ætli liðið að halda sér uppi.Hverjir stóðu upp úr? Eins og áður kom fram var þetta ekki fallegur leikur á að horfa en varnarmenn Ólafsvíkinga voru stjörnur kvöldsins. Tomasz Luba var mjög góður, sem og Ignacio Heras á meðan Aleix stóð sína plikt en er þó full villtur á köflum. Þrátt fyrir að vinna gat liðið varla sett saman tvær sendingar í leiknum. ÍA spilaði aftur á móti ágætlega án þess að skapa sér nein alvöru færi. Albert Hafsteinsson var ágætur en þar við situr. Þessi leikur var einfaldlega ekki mikið fyrir augað.Hvað gekk illa? Það fer auðvitað ekki á milli mála að spilið gekk illa sem og að skapa færi. Ég vil ekki að endurtaka mig mikið og þú sem lesandi nennir líklega ekki að lesa sömu tugguna aftur og aftur. Það sem mér fannst undarlegt við leikinn var hversu varkárir Ólsarar voru en trekk í trekk setti liðið boltann til baka þegar sóknarmenn voru búnir að finna fín svæði. Það gerði það að verkum að leikurinn, og sérstaklega seinni hálfleikurinn, var drep leiðinlegur á að horfa. En til þess að gera leikinn jafn óspennandi þá það þarf tvo til. Skagamenn voru ekki nógu grimmir miðað við stöðu liðsins og sérstaklega í ljósi þess hversu varkárir heimamenn voru. Það virtist vera fínn möguleiki á að taka leikinn yfir í seinni hálfleik með eilítið meiri grimmd or greddu en slíkt var ekki að finna hjá Skagamönnum nema í litlum og mjög óreglulegum skömmtum.Hvað gerist næst? Ólsarar fá toppliðið, Val, í heimsókn en Víkingur Ó. hefur nú unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum og eru einungis með eitt tap á bakinu í síðustu fimm leikjum. Spurning hvort Ejub finni einhverja leið til að stríða Óla Jó og hans mönnum frá Hlíðarenda. Skagamenn heimsækja ríkjandi Íslandsmeistara í FH en Víkingur Ó. sigraði þar á dögunum. Skagamenn sitja á botninum og bráðvantar stig og framundan eru margir erfiðir leikir. Næstu þrír leikir liðsins eru gegn FH, Val og KR. Gunnlaugur verður að finna lausnir á gengi liðsins og það hratt.Gunnlaugur Jónsson: Verðum að halda hausnum uppi Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var að vonum svekktur eftir tap Skagamanna í kvöld gegn Víkingi Ólafsvík. Leikurinn var nokkurskonar sex stiga fallslagur en bæði lið eru nálægt botni deildarinnar. Hann sagði að markið og rauða spjaldið hefði slegið sína menn útaf laginu. „Mér fannst við takast vel á við það og við vera með yfirhöndina. Við fengum ekki nógu mörg færi en fengum þó færi sem við hefðum getað nýtt betur en boltinn vildi því miður ekki fara inn.“ Hann sagðist ekki geta kvartað yfir rauða spjaldinu og sérstaklega í ljósi þess að Patryk var á gulu spjaldi en hann fór háskalega í Cristian Martinez, markmann Ólafsvíkinga, í baráttu um boltann. Hann segir stöðu liðsins ekki vera góða sem stendur í deildinni en telur ÍA vera með nógu gott lið til að halda sæti sínu í deildinni. „Þetta féll ekki með okkur í dag en við verðum að halda hausnum uppi.“Ejub Purisevic: Batnandi mönnum er best að lifa Ejub Purisevic var að vonum ánægður með sigurinn gegn Skagamönnum í dag. Hann sagði þó að sitt lið hefði ekki spilað neitt sérstaklega vel en vörnin hefði haldið og stiginn þrjú væri það sem skipti mestu máli. Hann gagnrýndi þó leikmenn sína eilítið fyrir að missa hausinn undir lok fyrri hálfleiks en þá var mikill hiti í mönnum hjá báðum liðum og gul spjöld fóru á loft full oft. „Ég veit ekki af hverju við vorum að taka þátt í því. Við vorum marki yfir og þeir með rautt spjald. Mér fannst það lélegt af okkur og nokkuð sérstakt en spennustigið var auðvitað hátt. Þetta er auðvitað nágrannaslagur.“ En Ejub var mest megins bara hinn ánægðasti en þetta er annað sinn í sumar og þar að auki í röð sem Víkingur Ó. heldur hreinu í deildinni en sú kúnst hafði reynst liðinu ansi erfið framan af sumri. „Batnandi mönnum er best að lifa, er það ekki?“ sagði skælbrosandi Ejub.Guðmundur Steinn: Hefðum átt að spila miklu betur Guðmundur Steinn skoraði eina mark leiksins í sigir Ólafsvíkinga á Skagamönnum en þrátt fyrir sigurinn taldi hann að liðið hefði átt að spila betur. „Ég er rosalega sáttur með markið og sigurinn en við hefðum átt að spila mikið betur. Ég ætla ekki að neita því.“ Hann hrósaði varnarleik liðsins og sagði hann hafa verið að lagast mikið á undanförnu þrátt fyrir að mörk hafi dottið inn hér og þar. Hann sagði rauða spjaldið hafa verið réttur dómur en var alveg handviss um að um algjört óviljaverk hafi verið að ræða „Þetta leit ekki vel út en ég ætla alls ekki að ætla honum það að hann hafi ætlað að meiða Cristian.“ Víkingur Ó. situr sem stendur í 7. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti.Arnar Már: Það er ekkert stress á okkur Arnar Már Guðjónsson, fyrirliði ÍA, var ekki ánægður í leikslok og sagði sína menn ekki hafa skapað nógu mörk færi miðað við hversu mikið liðið var með boltann. „Við náðum ekki að fá opin færi og flest tækifæri okkar voru að koma úr föstum leikatriðum. Þeir voru mjög þéttir og gáfu ekki mörg færi á sér.“ Hann segir að leikmenn liðsins séu ekki orðnir stressaðir þrátt fyrir að liðið sé á botninum þegar mótið er hálfnað. „Ég lít svo á að við getum unnið öll liðin í deildinni á okkar degi. Það er ekkert stress á okkur þrátt fyrir að við áttum okkur alveg á stöðunni.“ Pepsi Max-deild karla
Víkingur Ó sigraði Skagamenn í kvöld í bragðdaufum leik. Um sex stiga fallslag var að ræða og því var mikið undir. Víkingur Ó. fékk draumabyrjun er Guðmundur Steinn kom liðinu yfir eftir 16 mínútna leik með laglegri afgreiðslu er hann setti boltann yfir Kale í markinu. Patryk Stefanski fékk að líta sitt annað gula spjald undir lok fyrri hálfleiks eftir að henda sér fullharkalega í Cristian Martinez, markvörð Ólsara, sem hafði verið á undan Patryk að ná boltanum. Seinni hálfleikur var mjög bragðdaufur og þrátt fyrir nokkur ágætis færi náðu Skagamenn ekki að jafna metin og því þrjú stig staðreynd fyrir Víking Ó.Afhverju vann Víkingur Ó. Víkingur Ó. vann ekki með betri spilamennsku í dag en liðið átti, þrátt fyrir það, sigurinn alveg skilið. Víkingur Ó. nýtti færið sitt og fékk svo sigurinn nánast upp í hendurnar er Patryk lét reka sig útaf með tveimur gulum spjöldum á þremur mínútum. Þrátt fyrir að vera manni færri þá var það ÍA sem „stýrði“ leiknum en Víkingur Ó. héldu þó góðu skipulagi og sigldi sigrinum heim. Ekki fallegasti sigur sumarsins en gífurlega dýrmætur engu að síður. Ejub, þjálfari liðsins, getur verið sérstaklega sáttur með varnarleik liðsins, sem var, mikill hausverkur framan af sumri en Ejub virðist vera búinn að kippa honum í lag. Það gæti reynst ansi dýrmætt ætli liðið að halda sér uppi.Hverjir stóðu upp úr? Eins og áður kom fram var þetta ekki fallegur leikur á að horfa en varnarmenn Ólafsvíkinga voru stjörnur kvöldsins. Tomasz Luba var mjög góður, sem og Ignacio Heras á meðan Aleix stóð sína plikt en er þó full villtur á köflum. Þrátt fyrir að vinna gat liðið varla sett saman tvær sendingar í leiknum. ÍA spilaði aftur á móti ágætlega án þess að skapa sér nein alvöru færi. Albert Hafsteinsson var ágætur en þar við situr. Þessi leikur var einfaldlega ekki mikið fyrir augað.Hvað gekk illa? Það fer auðvitað ekki á milli mála að spilið gekk illa sem og að skapa færi. Ég vil ekki að endurtaka mig mikið og þú sem lesandi nennir líklega ekki að lesa sömu tugguna aftur og aftur. Það sem mér fannst undarlegt við leikinn var hversu varkárir Ólsarar voru en trekk í trekk setti liðið boltann til baka þegar sóknarmenn voru búnir að finna fín svæði. Það gerði það að verkum að leikurinn, og sérstaklega seinni hálfleikurinn, var drep leiðinlegur á að horfa. En til þess að gera leikinn jafn óspennandi þá það þarf tvo til. Skagamenn voru ekki nógu grimmir miðað við stöðu liðsins og sérstaklega í ljósi þess hversu varkárir heimamenn voru. Það virtist vera fínn möguleiki á að taka leikinn yfir í seinni hálfleik með eilítið meiri grimmd or greddu en slíkt var ekki að finna hjá Skagamönnum nema í litlum og mjög óreglulegum skömmtum.Hvað gerist næst? Ólsarar fá toppliðið, Val, í heimsókn en Víkingur Ó. hefur nú unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum og eru einungis með eitt tap á bakinu í síðustu fimm leikjum. Spurning hvort Ejub finni einhverja leið til að stríða Óla Jó og hans mönnum frá Hlíðarenda. Skagamenn heimsækja ríkjandi Íslandsmeistara í FH en Víkingur Ó. sigraði þar á dögunum. Skagamenn sitja á botninum og bráðvantar stig og framundan eru margir erfiðir leikir. Næstu þrír leikir liðsins eru gegn FH, Val og KR. Gunnlaugur verður að finna lausnir á gengi liðsins og það hratt.Gunnlaugur Jónsson: Verðum að halda hausnum uppi Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var að vonum svekktur eftir tap Skagamanna í kvöld gegn Víkingi Ólafsvík. Leikurinn var nokkurskonar sex stiga fallslagur en bæði lið eru nálægt botni deildarinnar. Hann sagði að markið og rauða spjaldið hefði slegið sína menn útaf laginu. „Mér fannst við takast vel á við það og við vera með yfirhöndina. Við fengum ekki nógu mörg færi en fengum þó færi sem við hefðum getað nýtt betur en boltinn vildi því miður ekki fara inn.“ Hann sagðist ekki geta kvartað yfir rauða spjaldinu og sérstaklega í ljósi þess að Patryk var á gulu spjaldi en hann fór háskalega í Cristian Martinez, markmann Ólafsvíkinga, í baráttu um boltann. Hann segir stöðu liðsins ekki vera góða sem stendur í deildinni en telur ÍA vera með nógu gott lið til að halda sæti sínu í deildinni. „Þetta féll ekki með okkur í dag en við verðum að halda hausnum uppi.“Ejub Purisevic: Batnandi mönnum er best að lifa Ejub Purisevic var að vonum ánægður með sigurinn gegn Skagamönnum í dag. Hann sagði þó að sitt lið hefði ekki spilað neitt sérstaklega vel en vörnin hefði haldið og stiginn þrjú væri það sem skipti mestu máli. Hann gagnrýndi þó leikmenn sína eilítið fyrir að missa hausinn undir lok fyrri hálfleiks en þá var mikill hiti í mönnum hjá báðum liðum og gul spjöld fóru á loft full oft. „Ég veit ekki af hverju við vorum að taka þátt í því. Við vorum marki yfir og þeir með rautt spjald. Mér fannst það lélegt af okkur og nokkuð sérstakt en spennustigið var auðvitað hátt. Þetta er auðvitað nágrannaslagur.“ En Ejub var mest megins bara hinn ánægðasti en þetta er annað sinn í sumar og þar að auki í röð sem Víkingur Ó. heldur hreinu í deildinni en sú kúnst hafði reynst liðinu ansi erfið framan af sumri. „Batnandi mönnum er best að lifa, er það ekki?“ sagði skælbrosandi Ejub.Guðmundur Steinn: Hefðum átt að spila miklu betur Guðmundur Steinn skoraði eina mark leiksins í sigir Ólafsvíkinga á Skagamönnum en þrátt fyrir sigurinn taldi hann að liðið hefði átt að spila betur. „Ég er rosalega sáttur með markið og sigurinn en við hefðum átt að spila mikið betur. Ég ætla ekki að neita því.“ Hann hrósaði varnarleik liðsins og sagði hann hafa verið að lagast mikið á undanförnu þrátt fyrir að mörk hafi dottið inn hér og þar. Hann sagði rauða spjaldið hafa verið réttur dómur en var alveg handviss um að um algjört óviljaverk hafi verið að ræða „Þetta leit ekki vel út en ég ætla alls ekki að ætla honum það að hann hafi ætlað að meiða Cristian.“ Víkingur Ó. situr sem stendur í 7. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti.Arnar Már: Það er ekkert stress á okkur Arnar Már Guðjónsson, fyrirliði ÍA, var ekki ánægður í leikslok og sagði sína menn ekki hafa skapað nógu mörk færi miðað við hversu mikið liðið var með boltann. „Við náðum ekki að fá opin færi og flest tækifæri okkar voru að koma úr föstum leikatriðum. Þeir voru mjög þéttir og gáfu ekki mörg færi á sér.“ Hann segir að leikmenn liðsins séu ekki orðnir stressaðir þrátt fyrir að liðið sé á botninum þegar mótið er hálfnað. „Ég lít svo á að við getum unnið öll liðin í deildinni á okkar degi. Það er ekkert stress á okkur þrátt fyrir að við áttum okkur alveg á stöðunni.“