Íslenski boltinn

Komnar fleiri þrennur en allt tímabilið í fyrra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrennumennirnir í Pepsi-deildinni 2017.
Þrennumennirnir í Pepsi-deildinni 2017.
Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þrennu þegar KA vann 6-3 sigur á ÍBV í miklum markaleik í 11. umferð Pepsi-deildar karla í gær.

Þetta var fyrsta þrenna Hallgríms í efstu deild en Húsvíkingurinn er alls kominn með fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Þrennu Hallgríms og öll mörkin úr leik KA og ÍBV má sjá hér að neðan.

Þetta var önnur þrenna KA-manns í sumar en danski framherjinn Emil Lyng skoraði þrjú mörk í 1-4 sigri KA á Víkingi Ó. 5. júní síðastliðinn.

Þrenna Hallgríms var jafnframt sú fjórða í Pepsi-deildinni í sumar. Þegar mótið er hálfnað hafa því verið skoraðar fleiri þrennur en allt sumarið í fyrra.

Fyrsta þrenna Pepsi-deildarinnar 2017 kom strax í 1. umferðinni þegar Steven Lennon skoraði þrjú mörk í 2-4 sigri FH á ÍA.

Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason skoraði svo þrennu í 2-3 sigri á ÍA í 4. umferðinni.

Aðeins þrjár þrennur voru skoraðar í Pepsi-deildinni í fyrra.

Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu í 4-2 sigri ÍA á Stjörnunni, Óttar Magnús Karlsson gerði öll mörk Víkings R. í 3-1 sigri á Breiðabliki og Aron Bjarnason skoraði þrennu í 4-0 sigri ÍBV á Val.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×