„Lygi eftir lygi eftir lygi“ Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2017 10:50 Donald Trump hefur ítrekað sakað fjölmiðla um að búa til fréttir um meint tengsl bandamanna hans við Rússa. Fox News hefur stutt málflutnings hans oft og tíðum. Vísir/EPA Fréttamenn og álitsgjafar Fox-sjónvarpsstöðvarinnar hafa verið einhverjir ötulustu málsvarar Donalds Trump Bandaríkjaforseta undanfarin misseri. Einum fréttamanni Fox var hins vegar nóg boðið eftir frekari uppljóstranir um samskipti bandamanna Trump við Rússa og lét gamminn geysa um „lygar“ þeirra. Fox News hefur sætt gagnrýni fyrir að ganga langt í að verja Trump og gera lítið úr ásökunum og rannsókn á meintu samráði bandamanna Trump við rússneska útsendara í kosningabaráttunni í fyrra. Fjöldi sjónvarpsmanna Fox News hefur til dæmis sakað aðra fjölmiðla um að flytja gervifréttir og þjást af móðursýki vegna frétta af Rússatengslum.Nýjustu fréttirnar af fundi Trump yngri kveiktu í fréttaþuliShepard Smith, fréttaþulur Fox News, er hins vegar ekki einn þeirra sem hefur afskrifað ásakanirnar eins og margir starfsbræður hans. Honum var ekki hlátur í huga þegar hann ræddi við Chris Wallace, samstarfsmann sinn, um nýjustu fréttirnar af umdeildum fundi syni Trump með Rússum í útsendingu í gær. Greindi Smith frá því að að fleira fólk hafi verið á fundi Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni í New York í fyrra en hann hafði áður greint frá, þar á meðal bandarísk-rússneskur málafylgjumaður sem sagður er hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Að svo búnu hóf Smith reiðilestur um slæleg viðbrögð Trump og bandamanna hans við Rússahneykslinu. Ef málið væri allt eins ómerkilegt og þeir vildu láta í veðri vaka, hvers vegna væru þeir þá að ljúga endurtekið. „Hvers vegna er lygi eftir lygi eftir lygi? Ef þú ert með hreina samvisku, komdu þá hreint fram, skilurðu?“ sagði Smith við Wallace.Shepard Smith hefur verið óhræddur við að gagnrýna Donald Trump jafnvel þó að margir félagar hans á Fox News hafi verið forsetanum vilhollir.Vísir/GettyStarfsbróðirinn orðlausKallaði hann blekkingarleik Trump og félaga óskiljanlegan. Engu að síður væri enn til fólk sem teldi fréttamenn búa til fréttirnar af tengslum við Rússa. „Einn daginn á það eftir að gera sér grein fyrir því að við erum ekki að því og segja: Hvar erum við og hvers vegna er verið að ljúga svona að okkur?“ sagði Smith ennfremur. Wallace, sem sjálfur hefur varið aðra fjölmiðla eins og CNN og New York Times undan ásökunum um gervifréttir og að vera óvinir bandarísku þjóðarinnar, virtist orðlaus eftir þessa ákúru félaga síns. „Ég veit ekki hvað segja skal,“ svaraði Wallace á endanum.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra reiðilestur Smith og viðbrögð Wallace.Shep Smith: "The deception, Chris, is mind-boggling...why are we getting told all these lies?"Chris Wallace: "I don't know what to say" pic.twitter.com/DQKOAC8a2o— Leanne Naramore (@LeanneNaramore) July 14, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Fréttamenn og álitsgjafar Fox-sjónvarpsstöðvarinnar hafa verið einhverjir ötulustu málsvarar Donalds Trump Bandaríkjaforseta undanfarin misseri. Einum fréttamanni Fox var hins vegar nóg boðið eftir frekari uppljóstranir um samskipti bandamanna Trump við Rússa og lét gamminn geysa um „lygar“ þeirra. Fox News hefur sætt gagnrýni fyrir að ganga langt í að verja Trump og gera lítið úr ásökunum og rannsókn á meintu samráði bandamanna Trump við rússneska útsendara í kosningabaráttunni í fyrra. Fjöldi sjónvarpsmanna Fox News hefur til dæmis sakað aðra fjölmiðla um að flytja gervifréttir og þjást af móðursýki vegna frétta af Rússatengslum.Nýjustu fréttirnar af fundi Trump yngri kveiktu í fréttaþuliShepard Smith, fréttaþulur Fox News, er hins vegar ekki einn þeirra sem hefur afskrifað ásakanirnar eins og margir starfsbræður hans. Honum var ekki hlátur í huga þegar hann ræddi við Chris Wallace, samstarfsmann sinn, um nýjustu fréttirnar af umdeildum fundi syni Trump með Rússum í útsendingu í gær. Greindi Smith frá því að að fleira fólk hafi verið á fundi Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni í New York í fyrra en hann hafði áður greint frá, þar á meðal bandarísk-rússneskur málafylgjumaður sem sagður er hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Að svo búnu hóf Smith reiðilestur um slæleg viðbrögð Trump og bandamanna hans við Rússahneykslinu. Ef málið væri allt eins ómerkilegt og þeir vildu láta í veðri vaka, hvers vegna væru þeir þá að ljúga endurtekið. „Hvers vegna er lygi eftir lygi eftir lygi? Ef þú ert með hreina samvisku, komdu þá hreint fram, skilurðu?“ sagði Smith við Wallace.Shepard Smith hefur verið óhræddur við að gagnrýna Donald Trump jafnvel þó að margir félagar hans á Fox News hafi verið forsetanum vilhollir.Vísir/GettyStarfsbróðirinn orðlausKallaði hann blekkingarleik Trump og félaga óskiljanlegan. Engu að síður væri enn til fólk sem teldi fréttamenn búa til fréttirnar af tengslum við Rússa. „Einn daginn á það eftir að gera sér grein fyrir því að við erum ekki að því og segja: Hvar erum við og hvers vegna er verið að ljúga svona að okkur?“ sagði Smith ennfremur. Wallace, sem sjálfur hefur varið aðra fjölmiðla eins og CNN og New York Times undan ásökunum um gervifréttir og að vera óvinir bandarísku þjóðarinnar, virtist orðlaus eftir þessa ákúru félaga síns. „Ég veit ekki hvað segja skal,“ svaraði Wallace á endanum.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra reiðilestur Smith og viðbrögð Wallace.Shep Smith: "The deception, Chris, is mind-boggling...why are we getting told all these lies?"Chris Wallace: "I don't know what to say" pic.twitter.com/DQKOAC8a2o— Leanne Naramore (@LeanneNaramore) July 14, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00