Körfubolti

Færri leikhlé í NBA-deildinni á næstu leiktíð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve Kerr, þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors, ræðir við sína menn í leikhlé.
Steve Kerr, þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors, ræðir við sína menn í leikhlé. Vísir/Getty
Hvaða körfuboltaáhugamaður hefur ekki kvartað yfir miklum fjölda leikhléa í NBA-deildinni í körfubolta? Sumir leikir ná engu flugi þegar þjálfarnir taka hvert leikhléið á fætur öðru.

Loksins segja sumir en næsta tímabil boðar smá breytingu á þessum ósið að vera alltaf að stoppa leikinn í tíma og ótíma til að koma að auglýsingum. ESPN segir frá.

Þjálfarar NBA-deildarinnar geta nú ekki lengur tekið tuttugu sekúndna leikhlé hvað það níu leikhlé í leik. Stjórn NBA-deildarinnar hefur sett nýjar reglur varðandi leikhléin í deildinni.

Ákveðið var að fækka leikhléum um fjögur, úr átján í fjórtán. Hvort lið getur nú „bara“ tekið sjö leikhlé í einum leik og tvö leikhlé í hverri framlengingu. Liðin geta líka aðeins tekið tvö leikhlé síðustu tvær mínúturnar í leikjum.

Þá geta þjálfara hvorki tekið 20 sekúndna leikhlé eða 90 sekúndna leikhlé. Öll leikhléin verða núna 75 sekúndur og það má taka þessi sjö leikhlé hvenær sem er í leiknum. Þjálfari gæti þannig klárað sjö leikhlé fyrir hálfleik eða sparað öll sjö leikhléin sín þar til í seinni hálfleik.

NBA vill auka skemmtanagildi leikjanna og ánægju áhorfenda með því að hraða leiknum og taldi réttu leiðina vera að fækka leikhléum.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×