Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2017 10:45 Frá mótmælum við Hvíta húsið í gær. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun vera einkar reiður yfir nýjustu uppljóstrunum varðandi samskipti starfsmanna framboðs hans og yfirvalda í Rússlandi. Mikil óreiða er sögð ríkja í Hvíta húsinu þar sem nánustu ráðgjafar Trump og starfsmenn hans saka hvorn annan um slæmar og afdrifaríkar ákvarðanir undanfarinna daga. Um margra mánaða skeið hefur Trump eldri kallað umræður um mögulegt samstarf framboðs Trump við Rússa varðandi tilraunir þeirra til að hafa áhrif á forsetakosningarnar, Trump í vil, „falskar fréttir“ og gabb runnið undan rifjum demókrata til að hylma yfir stórt tap þeirra í forsetakosningunum. Trump yngri hefur sagt allt tal um samstarf vera ógeðslegt og rugl. Tölvupóstarnir sem Trump yngri birti í gær og fjölluðu um fund hans, Paul Manafort og Jared Kushner við lögmann með tengsl við Kremlin, eftir að hann komst að því að New York Times væri með þá, sýna þó í minnsta lagi að hann var ekki einungis viljugur heldur einnig ákafur í að fá upplýsingar um Hillary Clinton frá ríkisstjórn Rússlands. Þá kom einnig fram í póstunum að upplýsingarnar sem hann átti að fá voru liður í áætlun ríkisstjórnar Rússlands að styðja Trump gegn Clinton.Sjá einnig:„Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaEina tilkynningin sem hafði komið frá forsetanum í gærkvöldi barst í gegnum talskonu hans Sarah Huckabee Sanders. Hún sagði í gær að Trump eldri teldi son sinn vera „gæðadreng“. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar dregur forsetinn í efa gæði þeirra ráða sem hann hefur fengið að undanförnu. Hann hefur þó tíst um málið nú í morgun. Þar segir hann son sinn vera góðan dreng og að um pólitískar nornaveiðar sé að ræða. My son Donald did a good job last night. He was open, transparent and innocent. This is the greatest Witch Hunt in political history. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 12, 2017 Remember, when you hear the words "sources say" from the Fake Media, often times those sources are made up and do not exist.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 12, 2017 Trump hefur vart yfirgefið Hvíta húsið frá því hann fór frá Evrópu. Fjölmiðlar ytra segja hann og hans nánustu starfsmenn vera reiða yfir því að afskipti Rússa og mögulegt samstarf framboðs Trump hafi enn og aftur komið upp á yfirborðið. Trump-liðar töldu G-20 fundi forsetans og ræðu hans í Póllandi vera hápunkt forsetatíðar hans. Í hvert sinn sem Trump reynir að komast fram fyrir málið hefur eitthvað nýtt litið dagsins ljós. Það vakti einnig athygli í gær þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sendi frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar virtist hann reyna að einangra sig frá Trump fjölskyldunni. Marc Lotter, talsmaður Pence, sagði varaforsetann ekki hafa vitað af umræddum fundi og bætti við að Pence væri ekki að einbeita sér af atvikum sem komu upp í kosningabaráttunni og þá sérstaklega sem komu upp áður en hann gekk til liðs við Trump. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja að fundurinn umræddi gæti mögulega verið brot á kosningalögum Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið. 12. júlí 2017 07:00 Trump yngri boðnar rússneskar upplýsingar um Clinton í gegnum slúðurblaðamann og poppstjörnu Sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta og einn helsti ráðgjafi hans í kosningabaráttunni, hefur birt tölvusamskipti sem sýna að hann átti fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld, sem fyrirfram hafði lofað að útvega upplýsingar sem kæmu Hllary Clinton illa. 11. júlí 2017 19:30 „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun vera einkar reiður yfir nýjustu uppljóstrunum varðandi samskipti starfsmanna framboðs hans og yfirvalda í Rússlandi. Mikil óreiða er sögð ríkja í Hvíta húsinu þar sem nánustu ráðgjafar Trump og starfsmenn hans saka hvorn annan um slæmar og afdrifaríkar ákvarðanir undanfarinna daga. Um margra mánaða skeið hefur Trump eldri kallað umræður um mögulegt samstarf framboðs Trump við Rússa varðandi tilraunir þeirra til að hafa áhrif á forsetakosningarnar, Trump í vil, „falskar fréttir“ og gabb runnið undan rifjum demókrata til að hylma yfir stórt tap þeirra í forsetakosningunum. Trump yngri hefur sagt allt tal um samstarf vera ógeðslegt og rugl. Tölvupóstarnir sem Trump yngri birti í gær og fjölluðu um fund hans, Paul Manafort og Jared Kushner við lögmann með tengsl við Kremlin, eftir að hann komst að því að New York Times væri með þá, sýna þó í minnsta lagi að hann var ekki einungis viljugur heldur einnig ákafur í að fá upplýsingar um Hillary Clinton frá ríkisstjórn Rússlands. Þá kom einnig fram í póstunum að upplýsingarnar sem hann átti að fá voru liður í áætlun ríkisstjórnar Rússlands að styðja Trump gegn Clinton.Sjá einnig:„Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaEina tilkynningin sem hafði komið frá forsetanum í gærkvöldi barst í gegnum talskonu hans Sarah Huckabee Sanders. Hún sagði í gær að Trump eldri teldi son sinn vera „gæðadreng“. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar dregur forsetinn í efa gæði þeirra ráða sem hann hefur fengið að undanförnu. Hann hefur þó tíst um málið nú í morgun. Þar segir hann son sinn vera góðan dreng og að um pólitískar nornaveiðar sé að ræða. My son Donald did a good job last night. He was open, transparent and innocent. This is the greatest Witch Hunt in political history. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 12, 2017 Remember, when you hear the words "sources say" from the Fake Media, often times those sources are made up and do not exist.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 12, 2017 Trump hefur vart yfirgefið Hvíta húsið frá því hann fór frá Evrópu. Fjölmiðlar ytra segja hann og hans nánustu starfsmenn vera reiða yfir því að afskipti Rússa og mögulegt samstarf framboðs Trump hafi enn og aftur komið upp á yfirborðið. Trump-liðar töldu G-20 fundi forsetans og ræðu hans í Póllandi vera hápunkt forsetatíðar hans. Í hvert sinn sem Trump reynir að komast fram fyrir málið hefur eitthvað nýtt litið dagsins ljós. Það vakti einnig athygli í gær þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sendi frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar virtist hann reyna að einangra sig frá Trump fjölskyldunni. Marc Lotter, talsmaður Pence, sagði varaforsetann ekki hafa vitað af umræddum fundi og bætti við að Pence væri ekki að einbeita sér af atvikum sem komu upp í kosningabaráttunni og þá sérstaklega sem komu upp áður en hann gekk til liðs við Trump. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja að fundurinn umræddi gæti mögulega verið brot á kosningalögum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið. 12. júlí 2017 07:00 Trump yngri boðnar rússneskar upplýsingar um Clinton í gegnum slúðurblaðamann og poppstjörnu Sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta og einn helsti ráðgjafi hans í kosningabaráttunni, hefur birt tölvusamskipti sem sýna að hann átti fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld, sem fyrirfram hafði lofað að útvega upplýsingar sem kæmu Hllary Clinton illa. 11. júlí 2017 19:30 „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50
Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið. 12. júlí 2017 07:00
Trump yngri boðnar rússneskar upplýsingar um Clinton í gegnum slúðurblaðamann og poppstjörnu Sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta og einn helsti ráðgjafi hans í kosningabaráttunni, hefur birt tölvusamskipti sem sýna að hann átti fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld, sem fyrirfram hafði lofað að útvega upplýsingar sem kæmu Hllary Clinton illa. 11. júlí 2017 19:30
„Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30