Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins Björgvin Guðmundsson skrifar 12. júlí 2017 07:00 Almannatryggingar voru stofnaðar 1946. Ríkisstjórn Alþýðuflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins, svo kölluð nýsköpunarstjórn, kom tryggingunum á fót. Forsætisráðherra var Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann lýsti því þá yfir, að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla, án tillits til stéttar eða efnahags. Og hann sagði, að almannatryggingarnar ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Vestur-Evrópu. Þetta voru skýr og ákveðin markmið. Almannatryggingarnar áttu því ekki að vera nein fátækraframfærsla. Þær áttu að vera fyrir alla. Almannatryggingarnar voru fyrsta stoð velferðar- og lífeyriskerfis á Íslandi. En ýmsir stjórnmálamenn á Íslandi hafa viljað breyta þessu. Þeir hafa viljað breyta almannatryggingum í einhvers konar fátækraframfærslu og eftir að lífeyrissjóðirnir efldust tala þeir um að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoð lífeyriskerfisins og almannatryggingar önnur stoðin. Einn þeirra, sem talar á þessum nótum, er félagsmálaráðherra Viðreisnar, Þorsteinn Víglundsson. En það hefur ekki verið samþykkt á Alþingi, að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoð lífeyriskerfisins. Upphaflegt markmið almannatrygginga er enn í fullu gildi. Almannatryggingar eiga að vera fyrir alla. Þeir, sem eru eldri borgarar í dag, byrjuðu að greiða til almannatrygginga 16 ára gamlir. Þá var lagt á sérstakt tryggingagjald, sem rann til almannatrygginga. Síðan greiddu þeir einnig til almannatrygginga gegnum skattakerfið. Þeir, sem greitt hafa til almannatrygginga alla sína starfsævi, eiga það inni að fá greitt úr almannatryggingum, þegar þeir fara á eftirlaun. En stjórnvöld felldu niður grunnlífeyrinn um síðustu áramót og strikuðu þar með 4.500 manns út úr almannatryggingum. Hvers vegna vilja misvitrir stjórnmálamenn, að lífeyrissjóðirnir verði fyrsta stoð lífeyriskerfisins en ekki almannatryggingar? Það er vegna þess, að þeir vilja láta eldri borgara greiða sinn lífeyri sjálfa. Tölfræði sýnir, að nú þegar er það svo, að eldri borgarar á Íslandi greiða meiri hluta lífeyris síns sjálfir gegnum lífeyrissjóðina og mun stærri hluta en gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Samt leggur ríkið á Íslandi miklu minna til almannatrygginga en önnur norræn ríki gera. Og tekjutengingar eru miklu meiri í tryggingakerfinu hér en gerist annars staðar á Norðurlöndunum. En hægri mönnum hér finnst ekki nóg að gert í þessu efni. Þeir vilja að eldri borgarar sjálfir greiði allan pakkann. Stórfelld skerðing á tryggingalífeyri þeirra eldri borgara, sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði, er liður í því að koma allri eftirlaunabyrðinni yfir á eldri borgara sjálfa. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar. Það var ekki inni í myndinni, að þeir myndu valda skerðingu tryggingalífeyris. Það var óskráð samkomulag stjórnvalda og lífeyrissjóða að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við almannatryggingar. Stjórnvöld hafa svikið þetta samkomulag með því að seilast bakdyramegin í lífeyrissjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Almannatryggingar voru stofnaðar 1946. Ríkisstjórn Alþýðuflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins, svo kölluð nýsköpunarstjórn, kom tryggingunum á fót. Forsætisráðherra var Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann lýsti því þá yfir, að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla, án tillits til stéttar eða efnahags. Og hann sagði, að almannatryggingarnar ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Vestur-Evrópu. Þetta voru skýr og ákveðin markmið. Almannatryggingarnar áttu því ekki að vera nein fátækraframfærsla. Þær áttu að vera fyrir alla. Almannatryggingarnar voru fyrsta stoð velferðar- og lífeyriskerfis á Íslandi. En ýmsir stjórnmálamenn á Íslandi hafa viljað breyta þessu. Þeir hafa viljað breyta almannatryggingum í einhvers konar fátækraframfærslu og eftir að lífeyrissjóðirnir efldust tala þeir um að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoð lífeyriskerfisins og almannatryggingar önnur stoðin. Einn þeirra, sem talar á þessum nótum, er félagsmálaráðherra Viðreisnar, Þorsteinn Víglundsson. En það hefur ekki verið samþykkt á Alþingi, að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoð lífeyriskerfisins. Upphaflegt markmið almannatrygginga er enn í fullu gildi. Almannatryggingar eiga að vera fyrir alla. Þeir, sem eru eldri borgarar í dag, byrjuðu að greiða til almannatrygginga 16 ára gamlir. Þá var lagt á sérstakt tryggingagjald, sem rann til almannatrygginga. Síðan greiddu þeir einnig til almannatrygginga gegnum skattakerfið. Þeir, sem greitt hafa til almannatrygginga alla sína starfsævi, eiga það inni að fá greitt úr almannatryggingum, þegar þeir fara á eftirlaun. En stjórnvöld felldu niður grunnlífeyrinn um síðustu áramót og strikuðu þar með 4.500 manns út úr almannatryggingum. Hvers vegna vilja misvitrir stjórnmálamenn, að lífeyrissjóðirnir verði fyrsta stoð lífeyriskerfisins en ekki almannatryggingar? Það er vegna þess, að þeir vilja láta eldri borgara greiða sinn lífeyri sjálfa. Tölfræði sýnir, að nú þegar er það svo, að eldri borgarar á Íslandi greiða meiri hluta lífeyris síns sjálfir gegnum lífeyrissjóðina og mun stærri hluta en gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Samt leggur ríkið á Íslandi miklu minna til almannatrygginga en önnur norræn ríki gera. Og tekjutengingar eru miklu meiri í tryggingakerfinu hér en gerist annars staðar á Norðurlöndunum. En hægri mönnum hér finnst ekki nóg að gert í þessu efni. Þeir vilja að eldri borgarar sjálfir greiði allan pakkann. Stórfelld skerðing á tryggingalífeyri þeirra eldri borgara, sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði, er liður í því að koma allri eftirlaunabyrðinni yfir á eldri borgara sjálfa. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar. Það var ekki inni í myndinni, að þeir myndu valda skerðingu tryggingalífeyris. Það var óskráð samkomulag stjórnvalda og lífeyrissjóða að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við almannatryggingar. Stjórnvöld hafa svikið þetta samkomulag með því að seilast bakdyramegin í lífeyrissjóðina.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun