Hertar þvinganir gegn Rússum á borði Trump Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2017 23:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með miklum meirihluta að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. 98 þingmenn af hundrað kusu með frumvarpi sem kemur líka í veg fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti dregið úr þvingunum án aðkomu þingsins. Frumvarpið fer nú á skrifborð Trump til staðfestingar. Hann gæti hins vegar neitað að skrifa undir frumvarpið, en það hefur verið harðlega gagnrýnt af starfsmönnum Hvíta hússins. Þá hefur Trump sóst eftir bættum samskiptum við Rússa. Neiti forsetinn að skrifa undir, getur öldungadeildin samt gert frumvarpið að lögum með tveimur þriðju meirihluta, sem ætti ekki að vera þeim erfitt miðað við hve margir þingmenn styðja frumvarpið.Þvinganirnar voru samdar af þingmönnum með hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu og afskipti þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í huga. Nokkrar rannsóknir standa nú yfir varðandi afskiptin og meðal annars er sérstakur saksóknari einnig að rannsaka mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum.Herða skrúfurnar Forsetinn hefur ávalt neitað fyrir mögulegt samstarf og hefur einnig sagt að fregnir af afskiptum Rússa séu runnin undan rifjum Demókrataflokksins til að hylja yfir vandræðalegt tap í kosningunum. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa þó gefið út að þeir séu sannfærðir um að afskiptin séu raunveruleg og snúa meðal annars að tölvuárásum og áróðri. Frumvarpið hefur einnig verið gagnrýnt af ríkjum í Evrópu sem kaupa olíu og gas af Rússum, en það gæti verið gegn þvingunum Bandaríkjanna. Paul Ryan, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild þingsins, segir hinum nýju þvingunum ætlað að herða skrúfurnar að helstu andstæðingum Bandaríkjanna. Frumvarpið snýr einnig að þvingunum gegn Íran og Norður-Kóreu.Sjá einnig: Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur sagt að verði frumvarpið að lögum brjóti þvinganirnar gegn alþjóðalögum og að þær muni skaða samband ríkjanna verulega. Þá segir hann að Rússland muni bregðast við þvingunum þegar þær líta dagsins ljós.Hann sagði sífellt verið að reyna að ögra Rússlandi. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með miklum meirihluta að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. 98 þingmenn af hundrað kusu með frumvarpi sem kemur líka í veg fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti dregið úr þvingunum án aðkomu þingsins. Frumvarpið fer nú á skrifborð Trump til staðfestingar. Hann gæti hins vegar neitað að skrifa undir frumvarpið, en það hefur verið harðlega gagnrýnt af starfsmönnum Hvíta hússins. Þá hefur Trump sóst eftir bættum samskiptum við Rússa. Neiti forsetinn að skrifa undir, getur öldungadeildin samt gert frumvarpið að lögum með tveimur þriðju meirihluta, sem ætti ekki að vera þeim erfitt miðað við hve margir þingmenn styðja frumvarpið.Þvinganirnar voru samdar af þingmönnum með hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu og afskipti þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í huga. Nokkrar rannsóknir standa nú yfir varðandi afskiptin og meðal annars er sérstakur saksóknari einnig að rannsaka mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum.Herða skrúfurnar Forsetinn hefur ávalt neitað fyrir mögulegt samstarf og hefur einnig sagt að fregnir af afskiptum Rússa séu runnin undan rifjum Demókrataflokksins til að hylja yfir vandræðalegt tap í kosningunum. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa þó gefið út að þeir séu sannfærðir um að afskiptin séu raunveruleg og snúa meðal annars að tölvuárásum og áróðri. Frumvarpið hefur einnig verið gagnrýnt af ríkjum í Evrópu sem kaupa olíu og gas af Rússum, en það gæti verið gegn þvingunum Bandaríkjanna. Paul Ryan, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild þingsins, segir hinum nýju þvingunum ætlað að herða skrúfurnar að helstu andstæðingum Bandaríkjanna. Frumvarpið snýr einnig að þvingunum gegn Íran og Norður-Kóreu.Sjá einnig: Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur sagt að verði frumvarpið að lögum brjóti þvinganirnar gegn alþjóðalögum og að þær muni skaða samband ríkjanna verulega. Þá segir hann að Rússland muni bregðast við þvingunum þegar þær líta dagsins ljós.Hann sagði sífellt verið að reyna að ögra Rússlandi.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira