Ætlar ekki að segja af sér fyrr en Trump segir til Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2017 22:32 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/GETTY Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja af sér. Nema Donald Trump, forseti, segi honum að gera það. Sessions segir þá deila sömu gildum og hann muni berjast fyrir stefnu forsetans eins lengi og „það sé við hæfi. Undanfarna viku hefur Trump ítrekað gagnrýnt Sessions opinberlega. Meðal annars hefur forsetinn kallað ráðherra sinn „veikburða“ og „óskilvirkan“.„Ef hann vill gera breytingu, þá er það réttur hans,“ sagði Sessions við AP fréttaveituna. „Ég þjóna forsetanum og ég hef skilið það frá því að ég tók við starfinu.“Sessions var fyrsti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins til að lýsa yfir stuðningi við forsetaframboð Trump og hefur ávallt verið dyggur stuðningsmaður forsetans. Trump varð hins vegar reiður við Sessions eftir að hann sagði sig frá öllu sem kemur að rannsókninni á afskiptum stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump við Rússa. Það gerði Sessions eftir að hann sagði þingmönnum ósatt um fundi sína með Sergey Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Ekki hans besta vika Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa komið Sessions til varnar og formaður dómsmálefndar þingsins hefur sagt að ekki sé inn í myndinni að staðfesta annan í embættið á þessu ári. Fregnir hafa borist af því að Trump sé því að íhuga aðra leið. Sjá einnig: Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherraRáðherrann sagðist hæstánægður með þann stuðning sem hann hefur fengið. „Ég held að við séum með gott Dómsmálaráðuneyti. Ég hef trú á því og veit hvað þarf í ráðuneytinu og hvað Donald Trump vill. Ég deili stefnu hans.“ Þó sagði Sessions ljóst að síðasta vika hefði ekki verið sú besta fyrir hann og samband hans og forsetans. Hann sagði þá ekki hafa rætt saman um skeið en hann hlakkaði til þess að ræða þessi mál við Trump. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja af sér. Nema Donald Trump, forseti, segi honum að gera það. Sessions segir þá deila sömu gildum og hann muni berjast fyrir stefnu forsetans eins lengi og „það sé við hæfi. Undanfarna viku hefur Trump ítrekað gagnrýnt Sessions opinberlega. Meðal annars hefur forsetinn kallað ráðherra sinn „veikburða“ og „óskilvirkan“.„Ef hann vill gera breytingu, þá er það réttur hans,“ sagði Sessions við AP fréttaveituna. „Ég þjóna forsetanum og ég hef skilið það frá því að ég tók við starfinu.“Sessions var fyrsti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins til að lýsa yfir stuðningi við forsetaframboð Trump og hefur ávallt verið dyggur stuðningsmaður forsetans. Trump varð hins vegar reiður við Sessions eftir að hann sagði sig frá öllu sem kemur að rannsókninni á afskiptum stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump við Rússa. Það gerði Sessions eftir að hann sagði þingmönnum ósatt um fundi sína með Sergey Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Ekki hans besta vika Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa komið Sessions til varnar og formaður dómsmálefndar þingsins hefur sagt að ekki sé inn í myndinni að staðfesta annan í embættið á þessu ári. Fregnir hafa borist af því að Trump sé því að íhuga aðra leið. Sjá einnig: Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherraRáðherrann sagðist hæstánægður með þann stuðning sem hann hefur fengið. „Ég held að við séum með gott Dómsmálaráðuneyti. Ég hef trú á því og veit hvað þarf í ráðuneytinu og hvað Donald Trump vill. Ég deili stefnu hans.“ Þó sagði Sessions ljóst að síðasta vika hefði ekki verið sú besta fyrir hann og samband hans og forsetans. Hann sagði þá ekki hafa rætt saman um skeið en hann hlakkaði til þess að ræða þessi mál við Trump.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira