Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2017 10:41 Banni Trump við að transfólk gegni herþjónustu var mótmælt í New York í gær. Vísir/EPA Hvíta húsið hefur enn ekki greint frá því hvernig það mun útfæra bann Donalds Trump forseta við því að transfólk gegni herþjónustu. Forsetinn tilkynnti um bannið í gær en ekki er vitað hvort að transfólk sem nú þjónar í hernum verði látið hætta. Réttindasamtök transfólks hafa gagnrýnt ákvörðun Trump harðlega. Í röð tísta í gær sagði forsetinn að herinn mætti ekki við kostnaðinum og trufluninni sem hann telur hljótast af transfólki. Í kjölfarið hefur transfólk í hernum lýst áhyggjum af því að það verði leyst frá störfum eða bannað að skrá sig aftur til herþjónustu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að ríkisstjórnin muni vinna með varnarmálaráðuneytinu um útfærslu á banninu. Hún gat ekki svarað spurningum um hvort að hermenn sem væru þegar á vígvellinum yrðu sendir heim. Þá virðist tímasetning ákvörðunarinnar hafa komið hermálayfirvöldum í opna skjöldu. James Mattis, varnarmálaráðherra, heyrði þannig ekki af ákvörðuninni fyrr en eftir að Trump tilkynnti um hana á Twitter.Herinn eyðir meira fé í stinningarlyf en transfólkRökstuðningur forsetans hefur verið dreginn í efa. Þannig benti Washington Post á að herinn greiði fimmfalt meira fyrir stinningarlyfið Viagra en fyrir heilbrigðisþjónustu við transfólk. Alls greiðir herinn 42 milljónir dollara til að viðhalda reisn starfsliðs síns á ári. Stjórnmálaskýrendur hafa leitt líkum að því að Trump hafi tekið ákvörðunina til þess að fylkja kristnum íhaldsmönnum að baki sér og til að dreifa athyglinni frá rannsókninni á meintu samráði bandamanna hans við Rússa.Vefsíðan Axios.com hafði til dæmis eftir embættismanni í stjórn Trump í gær að bannið kæmi demókrötum sem berjast fyrir endurkjöri í íhaldssömum ríkjum Bandaríkjanna í þingkosningum á næsta ári í krappa stöðu með því að neyða þá til að lýsa andstöðu við bannið. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Hvíta húsið hefur enn ekki greint frá því hvernig það mun útfæra bann Donalds Trump forseta við því að transfólk gegni herþjónustu. Forsetinn tilkynnti um bannið í gær en ekki er vitað hvort að transfólk sem nú þjónar í hernum verði látið hætta. Réttindasamtök transfólks hafa gagnrýnt ákvörðun Trump harðlega. Í röð tísta í gær sagði forsetinn að herinn mætti ekki við kostnaðinum og trufluninni sem hann telur hljótast af transfólki. Í kjölfarið hefur transfólk í hernum lýst áhyggjum af því að það verði leyst frá störfum eða bannað að skrá sig aftur til herþjónustu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að ríkisstjórnin muni vinna með varnarmálaráðuneytinu um útfærslu á banninu. Hún gat ekki svarað spurningum um hvort að hermenn sem væru þegar á vígvellinum yrðu sendir heim. Þá virðist tímasetning ákvörðunarinnar hafa komið hermálayfirvöldum í opna skjöldu. James Mattis, varnarmálaráðherra, heyrði þannig ekki af ákvörðuninni fyrr en eftir að Trump tilkynnti um hana á Twitter.Herinn eyðir meira fé í stinningarlyf en transfólkRökstuðningur forsetans hefur verið dreginn í efa. Þannig benti Washington Post á að herinn greiði fimmfalt meira fyrir stinningarlyfið Viagra en fyrir heilbrigðisþjónustu við transfólk. Alls greiðir herinn 42 milljónir dollara til að viðhalda reisn starfsliðs síns á ári. Stjórnmálaskýrendur hafa leitt líkum að því að Trump hafi tekið ákvörðunina til þess að fylkja kristnum íhaldsmönnum að baki sér og til að dreifa athyglinni frá rannsókninni á meintu samráði bandamanna hans við Rússa.Vefsíðan Axios.com hafði til dæmis eftir embættismanni í stjórn Trump í gær að bannið kæmi demókrötum sem berjast fyrir endurkjöri í íhaldssömum ríkjum Bandaríkjanna í þingkosningum á næsta ári í krappa stöðu með því að neyða þá til að lýsa andstöðu við bannið.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37
Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00