Paint verður áfram til staðar Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 10:24 Aðdáendur Paint geta tekið gleði sína á ný eftir að margir höfðu málað skrattann á vegginn í gær þegar svo virtist sem að dagar forritsins væru taldir. Vísir/Kjartan Tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að myndvinnsluforritið Paint verði áfram til staðar í nýjum útgáfum af Windows-stýrikerfinu. Áður hafði virst sem að dagar forritsins ástsæla væru taldir. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að samkvæmt lýsingu á næstu uppfærslu á Windows 10-stýrikerfinu yrði Paint annað hvort fjarlægt eða það ekki þróað áfram.Sjá einnig:Microsoft eyðir Paint Fréttunum var tekið með sorg á samfélagsmiðlum en víst er að margir Windows-notendur hafi fengið útrás fyrir sköpunargáfu sína í Paint í gegnum tíðina.Ókeypis í vefverslun WindowsFyrirtækið segir nú að Paint muni ekki endilega verða sjálfkrafa hluti af Windows 10 en að forritið verði aðgengilegt ókeypis í vefversluninni Windows Store, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við höfum eitthvað lært þá er það að eftir 32 ár á MS Paint sér marga aðdáendur,“ segir í færslu á bloggsíðu Microsoft. Paint hefur verið hluti af Windows-stýrikerfinu frá því að það kom fyrst á markaðinn árið 1985. Ný og þróaðri útgáfa, Paint 3D, verður hluti af Windows 10-stýrikerfinu í næstu uppfærslum. Önnur forrit sem verða slegin út af borðinu í næstu uppfærslu Windows 10 virðast ekki hafa verið netverjum slíkur harmdauði og Paint. Á meðal þeirra er tölvupóstforritið Outlook Express. Microsoft Tækni Mest lesið Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að myndvinnsluforritið Paint verði áfram til staðar í nýjum útgáfum af Windows-stýrikerfinu. Áður hafði virst sem að dagar forritsins ástsæla væru taldir. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að samkvæmt lýsingu á næstu uppfærslu á Windows 10-stýrikerfinu yrði Paint annað hvort fjarlægt eða það ekki þróað áfram.Sjá einnig:Microsoft eyðir Paint Fréttunum var tekið með sorg á samfélagsmiðlum en víst er að margir Windows-notendur hafi fengið útrás fyrir sköpunargáfu sína í Paint í gegnum tíðina.Ókeypis í vefverslun WindowsFyrirtækið segir nú að Paint muni ekki endilega verða sjálfkrafa hluti af Windows 10 en að forritið verði aðgengilegt ókeypis í vefversluninni Windows Store, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við höfum eitthvað lært þá er það að eftir 32 ár á MS Paint sér marga aðdáendur,“ segir í færslu á bloggsíðu Microsoft. Paint hefur verið hluti af Windows-stýrikerfinu frá því að það kom fyrst á markaðinn árið 1985. Ný og þróaðri útgáfa, Paint 3D, verður hluti af Windows 10-stýrikerfinu í næstu uppfærslum. Önnur forrit sem verða slegin út af borðinu í næstu uppfærslu Windows 10 virðast ekki hafa verið netverjum slíkur harmdauði og Paint. Á meðal þeirra er tölvupóstforritið Outlook Express.
Microsoft Tækni Mest lesið Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira