Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2017 18:51 Anthony Scaramucci veifar nú bless eftir stuttan en litríkan feril sem samskiptastjóri Hvíta hússins. Vísir/AFP Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, hefur verið látinn fara eftir innan við tíu daga í starfi. New York Times greinir frá því að Donald Trump forseti hafi látið Scaramucci fara að beiðni nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mikla athygli vakti þegar Scaramucci hringdi í blaðamann New Yorker og jós fúkyrðum yfir Reince Priebus, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Stephen Bannon, aðalráðgjafa Trump. Priebus lét af störfum fyrir helgi. Í stað Priebus skipaði forsetinn John Kelly, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðherra sinn, í starf starfsmannastjóra Hvíta hússins. New York Times byggir frétt sína á þremur heimildamönnum sem þekkja til ákvörðunarinnar um að láta Scaramucci fara. Ekki sé ljóst hvort að Scaramucci haldi áfram störfum í Hvíta húsinu eða segi algerlega skilið við stjórn Trump.Sagði Bannon „sjúga eigin lim“Sean Spicer, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði af sér þegar Trump ákvað að ráða Scaramucci. Priebus er einnig sagður hafa lagst gegn ráðningu hans. Scaramucci var ráðinn föstudaginn 21. júlí. Viðtal Scaramucci við blaðamann New Yorker á miðvikudag vakti mikla furðu. Þar sagði hann Priebus hafa „reðurteppt“ sig og að hann væri sjálfur ekki eins og Bannon sem væri að reyna að „sjúga á sér eigin lim“. Scaramucci er sagður hafa stært sig af því svara beint til Trump og að hann væri ekki undir valdi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Kelly tók við starfi starfsmannastjóra í dag og segir New York Times að hann hafi gert starfsliði Hvíta hússins ljóst að hann réði nú ferðinni.Uppfært 19:25 Sean Spicer, fráfarandi blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Scaramucci hafi viljað gefa Kelly kost á að byrja frá grunni og byggja upp sitt eigið lið. Því stígi hann til hliðar. Washington Post hefur eftir heimildamönnum að Kelly hafi verið ofboðið vegna New Yorker-viðtalsins sem hafi verið vandræðalegt fyrir forsetann. Brottrekstur Scaramucci sé ætlað að breyta menningunni í Hvíta húsinu og að sýna starfsfólkinu að ummæli þess hafi alltaf áhrif á ímynd forsetans. Donald Trump Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53 Misvísandi skilaboð frá Hvíta húsinu Misvísandi skilaboð hafa borist frá forsetaembætti Bandaríkjanna um ný lög sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Lögin kveða einnig á um að minnka möguleika forsetans, Donalds Trump, á því að aflétta núverandi þvingunum. Því er forsetinn andvígur. 24. júlí 2017 06:00 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Sean Spicer hættir sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. 21. júlí 2017 16:07 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, hefur verið látinn fara eftir innan við tíu daga í starfi. New York Times greinir frá því að Donald Trump forseti hafi látið Scaramucci fara að beiðni nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mikla athygli vakti þegar Scaramucci hringdi í blaðamann New Yorker og jós fúkyrðum yfir Reince Priebus, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Stephen Bannon, aðalráðgjafa Trump. Priebus lét af störfum fyrir helgi. Í stað Priebus skipaði forsetinn John Kelly, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðherra sinn, í starf starfsmannastjóra Hvíta hússins. New York Times byggir frétt sína á þremur heimildamönnum sem þekkja til ákvörðunarinnar um að láta Scaramucci fara. Ekki sé ljóst hvort að Scaramucci haldi áfram störfum í Hvíta húsinu eða segi algerlega skilið við stjórn Trump.Sagði Bannon „sjúga eigin lim“Sean Spicer, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði af sér þegar Trump ákvað að ráða Scaramucci. Priebus er einnig sagður hafa lagst gegn ráðningu hans. Scaramucci var ráðinn föstudaginn 21. júlí. Viðtal Scaramucci við blaðamann New Yorker á miðvikudag vakti mikla furðu. Þar sagði hann Priebus hafa „reðurteppt“ sig og að hann væri sjálfur ekki eins og Bannon sem væri að reyna að „sjúga á sér eigin lim“. Scaramucci er sagður hafa stært sig af því svara beint til Trump og að hann væri ekki undir valdi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Kelly tók við starfi starfsmannastjóra í dag og segir New York Times að hann hafi gert starfsliði Hvíta hússins ljóst að hann réði nú ferðinni.Uppfært 19:25 Sean Spicer, fráfarandi blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Scaramucci hafi viljað gefa Kelly kost á að byrja frá grunni og byggja upp sitt eigið lið. Því stígi hann til hliðar. Washington Post hefur eftir heimildamönnum að Kelly hafi verið ofboðið vegna New Yorker-viðtalsins sem hafi verið vandræðalegt fyrir forsetann. Brottrekstur Scaramucci sé ætlað að breyta menningunni í Hvíta húsinu og að sýna starfsfólkinu að ummæli þess hafi alltaf áhrif á ímynd forsetans.
Donald Trump Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53 Misvísandi skilaboð frá Hvíta húsinu Misvísandi skilaboð hafa borist frá forsetaembætti Bandaríkjanna um ný lög sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Lögin kveða einnig á um að minnka möguleika forsetans, Donalds Trump, á því að aflétta núverandi þvingunum. Því er forsetinn andvígur. 24. júlí 2017 06:00 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Sean Spicer hættir sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. 21. júlí 2017 16:07 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53
Misvísandi skilaboð frá Hvíta húsinu Misvísandi skilaboð hafa borist frá forsetaembætti Bandaríkjanna um ný lög sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Lögin kveða einnig á um að minnka möguleika forsetans, Donalds Trump, á því að aflétta núverandi þvingunum. Því er forsetinn andvígur. 24. júlí 2017 06:00
Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14
Sean Spicer hættir sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. 21. júlí 2017 16:07
Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07
Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07
Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43