Trump „hæfileikaríkasti stjórnmálamaður okkar daga“ Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 08:24 Stephen Miller fer ekki leynt með aðdáun sína á yfirmanni sínum, Donald Trump. Vísir/AFP Bandaríkjaforseti er ekki aðeins hæfileikaríkasti stjórnmálamaður samtímans heldur er hann besti ræðumaður til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna í margar kynslóðir. Það er í það minnsta mat eins helsta stjórnmálaráðgjafa forsetans. Í viðtali við Fox News hóf Stephen Miller, aðalstjórnmálaráðgjafi Donalds Trump forseta, yfirmann sinn upp til himna. „Trump forseti er hæfileikaríkasti stjórnmálamaður okkar daga og hann er besti ræðumaður til að gegna því embætti í kynslóðir,“ sagði Miller. Ummæli Miller koma á sama tíma og Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við kjarnorkubrölti Norður-Kóreumanna í gær. Þannig virtist Trump hóta stjórnvöldum í Pjongjang kjarnorkustríði þegar hann sagði tilbúinn að mæta þeim með „eldi og heift“ sem heimsbyggðin „hefði aldrei áður orðið vitni að“.Í myndbandinu sem fylgir tísti blaðamannsins Yashar Ali má sjá ummæli Miller við Fox News.WATCH: "Trump is the most gifted politician of our time. He's the best orator to hold that office in generations." pic.twitter.com/B9H4M6QbLm— Yashar Ali (@yashar) August 9, 2017 Trump leiðtogi „popúlískrar hreyfingar“ á heimsvísuMiller var þó hvergi nærri hættur í viðtali sínu við Fox News. Sagði hann Trump vera leiðtoga popúlískrar hreyfingar, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur á heimsvísu. Markmið hennar séu að lyfta upp vinnandi fólki, hvort sem það er svart, rómanskt eða hvítt. Miller þessi vakti einnig athygli í febrúar þegar hann mætti í umræðuþætti vestanhafs skömmu eftir að dómstólar höfðu stöðvað múslimabann ríkisstjórnar Trump. Þar sagði hann meðal annars að dómstólar hefðu tekið sér of mikið vald. Völd Trump forseta væru veruleg og að þau yrði ekki dregin í efa. Hann hefur verið nefndur sem eftirmaður Anthonys Scaramucci í stöðu samskiptastjóra Hvíta hússins. Stjórnaði Miller blaðamannafundi þar í síðustu viku þar sem hann lenti uppi á kant við fréttamann CNN. Deildu þeir meðal annars um ljóð sem er letrað á Frelsisstyttuna í New York og sakaði Miller fréttamanninn um að vera „heimsborgari“.Í myndbandi Washington Post hér fyrir neðan má sjá umdeild ummæli Miller um dómstóla og völd Trump forseta í febrúar. Donald Trump Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Bandaríkjaforseti er ekki aðeins hæfileikaríkasti stjórnmálamaður samtímans heldur er hann besti ræðumaður til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna í margar kynslóðir. Það er í það minnsta mat eins helsta stjórnmálaráðgjafa forsetans. Í viðtali við Fox News hóf Stephen Miller, aðalstjórnmálaráðgjafi Donalds Trump forseta, yfirmann sinn upp til himna. „Trump forseti er hæfileikaríkasti stjórnmálamaður okkar daga og hann er besti ræðumaður til að gegna því embætti í kynslóðir,“ sagði Miller. Ummæli Miller koma á sama tíma og Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við kjarnorkubrölti Norður-Kóreumanna í gær. Þannig virtist Trump hóta stjórnvöldum í Pjongjang kjarnorkustríði þegar hann sagði tilbúinn að mæta þeim með „eldi og heift“ sem heimsbyggðin „hefði aldrei áður orðið vitni að“.Í myndbandinu sem fylgir tísti blaðamannsins Yashar Ali má sjá ummæli Miller við Fox News.WATCH: "Trump is the most gifted politician of our time. He's the best orator to hold that office in generations." pic.twitter.com/B9H4M6QbLm— Yashar Ali (@yashar) August 9, 2017 Trump leiðtogi „popúlískrar hreyfingar“ á heimsvísuMiller var þó hvergi nærri hættur í viðtali sínu við Fox News. Sagði hann Trump vera leiðtoga popúlískrar hreyfingar, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur á heimsvísu. Markmið hennar séu að lyfta upp vinnandi fólki, hvort sem það er svart, rómanskt eða hvítt. Miller þessi vakti einnig athygli í febrúar þegar hann mætti í umræðuþætti vestanhafs skömmu eftir að dómstólar höfðu stöðvað múslimabann ríkisstjórnar Trump. Þar sagði hann meðal annars að dómstólar hefðu tekið sér of mikið vald. Völd Trump forseta væru veruleg og að þau yrði ekki dregin í efa. Hann hefur verið nefndur sem eftirmaður Anthonys Scaramucci í stöðu samskiptastjóra Hvíta hússins. Stjórnaði Miller blaðamannafundi þar í síðustu viku þar sem hann lenti uppi á kant við fréttamann CNN. Deildu þeir meðal annars um ljóð sem er letrað á Frelsisstyttuna í New York og sakaði Miller fréttamanninn um að vera „heimsborgari“.Í myndbandi Washington Post hér fyrir neðan má sjá umdeild ummæli Miller um dómstóla og völd Trump forseta í febrúar.
Donald Trump Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira