Forsætisráðherra Rússlands segir Trump niðurlægðan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður niðurlægður vegna undirritunarinnar. vísir/EPA Samband Bandaríkjanna og Rússa er hættulega slæmt. Þessari skoðun lýsti Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær í kjölfar þess að hann skrifaði undir lög þess efnis að koma á nýjum viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Þvinganirnar eru settar á vegna innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014 og meintra afskipta þeirra af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Kveða lögin einnig á um hertar aðgerðir gagnvart Írönum og Norður-Kóreumönnum. Skerða þau jafnframt getu forsetans til að fella niður slíkar þvinganir án samþykkis fulltrúadeildar þingsins. Þrátt fyrir að hafa skrifað undir frumvarp fulltrúadeildarinnar var Trump einkar ósáttur við hin nýju lög og átti hann í miklum deilum við þingmenn vegna þeirra. Urðu þær deilur engu skárri eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings felldi frumvarp um breytingar á sjúkratryggingalöggjöf ríkisins.Dmitrý Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. Nordicphotos/AFP„Sem forseti gæti ég náð mun betri samningum við önnur ríki en fulltrúadeildin gæti nokkurn tímann náð,“ segir í síðustu línu undirskriftar forseta. Þá tísti hann einnig um lögin. „Samband okkar við Rússa hefur aldrei verið verra, það er í hættulegri lægð. Þið getið þakkað fulltrúadeildinni fyrir, sama fólki og gat ekki einu sinni gefið okkur ný sjúkratryggingalög!“ Ef marka má orð Dmitrýs Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, hefur forsetinn rétt fyrir sér þegar hann segir sambandið slæmt. „Þessar þvinganir binda allan enda á vonir okkar um að bæta sambandið við hina nýju ríkisstjórn í Bandaríkjunum,“ sagði Medvedev í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook í gær. Medvedev skaut einnig föstum skotum á Trump. Sagði hann að fulltrúadeildin hefði niðurlægt forsetann og að atvikið sýndi algjört vanmætti Trumps. „Þetta er yfirlýsing um algjört efnahagsstríð Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ríkisstjórn Trumps hefur sýnt vanmætti sitt með því að afhenda fulltrúadeildinni framkvæmdarvaldið á niðurlægjandi hátt. Þetta breytir valdajafnvæginu í bandarískum stjórnmálum,“ skrifaði Medvedev. Hélt hann áfram og sagði rótgróna stjórnmálamenn vestanhafs hafa séð við Trump að öllu leyti. „Þessar nýju þvinganir eru til komnar vegna þess að þingið vildi lækka rostann í Trump. Lokamarkmið þess er að koma honum frá völdum. Maður sem er ekki hluti af kerfinu má ekki vera við völd. Ofsahræðsla við Rússa hefur orðið lykilstef í bandarískri utanríkisstefnu, sem hún hefur lengi verið, og í innanríkismálum, sem er nýlunda.“ Að mati Medvedevs setja þvinganirnar þó ekki stórt strik í reikninginn hjá Rússum. Þeir muni halda áfram vinnu sinni við að þróa hagkerfi ríkisins og reiða sig á sjálfa sig. „Það höfum við lært á undanförnum árum vegna lokunar markaða og hræðslu fjárfesta við að fjárfesta í Rússlandi af ótta við að þeim verði refsað.“ Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Samband Bandaríkjanna og Rússa er hættulega slæmt. Þessari skoðun lýsti Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær í kjölfar þess að hann skrifaði undir lög þess efnis að koma á nýjum viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Þvinganirnar eru settar á vegna innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014 og meintra afskipta þeirra af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Kveða lögin einnig á um hertar aðgerðir gagnvart Írönum og Norður-Kóreumönnum. Skerða þau jafnframt getu forsetans til að fella niður slíkar þvinganir án samþykkis fulltrúadeildar þingsins. Þrátt fyrir að hafa skrifað undir frumvarp fulltrúadeildarinnar var Trump einkar ósáttur við hin nýju lög og átti hann í miklum deilum við þingmenn vegna þeirra. Urðu þær deilur engu skárri eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings felldi frumvarp um breytingar á sjúkratryggingalöggjöf ríkisins.Dmitrý Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. Nordicphotos/AFP„Sem forseti gæti ég náð mun betri samningum við önnur ríki en fulltrúadeildin gæti nokkurn tímann náð,“ segir í síðustu línu undirskriftar forseta. Þá tísti hann einnig um lögin. „Samband okkar við Rússa hefur aldrei verið verra, það er í hættulegri lægð. Þið getið þakkað fulltrúadeildinni fyrir, sama fólki og gat ekki einu sinni gefið okkur ný sjúkratryggingalög!“ Ef marka má orð Dmitrýs Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, hefur forsetinn rétt fyrir sér þegar hann segir sambandið slæmt. „Þessar þvinganir binda allan enda á vonir okkar um að bæta sambandið við hina nýju ríkisstjórn í Bandaríkjunum,“ sagði Medvedev í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook í gær. Medvedev skaut einnig föstum skotum á Trump. Sagði hann að fulltrúadeildin hefði niðurlægt forsetann og að atvikið sýndi algjört vanmætti Trumps. „Þetta er yfirlýsing um algjört efnahagsstríð Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ríkisstjórn Trumps hefur sýnt vanmætti sitt með því að afhenda fulltrúadeildinni framkvæmdarvaldið á niðurlægjandi hátt. Þetta breytir valdajafnvæginu í bandarískum stjórnmálum,“ skrifaði Medvedev. Hélt hann áfram og sagði rótgróna stjórnmálamenn vestanhafs hafa séð við Trump að öllu leyti. „Þessar nýju þvinganir eru til komnar vegna þess að þingið vildi lækka rostann í Trump. Lokamarkmið þess er að koma honum frá völdum. Maður sem er ekki hluti af kerfinu má ekki vera við völd. Ofsahræðsla við Rússa hefur orðið lykilstef í bandarískri utanríkisstefnu, sem hún hefur lengi verið, og í innanríkismálum, sem er nýlunda.“ Að mati Medvedevs setja þvinganirnar þó ekki stórt strik í reikninginn hjá Rússum. Þeir muni halda áfram vinnu sinni við að þróa hagkerfi ríkisins og reiða sig á sjálfa sig. „Það höfum við lært á undanförnum árum vegna lokunar markaða og hræðslu fjárfesta við að fjárfesta í Rússlandi af ótta við að þeim verði refsað.“
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira