Endurkomutíðnin hæst hjá 6-8 ára Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Endurkomutíðni í fangelsi hefur verið Afstöðu hugleikin um margra ára skeið. Fyrst og fremst vegna þess að tilfinning félagsins stangast á við fullyrðingar Fangelsismálastofnunar og ráðamanna en einnig vegna þess að engar rannsóknir hafa verið gerðar á endurkomutíðni í íslensk fangelsi. Og það er tölfræði sem á að vera aðgengileg. Það er eitt helsta mælitæki í fangelsismálum, þannig sjáum við hvort starfið í fangelsum landsins skili árangri. Þau gögn sem ávallt eru dregin upp á yfirborðið þegar spurt er um endurkomutíðni í íslenskum fangelsum er könnun Norðmannsins Ragnars Kristoffersen sem starfar við norska fangavarðaskólann. Hann fékk sendar upplýsingar frá Noregi, Íslandi, Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð um það hvernig staðan var árið 2005 og kom skýrsla hans út árið 2010. Engin ástæða er til að draga í efa að það sem þar kemur fram sé satt og rétt. Á dögunum var nýr vefur Stjórnarráðsins kynntur og meðal þess sem finna má á vefnum er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en hún felur í sér útlistun á því hvernig markmiðum fjármálastefnu verði náð. Í kaflanum um almanna- og réttaröryggi er eftirfarandi texti um endurkomutíðni: „Árið 2010 voru birtar niðurstöður samnorrænnar samanburðarrannsóknar á því hvernig föngum vegnar að lokinni afplánun. Þar kom fram að Ísland er með næstlægstu endurkomutíðni á eftir Noregi. Endurkomutíðni er reiknuð með tvennum hætti. Annars vegar sem hlutfall þeirra sem fá nýjan dóm innan tilskilins tíma frá lokum afplánunar, upphafi samfélagsþjónustu, eftirlits vegna skilorðsbundins dóms eða rafræns eftirlits og hins vegar sem hlutfall fanga sem hafa áður afplánað refsingu í fangelsi. Ef skoðaður er hópurinn sem afplánar refsingu með samfélagsþjónustu eða sambærilegum úrræðum er Ísland með bestu útkomuna. Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að þeir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot, ofbeldisbrot og fíkniefnabrot koma mun sjaldnar aftur heldur en þeir sem dæmdir hafa verið fyrir þjófnað og umferðarlagabrot. Þá kemur fram að þeir sem koma aftur koma yfirleitt ekki inn aftur fyrir sama afbrot.“ (Leturbreytingar eru Afstöðu.) Eftir að hafa rýnt í skýrsluna er ljóst að setja má umræddan texta fram með eftirfarandi hætti og hann er alveg jafn sannleikanum samkvæmur. „Árið 2010 voru birtar niðurstöður samnorrænnar samantektar á því hvernig föngum vegnar að lokinni afplánun. Þar kom fram að Ísland er með hæstu endurkomutíðni í hópi 18-20 ára fanga. Endurkomutíðni er reiknuð með tvennum hætti. Annars vegar sem hlutfall þeirra sem fá nýjan dóm innan tilskilins tíma frá lokum afplánunar, upphafi samfélagsþjónustu, eftirlits vegna skilorðsbundins dóms eða rafræns eftirlits og hins vegar sem hlutfall fanga sem hafa áður afplánað refsingu í fangelsi. Ef skoðaður er hópurinn sem afplánar refsingu með samfélagsþjónustu eða sambærilegum úrræðum stendur Ísland sig verst í hópi 18-20 ára og 61 árs og eldri. Samantektin leiddi m.a. í ljós að þeir sem eru dæmdir fyrir rán, ofbeldisbrot og umferðarlagabrot koma mun oftar aftur heldur en þeir sem dæmdir hafa verið fyrir fíkniefnalagabrot og kynferðisbrot. Þá kemur fram að þeir sem koma aftur, á Norðurlöndunum öllum, koma yfirleitt ekki inn aftur fyrir sama brot.“ Með þessu vill Afstaða benda á tvennt. Annars vegar að skýrslan frá 2010 dregur ekki upp neina glansmynd af ástandinu í fangelsiskerfinu íslenska og að hafa verður í huga, ef ráðherra ætlar sér að alhæfa út frá skýrslunni, að hópurinn sem hún segir standa verst var 6-8 ára þegar gögnunum var safnað.Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Endurkomutíðni í fangelsi hefur verið Afstöðu hugleikin um margra ára skeið. Fyrst og fremst vegna þess að tilfinning félagsins stangast á við fullyrðingar Fangelsismálastofnunar og ráðamanna en einnig vegna þess að engar rannsóknir hafa verið gerðar á endurkomutíðni í íslensk fangelsi. Og það er tölfræði sem á að vera aðgengileg. Það er eitt helsta mælitæki í fangelsismálum, þannig sjáum við hvort starfið í fangelsum landsins skili árangri. Þau gögn sem ávallt eru dregin upp á yfirborðið þegar spurt er um endurkomutíðni í íslenskum fangelsum er könnun Norðmannsins Ragnars Kristoffersen sem starfar við norska fangavarðaskólann. Hann fékk sendar upplýsingar frá Noregi, Íslandi, Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð um það hvernig staðan var árið 2005 og kom skýrsla hans út árið 2010. Engin ástæða er til að draga í efa að það sem þar kemur fram sé satt og rétt. Á dögunum var nýr vefur Stjórnarráðsins kynntur og meðal þess sem finna má á vefnum er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en hún felur í sér útlistun á því hvernig markmiðum fjármálastefnu verði náð. Í kaflanum um almanna- og réttaröryggi er eftirfarandi texti um endurkomutíðni: „Árið 2010 voru birtar niðurstöður samnorrænnar samanburðarrannsóknar á því hvernig föngum vegnar að lokinni afplánun. Þar kom fram að Ísland er með næstlægstu endurkomutíðni á eftir Noregi. Endurkomutíðni er reiknuð með tvennum hætti. Annars vegar sem hlutfall þeirra sem fá nýjan dóm innan tilskilins tíma frá lokum afplánunar, upphafi samfélagsþjónustu, eftirlits vegna skilorðsbundins dóms eða rafræns eftirlits og hins vegar sem hlutfall fanga sem hafa áður afplánað refsingu í fangelsi. Ef skoðaður er hópurinn sem afplánar refsingu með samfélagsþjónustu eða sambærilegum úrræðum er Ísland með bestu útkomuna. Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að þeir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot, ofbeldisbrot og fíkniefnabrot koma mun sjaldnar aftur heldur en þeir sem dæmdir hafa verið fyrir þjófnað og umferðarlagabrot. Þá kemur fram að þeir sem koma aftur koma yfirleitt ekki inn aftur fyrir sama afbrot.“ (Leturbreytingar eru Afstöðu.) Eftir að hafa rýnt í skýrsluna er ljóst að setja má umræddan texta fram með eftirfarandi hætti og hann er alveg jafn sannleikanum samkvæmur. „Árið 2010 voru birtar niðurstöður samnorrænnar samantektar á því hvernig föngum vegnar að lokinni afplánun. Þar kom fram að Ísland er með hæstu endurkomutíðni í hópi 18-20 ára fanga. Endurkomutíðni er reiknuð með tvennum hætti. Annars vegar sem hlutfall þeirra sem fá nýjan dóm innan tilskilins tíma frá lokum afplánunar, upphafi samfélagsþjónustu, eftirlits vegna skilorðsbundins dóms eða rafræns eftirlits og hins vegar sem hlutfall fanga sem hafa áður afplánað refsingu í fangelsi. Ef skoðaður er hópurinn sem afplánar refsingu með samfélagsþjónustu eða sambærilegum úrræðum stendur Ísland sig verst í hópi 18-20 ára og 61 árs og eldri. Samantektin leiddi m.a. í ljós að þeir sem eru dæmdir fyrir rán, ofbeldisbrot og umferðarlagabrot koma mun oftar aftur heldur en þeir sem dæmdir hafa verið fyrir fíkniefnalagabrot og kynferðisbrot. Þá kemur fram að þeir sem koma aftur, á Norðurlöndunum öllum, koma yfirleitt ekki inn aftur fyrir sama brot.“ Með þessu vill Afstaða benda á tvennt. Annars vegar að skýrslan frá 2010 dregur ekki upp neina glansmynd af ástandinu í fangelsiskerfinu íslenska og að hafa verður í huga, ef ráðherra ætlar sér að alhæfa út frá skýrslunni, að hópurinn sem hún segir standa verst var 6-8 ára þegar gögnunum var safnað.Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun