Dýr ábyrgð Gunnlaugur Stefánsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur lagst gegn áformum um laxeldi í Viðfirði og Hellisfirði, vilja varðveita friðsæld þeirra og náttúrlegt yfirbragð. Því ber að fagna. En af hverju má fórna þeim gæðum á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði þar sem friðsæld og náttúrfegurð er ekki síðri – og einmitt þar sem fólkið býr og nýtur innilega alla daga? Í Noregi hafa allar nýfjárfestingar í laxeldi með opnum sjókvíum verið bannaðar. Sú tækni er nú talin úrelt vegna hrikalegrar reynslu fyrir lífríkið. Þess vegna sækja norsku eldisrisarnir til Íslands þar sem þeim hefur verið talin trú um að flest sé leyfilegt, eftirlitið viðráðanlegt og fá sjóinn auk þess ókeypis til afnota, en þurfa að borga offjár fyrir í Noregi. Svo krefjast nokkrir sveitarstjórnarmenn á íslenskum eldissvæðum af ráðherrum, að eldisrisarnir megi fara sínu fram hér á landi. Ekki á Austfjörðum, þar sem efasemdir vakna eins og birtist í fyrirvara bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. En betur má ef duga skal. Flestir sjá að opið sjókvíaeldi með innfluttum stofnum er tímaskekkja. Nú er öllu nýju eldi víðast hvar stefnt í lokaðar kvíar eða uppi á landi. Ef áform norsku eldisrisanna um 190 þúsund tonna eldi í opnum sjókvíum ná fram að ganga, þá yrði Ísland að athlægi um víða veröld í umhverfismálum. Náttúruauðlindir íslenskra fjarða og villtir laxastofnar eru einstök gæði sem eldið skaðar og verða hvorki endurheimt né metin til fjár. Norðmenn og fleiri þjóðir súpa seyðið af þeirri reynslu og grípa nú til örþrifaráða. Laxeldi á Íslandi er líka samfelld hrakfallasaga. Fiskur sleppur úr kvíum, líka þessum sem eldismenn segja nýjar og fullkomnar, lúsin og sjúkdómar herja, hitastig og sjólag í sveiflum. Hverjir bera ábyrgð á tjóninu þegar spilaborgir laxeldis falla? Fólkið í sveitarfélögunum á eldissvæðum? Ekki norsku eldisrisarnir. Þeim er ekki gert að bera neina ábyrgð á því. En heimta gróðann á meðan varir.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur lagst gegn áformum um laxeldi í Viðfirði og Hellisfirði, vilja varðveita friðsæld þeirra og náttúrlegt yfirbragð. Því ber að fagna. En af hverju má fórna þeim gæðum á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði þar sem friðsæld og náttúrfegurð er ekki síðri – og einmitt þar sem fólkið býr og nýtur innilega alla daga? Í Noregi hafa allar nýfjárfestingar í laxeldi með opnum sjókvíum verið bannaðar. Sú tækni er nú talin úrelt vegna hrikalegrar reynslu fyrir lífríkið. Þess vegna sækja norsku eldisrisarnir til Íslands þar sem þeim hefur verið talin trú um að flest sé leyfilegt, eftirlitið viðráðanlegt og fá sjóinn auk þess ókeypis til afnota, en þurfa að borga offjár fyrir í Noregi. Svo krefjast nokkrir sveitarstjórnarmenn á íslenskum eldissvæðum af ráðherrum, að eldisrisarnir megi fara sínu fram hér á landi. Ekki á Austfjörðum, þar sem efasemdir vakna eins og birtist í fyrirvara bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. En betur má ef duga skal. Flestir sjá að opið sjókvíaeldi með innfluttum stofnum er tímaskekkja. Nú er öllu nýju eldi víðast hvar stefnt í lokaðar kvíar eða uppi á landi. Ef áform norsku eldisrisanna um 190 þúsund tonna eldi í opnum sjókvíum ná fram að ganga, þá yrði Ísland að athlægi um víða veröld í umhverfismálum. Náttúruauðlindir íslenskra fjarða og villtir laxastofnar eru einstök gæði sem eldið skaðar og verða hvorki endurheimt né metin til fjár. Norðmenn og fleiri þjóðir súpa seyðið af þeirri reynslu og grípa nú til örþrifaráða. Laxeldi á Íslandi er líka samfelld hrakfallasaga. Fiskur sleppur úr kvíum, líka þessum sem eldismenn segja nýjar og fullkomnar, lúsin og sjúkdómar herja, hitastig og sjólag í sveiflum. Hverjir bera ábyrgð á tjóninu þegar spilaborgir laxeldis falla? Fólkið í sveitarfélögunum á eldissvæðum? Ekki norsku eldisrisarnir. Þeim er ekki gert að bera neina ábyrgð á því. En heimta gróðann á meðan varir.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun