Dýr ábyrgð Gunnlaugur Stefánsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur lagst gegn áformum um laxeldi í Viðfirði og Hellisfirði, vilja varðveita friðsæld þeirra og náttúrlegt yfirbragð. Því ber að fagna. En af hverju má fórna þeim gæðum á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði þar sem friðsæld og náttúrfegurð er ekki síðri – og einmitt þar sem fólkið býr og nýtur innilega alla daga? Í Noregi hafa allar nýfjárfestingar í laxeldi með opnum sjókvíum verið bannaðar. Sú tækni er nú talin úrelt vegna hrikalegrar reynslu fyrir lífríkið. Þess vegna sækja norsku eldisrisarnir til Íslands þar sem þeim hefur verið talin trú um að flest sé leyfilegt, eftirlitið viðráðanlegt og fá sjóinn auk þess ókeypis til afnota, en þurfa að borga offjár fyrir í Noregi. Svo krefjast nokkrir sveitarstjórnarmenn á íslenskum eldissvæðum af ráðherrum, að eldisrisarnir megi fara sínu fram hér á landi. Ekki á Austfjörðum, þar sem efasemdir vakna eins og birtist í fyrirvara bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. En betur má ef duga skal. Flestir sjá að opið sjókvíaeldi með innfluttum stofnum er tímaskekkja. Nú er öllu nýju eldi víðast hvar stefnt í lokaðar kvíar eða uppi á landi. Ef áform norsku eldisrisanna um 190 þúsund tonna eldi í opnum sjókvíum ná fram að ganga, þá yrði Ísland að athlægi um víða veröld í umhverfismálum. Náttúruauðlindir íslenskra fjarða og villtir laxastofnar eru einstök gæði sem eldið skaðar og verða hvorki endurheimt né metin til fjár. Norðmenn og fleiri þjóðir súpa seyðið af þeirri reynslu og grípa nú til örþrifaráða. Laxeldi á Íslandi er líka samfelld hrakfallasaga. Fiskur sleppur úr kvíum, líka þessum sem eldismenn segja nýjar og fullkomnar, lúsin og sjúkdómar herja, hitastig og sjólag í sveiflum. Hverjir bera ábyrgð á tjóninu þegar spilaborgir laxeldis falla? Fólkið í sveitarfélögunum á eldissvæðum? Ekki norsku eldisrisarnir. Þeim er ekki gert að bera neina ábyrgð á því. En heimta gróðann á meðan varir.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur lagst gegn áformum um laxeldi í Viðfirði og Hellisfirði, vilja varðveita friðsæld þeirra og náttúrlegt yfirbragð. Því ber að fagna. En af hverju má fórna þeim gæðum á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði þar sem friðsæld og náttúrfegurð er ekki síðri – og einmitt þar sem fólkið býr og nýtur innilega alla daga? Í Noregi hafa allar nýfjárfestingar í laxeldi með opnum sjókvíum verið bannaðar. Sú tækni er nú talin úrelt vegna hrikalegrar reynslu fyrir lífríkið. Þess vegna sækja norsku eldisrisarnir til Íslands þar sem þeim hefur verið talin trú um að flest sé leyfilegt, eftirlitið viðráðanlegt og fá sjóinn auk þess ókeypis til afnota, en þurfa að borga offjár fyrir í Noregi. Svo krefjast nokkrir sveitarstjórnarmenn á íslenskum eldissvæðum af ráðherrum, að eldisrisarnir megi fara sínu fram hér á landi. Ekki á Austfjörðum, þar sem efasemdir vakna eins og birtist í fyrirvara bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. En betur má ef duga skal. Flestir sjá að opið sjókvíaeldi með innfluttum stofnum er tímaskekkja. Nú er öllu nýju eldi víðast hvar stefnt í lokaðar kvíar eða uppi á landi. Ef áform norsku eldisrisanna um 190 þúsund tonna eldi í opnum sjókvíum ná fram að ganga, þá yrði Ísland að athlægi um víða veröld í umhverfismálum. Náttúruauðlindir íslenskra fjarða og villtir laxastofnar eru einstök gæði sem eldið skaðar og verða hvorki endurheimt né metin til fjár. Norðmenn og fleiri þjóðir súpa seyðið af þeirri reynslu og grípa nú til örþrifaráða. Laxeldi á Íslandi er líka samfelld hrakfallasaga. Fiskur sleppur úr kvíum, líka þessum sem eldismenn segja nýjar og fullkomnar, lúsin og sjúkdómar herja, hitastig og sjólag í sveiflum. Hverjir bera ábyrgð á tjóninu þegar spilaborgir laxeldis falla? Fólkið í sveitarfélögunum á eldissvæðum? Ekki norsku eldisrisarnir. Þeim er ekki gert að bera neina ábyrgð á því. En heimta gróðann á meðan varir.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar