Uppgjör annars ársfjörðungs Snap Inc,. sem á samfélagsmiðlafyrirtækið Snapchat, olli vonbrigðum. Notendum fjölgaði á ársfjórðungnum en ekki eins mikið og greinendur og fjárfestar höfðu gert ráð fyrir.
Þrátt fyrir að tekjur fyrirtækist hafi aukist þá jukust skuldirnar mun meira. Gengi bréfanna fór hæst í tuttugu og sjö en er núna rúmlega þrettán. Bréfin féllu um 13% í dag. Gengi hlutabréfa fyrirtækisins er nú orðið töluvert lægra en það var þegar Snap. Inc. var fyrst skráð á hlutabréfamarkað í mars.
Nýir notendur voru sjö milljónir á öðrum ársfjórðungi sem er mun minna en á þeim fyrsta. Á fyrsta ársfjórðungi voru nýir notendur um átta milljónir. Hlutabréf í Snap Inc. hafa hrunið eftir að ársfjórðungsuppgjörið var gert opinbert í dag. Þetta kemur fram á vef CNBC.
Snap. Inc. í frjálsu falli
