Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Kjartan Kjartansson skrifar 24. ágúst 2017 14:21 Ryan (t.v.) og McConnell (t.h.) sitja nú undir skeytasendingum eigin forseta. Vísir/AFP Leiðtogar Repúblikanaflokksins í Bandaríkjaþingi bera ábyrgð á því „klúðri“ sem mun skapast þegar hækka þarf skuldaþak bandaríska ríkisins, að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann hélt áfram árásum sínum á leiðtoga eigin flokks á Twitter í morgun. Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, og Paul Ryan, leiðtogi þeirra í fulltrúadeildinni, urðu fyrir barðinu á bræði forsetans í morgun. Sakaði Trump þá um að hafa hunsað tillögu sína um lausn á fyrirsjáanlegum átökum um skuldamál ríkissjóðs. Vildi Trump að þeir tengdu tillögu um að hækka skuldaþak ríkisins við vinsælt frumvarp um aðstoð við uppgjafarhermenn sem Bandaríkjaþing hefur þegar samþykkt. Það gerðu Ryan og McConnell hins vegar ekki. „Þeir gerðu það ekki svo að nú þurfum við að eiga við demókrata sem tefja (eins og venjulega!) samþykkt skuldaþaksins. Hefði getað verið svo auðvelt-nú er það klúður!“ tísti Trump í morgun.Trump spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um.Vísir/AFPÞurfa að hækka þakið til að halda ríkisrekstinum gangandi Bandaríska alríkisstjórnin hefur þurft að fjármagna rekstur sinn með lántökum undanfarin ár. Bandaríkjaþing hefur hins vegar sett þak á hversu mikið ríkisstjórnin getur skuldsett ríkissjóð. Þingmenn þurfa að samþykkja að hækka þakið fyrir lok næsta mánaðar en annars er hætta á að rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvist. Það gerðist síðast í hálfan mánuð í október árið 2013 vegna andstöðu hóps repúblikana við að hækka þakið. Barack Obama, forveri Trump, gerði samkomulag við þingið árið 2015 um að lyfta skuldaþakinu þar til í mars á þessu ári. Fjármálaráðuneytið notaði neyðarráðstafanir til þess að fresta greiðsluþroti alríkissins þá en lokafrestur til að hækka skuldaþakið rennur út 29. september, að því er segir í frétt Washington Post. Halli bandaríska alríkissjóðsins er nú talinn verða um 800 milljarðar dollarar þegar fjárlagaárið endar 30. september.Bandaríkjaþing þarf að samþykkja að hækka þak á skuldsetningu ríkissjóðs til að rekstur alríkisstjórnarinnar geti haldið áfram í lok næsta mánaðar.Vísir/AFPHafa ekki ræðst við í nokkrar vikurSvo vill til að skuldaþaksfresturinn rennur út á sama tíma og þingið þarf að samþykkja ný fjárlög. Trump hefur þegar hótað því að leyfa alríkisstjórninni að stöðvast til þess að knýja fram fjárveitingar til umdeilds landamæramúrs sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Ryan lýsti því yfir í gær að hann teldi lokun alríkisstjórnarinnar landinu ekki til hagsbóta jafnvel þó að hann teldi landamæramúrinn nauðsynlegan. Trump hefur troðið illsakir við leiðtoga Repúblikanaflokksins undanfarið, ekki síst McConnell. New York Times sagði frá því fyrr í þessari viku að þeir hafi ekki ræðst við um nokkurra vikna skeið eftir að þeir hreittu ónotum hvor í annan í símtali snemma í ágúst. Forsetinn hefur ítrekað ráðist á McConnell og fleiri repúblikana í ræðu og í riti á Twitter undanfarnar vikur. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Leiðtogar Repúblikanaflokksins í Bandaríkjaþingi bera ábyrgð á því „klúðri“ sem mun skapast þegar hækka þarf skuldaþak bandaríska ríkisins, að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann hélt áfram árásum sínum á leiðtoga eigin flokks á Twitter í morgun. Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, og Paul Ryan, leiðtogi þeirra í fulltrúadeildinni, urðu fyrir barðinu á bræði forsetans í morgun. Sakaði Trump þá um að hafa hunsað tillögu sína um lausn á fyrirsjáanlegum átökum um skuldamál ríkissjóðs. Vildi Trump að þeir tengdu tillögu um að hækka skuldaþak ríkisins við vinsælt frumvarp um aðstoð við uppgjafarhermenn sem Bandaríkjaþing hefur þegar samþykkt. Það gerðu Ryan og McConnell hins vegar ekki. „Þeir gerðu það ekki svo að nú þurfum við að eiga við demókrata sem tefja (eins og venjulega!) samþykkt skuldaþaksins. Hefði getað verið svo auðvelt-nú er það klúður!“ tísti Trump í morgun.Trump spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um.Vísir/AFPÞurfa að hækka þakið til að halda ríkisrekstinum gangandi Bandaríska alríkisstjórnin hefur þurft að fjármagna rekstur sinn með lántökum undanfarin ár. Bandaríkjaþing hefur hins vegar sett þak á hversu mikið ríkisstjórnin getur skuldsett ríkissjóð. Þingmenn þurfa að samþykkja að hækka þakið fyrir lok næsta mánaðar en annars er hætta á að rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvist. Það gerðist síðast í hálfan mánuð í október árið 2013 vegna andstöðu hóps repúblikana við að hækka þakið. Barack Obama, forveri Trump, gerði samkomulag við þingið árið 2015 um að lyfta skuldaþakinu þar til í mars á þessu ári. Fjármálaráðuneytið notaði neyðarráðstafanir til þess að fresta greiðsluþroti alríkissins þá en lokafrestur til að hækka skuldaþakið rennur út 29. september, að því er segir í frétt Washington Post. Halli bandaríska alríkissjóðsins er nú talinn verða um 800 milljarðar dollarar þegar fjárlagaárið endar 30. september.Bandaríkjaþing þarf að samþykkja að hækka þak á skuldsetningu ríkissjóðs til að rekstur alríkisstjórnarinnar geti haldið áfram í lok næsta mánaðar.Vísir/AFPHafa ekki ræðst við í nokkrar vikurSvo vill til að skuldaþaksfresturinn rennur út á sama tíma og þingið þarf að samþykkja ný fjárlög. Trump hefur þegar hótað því að leyfa alríkisstjórninni að stöðvast til þess að knýja fram fjárveitingar til umdeilds landamæramúrs sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Ryan lýsti því yfir í gær að hann teldi lokun alríkisstjórnarinnar landinu ekki til hagsbóta jafnvel þó að hann teldi landamæramúrinn nauðsynlegan. Trump hefur troðið illsakir við leiðtoga Repúblikanaflokksins undanfarið, ekki síst McConnell. New York Times sagði frá því fyrr í þessari viku að þeir hafi ekki ræðst við um nokkurra vikna skeið eftir að þeir hreittu ónotum hvor í annan í símtali snemma í ágúst. Forsetinn hefur ítrekað ráðist á McConnell og fleiri repúblikana í ræðu og í riti á Twitter undanfarnar vikur.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26
Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30
Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent