Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Kjartan Kjartansson skrifar 24. ágúst 2017 14:21 Ryan (t.v.) og McConnell (t.h.) sitja nú undir skeytasendingum eigin forseta. Vísir/AFP Leiðtogar Repúblikanaflokksins í Bandaríkjaþingi bera ábyrgð á því „klúðri“ sem mun skapast þegar hækka þarf skuldaþak bandaríska ríkisins, að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann hélt áfram árásum sínum á leiðtoga eigin flokks á Twitter í morgun. Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, og Paul Ryan, leiðtogi þeirra í fulltrúadeildinni, urðu fyrir barðinu á bræði forsetans í morgun. Sakaði Trump þá um að hafa hunsað tillögu sína um lausn á fyrirsjáanlegum átökum um skuldamál ríkissjóðs. Vildi Trump að þeir tengdu tillögu um að hækka skuldaþak ríkisins við vinsælt frumvarp um aðstoð við uppgjafarhermenn sem Bandaríkjaþing hefur þegar samþykkt. Það gerðu Ryan og McConnell hins vegar ekki. „Þeir gerðu það ekki svo að nú þurfum við að eiga við demókrata sem tefja (eins og venjulega!) samþykkt skuldaþaksins. Hefði getað verið svo auðvelt-nú er það klúður!“ tísti Trump í morgun.Trump spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um.Vísir/AFPÞurfa að hækka þakið til að halda ríkisrekstinum gangandi Bandaríska alríkisstjórnin hefur þurft að fjármagna rekstur sinn með lántökum undanfarin ár. Bandaríkjaþing hefur hins vegar sett þak á hversu mikið ríkisstjórnin getur skuldsett ríkissjóð. Þingmenn þurfa að samþykkja að hækka þakið fyrir lok næsta mánaðar en annars er hætta á að rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvist. Það gerðist síðast í hálfan mánuð í október árið 2013 vegna andstöðu hóps repúblikana við að hækka þakið. Barack Obama, forveri Trump, gerði samkomulag við þingið árið 2015 um að lyfta skuldaþakinu þar til í mars á þessu ári. Fjármálaráðuneytið notaði neyðarráðstafanir til þess að fresta greiðsluþroti alríkissins þá en lokafrestur til að hækka skuldaþakið rennur út 29. september, að því er segir í frétt Washington Post. Halli bandaríska alríkissjóðsins er nú talinn verða um 800 milljarðar dollarar þegar fjárlagaárið endar 30. september.Bandaríkjaþing þarf að samþykkja að hækka þak á skuldsetningu ríkissjóðs til að rekstur alríkisstjórnarinnar geti haldið áfram í lok næsta mánaðar.Vísir/AFPHafa ekki ræðst við í nokkrar vikurSvo vill til að skuldaþaksfresturinn rennur út á sama tíma og þingið þarf að samþykkja ný fjárlög. Trump hefur þegar hótað því að leyfa alríkisstjórninni að stöðvast til þess að knýja fram fjárveitingar til umdeilds landamæramúrs sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Ryan lýsti því yfir í gær að hann teldi lokun alríkisstjórnarinnar landinu ekki til hagsbóta jafnvel þó að hann teldi landamæramúrinn nauðsynlegan. Trump hefur troðið illsakir við leiðtoga Repúblikanaflokksins undanfarið, ekki síst McConnell. New York Times sagði frá því fyrr í þessari viku að þeir hafi ekki ræðst við um nokkurra vikna skeið eftir að þeir hreittu ónotum hvor í annan í símtali snemma í ágúst. Forsetinn hefur ítrekað ráðist á McConnell og fleiri repúblikana í ræðu og í riti á Twitter undanfarnar vikur. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Leiðtogar Repúblikanaflokksins í Bandaríkjaþingi bera ábyrgð á því „klúðri“ sem mun skapast þegar hækka þarf skuldaþak bandaríska ríkisins, að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann hélt áfram árásum sínum á leiðtoga eigin flokks á Twitter í morgun. Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, og Paul Ryan, leiðtogi þeirra í fulltrúadeildinni, urðu fyrir barðinu á bræði forsetans í morgun. Sakaði Trump þá um að hafa hunsað tillögu sína um lausn á fyrirsjáanlegum átökum um skuldamál ríkissjóðs. Vildi Trump að þeir tengdu tillögu um að hækka skuldaþak ríkisins við vinsælt frumvarp um aðstoð við uppgjafarhermenn sem Bandaríkjaþing hefur þegar samþykkt. Það gerðu Ryan og McConnell hins vegar ekki. „Þeir gerðu það ekki svo að nú þurfum við að eiga við demókrata sem tefja (eins og venjulega!) samþykkt skuldaþaksins. Hefði getað verið svo auðvelt-nú er það klúður!“ tísti Trump í morgun.Trump spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um.Vísir/AFPÞurfa að hækka þakið til að halda ríkisrekstinum gangandi Bandaríska alríkisstjórnin hefur þurft að fjármagna rekstur sinn með lántökum undanfarin ár. Bandaríkjaþing hefur hins vegar sett þak á hversu mikið ríkisstjórnin getur skuldsett ríkissjóð. Þingmenn þurfa að samþykkja að hækka þakið fyrir lok næsta mánaðar en annars er hætta á að rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvist. Það gerðist síðast í hálfan mánuð í október árið 2013 vegna andstöðu hóps repúblikana við að hækka þakið. Barack Obama, forveri Trump, gerði samkomulag við þingið árið 2015 um að lyfta skuldaþakinu þar til í mars á þessu ári. Fjármálaráðuneytið notaði neyðarráðstafanir til þess að fresta greiðsluþroti alríkissins þá en lokafrestur til að hækka skuldaþakið rennur út 29. september, að því er segir í frétt Washington Post. Halli bandaríska alríkissjóðsins er nú talinn verða um 800 milljarðar dollarar þegar fjárlagaárið endar 30. september.Bandaríkjaþing þarf að samþykkja að hækka þak á skuldsetningu ríkissjóðs til að rekstur alríkisstjórnarinnar geti haldið áfram í lok næsta mánaðar.Vísir/AFPHafa ekki ræðst við í nokkrar vikurSvo vill til að skuldaþaksfresturinn rennur út á sama tíma og þingið þarf að samþykkja ný fjárlög. Trump hefur þegar hótað því að leyfa alríkisstjórninni að stöðvast til þess að knýja fram fjárveitingar til umdeilds landamæramúrs sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Ryan lýsti því yfir í gær að hann teldi lokun alríkisstjórnarinnar landinu ekki til hagsbóta jafnvel þó að hann teldi landamæramúrinn nauðsynlegan. Trump hefur troðið illsakir við leiðtoga Repúblikanaflokksins undanfarið, ekki síst McConnell. New York Times sagði frá því fyrr í þessari viku að þeir hafi ekki ræðst við um nokkurra vikna skeið eftir að þeir hreittu ónotum hvor í annan í símtali snemma í ágúst. Forsetinn hefur ítrekað ráðist á McConnell og fleiri repúblikana í ræðu og í riti á Twitter undanfarnar vikur.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26
Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30
Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39