Velferð dýra og manna Jón Gíslason skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Á forsíðu Fréttablaðsins föstudaginn 18. ágúst mátti lesa helstu frétt blaðsins þann daginn. Hún var um aflífun ótaminna slasaðra graðhesta, en margt er þar rangt og annað spuni. Matvælastofnun birti samdægurs leiðréttingu við fréttina og hefur Dýralæknafélag Íslands harmað fréttaflutning blaðsins á Fésbókarsíðu sinni.Að lina þjáningar Matvælastofnun kom að þessu máli ásamt sjálfstætt starfandi dýralæknum til að lina þjáningar lítt eða ótaminna graðhesta sem voru slasaðir eftir átök. Ekki var unnt að fanga hrossin og setja á þau múl eða skorða þannig að hægt væri að meðhöndla þau svo öruggt væri. Dýralæknir úrskurðaði að aflífa þyrfti nokkur hross þar sem meðhöndlun sára þeirra var ekki möguleg. Í samráði við eiganda var aflífun því framkvæmd á staðnum með skjótum hætti. Matvælastofnun gekkst síðan í ábyrgð fyrir greiðslu kostnaðar við þjónustu dýralækna vegna slasaðra hrossa sem hægt var að meðhöndla.Tortryggni Í umfjöllun Fréttablaðsins er sáð tortryggni í garð héraðsdýralæknis sem upplýsti að mannúðlega hafi verið staðið að verki og að hrossin hafi drepist samstundis, en þau voru skotin af stuttu færi og blóðguð strax. Í texta með mynd í blaðinu er fullyrt að tveir graðhestar hafi ekki drepist fyrr en þeir voru komnir nokkuð langt frá gerði þar sem aflífun fór fram. Auk þess er fullyrt að eitt hross hafi flækst í girðingu. Ýjað er að því sama í texta fréttarinnar. Hið rétta er að hræin voru dregin til eftir aflífun til að koma þeim úr augsýn hrossa sem átti eftir að aflífa. Eitt hrossið féll undir gerðið við aflífun og valt niður brekkuna fyrir neðan. Það útskýrir hvers vegna það hræ er lengra frá gerðinu en önnur. Dýralæknir sem var á svæðinu hefur einnig staðfest eftir skoðun mynda að hræ hafi verið flutt enn frekar til eftir að dýralæknarnir yfirgáfu svæðið.Brot á lögum og reglum Fullyrt er að Matvælastofnun hafi ekki farið að reglum um velferð hrossa við aflífun. Þetta er rangt. Undir þeim kringumstæðum sem þarna voru, villtir og skelfdir graðhestar sem ekki var hægt að nálgast nema leggja sig í lífshættu, var ekki val á öðru en að aflífa hrossin á staðnum. Það væri andstætt lögum um velferð dýra að bregðast ekki við, því eigandi er skyldugur að láta meðhöndla slösuð dýr eða aflífa. Var gætt að öllum þáttum sem varða kröfur um aflífun með sársaukalausum hætti og þannig að önnur dýr yrðu þess ekki vör og að hrossin yrðu ekki að þola óþarfa þjáningu og hræðslu. Það er ólíku saman að jafna að aflífa tamið hross sem hægt er að fanga og halda rólegu þannig að skot í höfuð sé nákvæmt eins og reglur segja til um.Ábyrgð eiganda og förgun hræja Þá var fullyrt að Matvælastofnun hafi tekið hrossin úr vörslu eiganda, en dýralæknar engu að síður gengið burt að lokinni aflífun og falið eigendum förgun hræjanna. Hið rétta er að engin vörslusvipting fór fram. Því hafði Matvælastofnun hvorki ábyrgð eða forræði á förgun. Það sem eftir stendur í fréttinni er því sú staðreynd að eigandi hrossanna hafði ekki flutt hræin í gám sveitarfélagsins sem til þess er ætlaður en úr því var bætt að kröfu Matvælastofnunar.Lokaorð Markmið Matvælastofnunar með aðkomu að þessu máli var að koma dýrum í neyð og eigendum þeirra til aðstoðar. Það sama á við um dýralækna sem kallaðir voru til. Þeir sem hafa átt við ótamda og hrædda graðhesta þekkja að það getur verið hættulegt og er velferð manna þá einnig í húfi. Það er því ekki verjandi að tortryggja að ósekju störf fólks sem setur sig í hættu við að lina þjáningar slasaðra graðhesta. Nálgast má nánari upplýsingar og leiðréttingar við umrædda umfjöllun á heimasíðu Matvælastofnunar, mast.is.Höfundur er forstjóri Matvælastofnunar.Athugasemd ritstjórnarFréttablaðið fagnar því að geta birt athugasemdir Matvælastofnunar (MAST). Ritstjórnin vekur athygli á því að fyrr í síðustu viku var birt leiðrétting á atriðum upphaflegu fréttarinnar er vörðuðu vörslusviptingu á hrossum. Ritstjórn hefur leitað upplýsinga hjá þeim sem þekkja vel til hrossaræktar sem staðfesta athugasemdir MAST varðandi þá hættu sem skapast þegar átt er við skelfda graðhesta og þær aðferðir við aflífun sem eru mögulegar undir slíkum kringumstæðum. Leiðréttist það hér með. Ritstjórn hefur hins vegar hvorki fengið útskýringar á því af hverju hræ hrossanna voru flutt til né af hverju þeim var ekki fargað fyrr en nokkrum dögum eftir að hrossin voru aflífuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tengdar fréttir Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30 MAST: Krafðist of mikillar nákvæmni að skjóta hrossin í hausinn Ekki var hægt að aflífa hestana í Hörgársveit með þeim aðferðum sem kveðið er á um í reglugerð um velferð hrossa „þar sem hún krefst mikillar nákvæmni,“ að sögn Matvælastofnunar 18. ágúst 2017 18:00 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á forsíðu Fréttablaðsins föstudaginn 18. ágúst mátti lesa helstu frétt blaðsins þann daginn. Hún var um aflífun ótaminna slasaðra graðhesta, en margt er þar rangt og annað spuni. Matvælastofnun birti samdægurs leiðréttingu við fréttina og hefur Dýralæknafélag Íslands harmað fréttaflutning blaðsins á Fésbókarsíðu sinni.Að lina þjáningar Matvælastofnun kom að þessu máli ásamt sjálfstætt starfandi dýralæknum til að lina þjáningar lítt eða ótaminna graðhesta sem voru slasaðir eftir átök. Ekki var unnt að fanga hrossin og setja á þau múl eða skorða þannig að hægt væri að meðhöndla þau svo öruggt væri. Dýralæknir úrskurðaði að aflífa þyrfti nokkur hross þar sem meðhöndlun sára þeirra var ekki möguleg. Í samráði við eiganda var aflífun því framkvæmd á staðnum með skjótum hætti. Matvælastofnun gekkst síðan í ábyrgð fyrir greiðslu kostnaðar við þjónustu dýralækna vegna slasaðra hrossa sem hægt var að meðhöndla.Tortryggni Í umfjöllun Fréttablaðsins er sáð tortryggni í garð héraðsdýralæknis sem upplýsti að mannúðlega hafi verið staðið að verki og að hrossin hafi drepist samstundis, en þau voru skotin af stuttu færi og blóðguð strax. Í texta með mynd í blaðinu er fullyrt að tveir graðhestar hafi ekki drepist fyrr en þeir voru komnir nokkuð langt frá gerði þar sem aflífun fór fram. Auk þess er fullyrt að eitt hross hafi flækst í girðingu. Ýjað er að því sama í texta fréttarinnar. Hið rétta er að hræin voru dregin til eftir aflífun til að koma þeim úr augsýn hrossa sem átti eftir að aflífa. Eitt hrossið féll undir gerðið við aflífun og valt niður brekkuna fyrir neðan. Það útskýrir hvers vegna það hræ er lengra frá gerðinu en önnur. Dýralæknir sem var á svæðinu hefur einnig staðfest eftir skoðun mynda að hræ hafi verið flutt enn frekar til eftir að dýralæknarnir yfirgáfu svæðið.Brot á lögum og reglum Fullyrt er að Matvælastofnun hafi ekki farið að reglum um velferð hrossa við aflífun. Þetta er rangt. Undir þeim kringumstæðum sem þarna voru, villtir og skelfdir graðhestar sem ekki var hægt að nálgast nema leggja sig í lífshættu, var ekki val á öðru en að aflífa hrossin á staðnum. Það væri andstætt lögum um velferð dýra að bregðast ekki við, því eigandi er skyldugur að láta meðhöndla slösuð dýr eða aflífa. Var gætt að öllum þáttum sem varða kröfur um aflífun með sársaukalausum hætti og þannig að önnur dýr yrðu þess ekki vör og að hrossin yrðu ekki að þola óþarfa þjáningu og hræðslu. Það er ólíku saman að jafna að aflífa tamið hross sem hægt er að fanga og halda rólegu þannig að skot í höfuð sé nákvæmt eins og reglur segja til um.Ábyrgð eiganda og förgun hræja Þá var fullyrt að Matvælastofnun hafi tekið hrossin úr vörslu eiganda, en dýralæknar engu að síður gengið burt að lokinni aflífun og falið eigendum förgun hræjanna. Hið rétta er að engin vörslusvipting fór fram. Því hafði Matvælastofnun hvorki ábyrgð eða forræði á förgun. Það sem eftir stendur í fréttinni er því sú staðreynd að eigandi hrossanna hafði ekki flutt hræin í gám sveitarfélagsins sem til þess er ætlaður en úr því var bætt að kröfu Matvælastofnunar.Lokaorð Markmið Matvælastofnunar með aðkomu að þessu máli var að koma dýrum í neyð og eigendum þeirra til aðstoðar. Það sama á við um dýralækna sem kallaðir voru til. Þeir sem hafa átt við ótamda og hrædda graðhesta þekkja að það getur verið hættulegt og er velferð manna þá einnig í húfi. Það er því ekki verjandi að tortryggja að ósekju störf fólks sem setur sig í hættu við að lina þjáningar slasaðra graðhesta. Nálgast má nánari upplýsingar og leiðréttingar við umrædda umfjöllun á heimasíðu Matvælastofnunar, mast.is.Höfundur er forstjóri Matvælastofnunar.Athugasemd ritstjórnarFréttablaðið fagnar því að geta birt athugasemdir Matvælastofnunar (MAST). Ritstjórnin vekur athygli á því að fyrr í síðustu viku var birt leiðrétting á atriðum upphaflegu fréttarinnar er vörðuðu vörslusviptingu á hrossum. Ritstjórn hefur leitað upplýsinga hjá þeim sem þekkja vel til hrossaræktar sem staðfesta athugasemdir MAST varðandi þá hættu sem skapast þegar átt er við skelfda graðhesta og þær aðferðir við aflífun sem eru mögulegar undir slíkum kringumstæðum. Leiðréttist það hér með. Ritstjórn hefur hins vegar hvorki fengið útskýringar á því af hverju hræ hrossanna voru flutt til né af hverju þeim var ekki fargað fyrr en nokkrum dögum eftir að hrossin voru aflífuð.
Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30
MAST: Krafðist of mikillar nákvæmni að skjóta hrossin í hausinn Ekki var hægt að aflífa hestana í Hörgársveit með þeim aðferðum sem kveðið er á um í reglugerð um velferð hrossa „þar sem hún krefst mikillar nákvæmni,“ að sögn Matvælastofnunar 18. ágúst 2017 18:00
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun