Körfubolti

Barkley: Lið eiga að heimsækja Hvíta húsið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Charles Barkley er með munninn fyrir neðan nefið.
Charles Barkley er með munninn fyrir neðan nefið. vísir/getty
Charles Barkley hefur blandað sér í umræðuna um hvort íþróttamenn eigi að heimsækja Hvíta húsið eða ekki. Hann segir að það ætti ekki að blanda pólitík í málið.

„Þú ættir að fara í Hvíta húsið. Þetta snýst ekki um persónuna heldur embættið. Það er bara mín skoðun,“ sagði Barkley.

Kevin Durant greindi frá því í síðustu viku að hann ætlaði ekki að þekkjast boð Donalds Trump um að heimsækja Hvíta húsið ef Golden State Warriors verður boðið þangað eins og venjan er með NBA-meistara.

Durant sagðist ekki bera virðingu fyrir Trump og bætti því við að forsetinn væri ábyrgur fyrir uppgangi rasisma í Bandaríkjunum.

Fleiri bandarískir körfuboltamenn hafa verið gagnrýnir á störf Trumps, þ.á.m. LeBron James og Stephen Curry.

NBA

Tengdar fréttir

Payton myndi ekki heldur vilja hitta Trump

Heiðurshallarmeðlimurinn Gary Payton segir að hann myndi ekki þekkjast boð Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að heimsækja Hvíta húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×