Handbolti

Alfreð hóf tíunda tímabilið hjá Kiel á sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð hefur verið við stjórnvölinn hjá Kiel síðan 2008.
Alfreð hefur verið við stjórnvölinn hjá Kiel síðan 2008. vísir/getty
Kiel átti ekki í miklum vandræðum með að leggja TuS N-Lübbecke að velli í fyrsta leik sínum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á tímabilinu. Lokatölur 21-33, Kiel í vil.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar voru miklu sterkari aðilinn í leiknum, náðu snemma góðri forystu og unnu að lokum öruggan 12 marka sigur.

Þýsku landsliðsmennirnir Rune Dahmke og Patrick Wiencek voru markahæstir í liði Kiel með fimm mörk hvor.

Þetta er tíunda tímabil Alfreðs við stjórnvölinn hjá Kiel. Hann hefur sex sinnum gert liðið að Þýskalandsmeisturum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×