Öflugt markaðsstarf skilar árangri Svavar Halldórsson skrifar 7. september 2017 07:00 Undanfarin misseri hefur verið unnið að undirbúningi og framkvæmd víðtækustu markaðssetningar á íslensku lambakjöti frá upphafi undir merkjum Icelandic lamb. Þetta rímar við metnaðarfulla framtíðarstefnu sauðfjárbænda sem felur m.a. í sér fulla kolefnisjöfnun, bann við notkun á erfðabreyttu fóðri og rekjanleika allra afurða. Áhersla er lögð á sögu, menningu, hreinleika og gæði. Verkefnið hefur þegar skilað árangri. Innanlandssala jókst um 6% á fyrri helmingi þessa árs og 5% í fyrra. Árin þar á undan var samdráttur. Skipulögð markaðssetning til erlendra ferðamanna skýrir umskiptin.Vandræði í útflutningi Á sama tíma hefur útflutningur dregist saman. Þó voru í fyrra flutt 2.800 tonn til 19 landa fyrir tæpa tvo milljarða króna. Eins og staðan er nú treystir greinin þó alltof mikið á ódýrari afsetningarmarkaði og erfiðleikar vegna Rússadeilunnar, lokunar Noregsmarkaðar, falls breska pundsins og styrkingar íslensku krónunnar valda vanda. Útlit er fyrir að birgðir við upphaf sláturtíðar séu þrátt fyrir þetta ekki nema um 600-700 tonnum meiri en æskilegt væri. Þetta er u.þ.b. eins mánaðar sala. Ráðist var í sérstakar aðgerðir í vetur og vor til að bregðast við og án þeirra væri staðan mun verri. Áætluð samsetning birgðanna veldur þó áhyggjum því bestu bitarnir seljast vel.Kemur ekki á óvart Í langan tíma hefur verið ljóst að vinna þyrfti íslensku lambakjöti sterkari sess meðal erlendra ferðamanna og á sérhæfðum markaðssyllum í útlöndum en færa sig út af ódýrari mörkuðum. Sá hluti útflutningsins sem sérstaklega er markaðssettur sem íslenskur heldur sínu við erfiðar ytri aðstæður. Þetta er þó enn sem komið er ekki nema brot af heildinni. Tækifærin eru til staðar því heildarneyslan í heiminum er um 14 milljónir tonna og gæði íslenska lambakjötsins ótvíræð. Til samanburðar er framleiðslan á Íslandi um 10 þúsund tonn. Þess vegna rataði sérstakt langtímaverkefni inn í nýgerðan búvörusamning.Milljónir snertar í gegnum samfélagsmiðla Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Íslandi undanfarin ár, skilaði sú fjölgun sér ekki í aukinni sölu á lambakjöti fyrr en ráðist var í öfluga markaðssetningu undir merkjum Icelandic lamb. Kraftmikil verðlaunaherferð hófst á samfélagsmiðlum á seinni hluta síðasta árs. Notendur hafa séð efnið um 14,5 milljón sinnum sem er harla gott. Herferðin var nýlega verðlaunuð af FÍT og tilnefnd til norrænu Emblu-verðlaunanna 2017. Að auki eru um 100 veitingastaðir í samvinnu um að setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Almenn ánægja er hjá samstarfsstöðunum og að jafnaði hefur salan hjá þeim aukist umtalsvert.Sérmarkaðir í útlöndum Unnið er að þýðingu og staðfærslu á markaðsefni Icelandic lamb á þýsku, japönsku og kínversku. Leitað hefur verið samstarfs við fyrirtæki sem sérhæfa sig í sölu og dreifingu á hágæða matvöru til veitingastaða og sérverslana í Japan, Evrópu og Norður-Ameríku. Þetta hefur gengið vonum framar og þegar skilað talsverðri sölu. Þá stefnir í metár í sölu til Whole Foods sem óskað hefur eftir sérstöku samstarfi við Icelandic lamb um samfélagsmiðlaherferð vestra í haust.Sérkennileg og flókin staða Sú staða sem uppi er í íslenskri sauðfjárrækt er flókin og að mörgu leyti sérkennileg. Góður árangur á innanlandsmarkaði, metnaðarfull langtímaverkefni í útflutningi inn á valda sérmarkaði og velheppnuð markaðssetning gagnvart erlendum ferðamönnum falla í skuggann af tímabundnum erfiðleikum í útflutningi á nafnlausu kjöti. Þetta hefur áhrif á verð til bænda. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að bregðast við skammtímavandanum en um leið að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn og hlúa myndarlega að þeim verkefnum sem raunverulega skila árangri. Greinarhöfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur verið unnið að undirbúningi og framkvæmd víðtækustu markaðssetningar á íslensku lambakjöti frá upphafi undir merkjum Icelandic lamb. Þetta rímar við metnaðarfulla framtíðarstefnu sauðfjárbænda sem felur m.a. í sér fulla kolefnisjöfnun, bann við notkun á erfðabreyttu fóðri og rekjanleika allra afurða. Áhersla er lögð á sögu, menningu, hreinleika og gæði. Verkefnið hefur þegar skilað árangri. Innanlandssala jókst um 6% á fyrri helmingi þessa árs og 5% í fyrra. Árin þar á undan var samdráttur. Skipulögð markaðssetning til erlendra ferðamanna skýrir umskiptin.Vandræði í útflutningi Á sama tíma hefur útflutningur dregist saman. Þó voru í fyrra flutt 2.800 tonn til 19 landa fyrir tæpa tvo milljarða króna. Eins og staðan er nú treystir greinin þó alltof mikið á ódýrari afsetningarmarkaði og erfiðleikar vegna Rússadeilunnar, lokunar Noregsmarkaðar, falls breska pundsins og styrkingar íslensku krónunnar valda vanda. Útlit er fyrir að birgðir við upphaf sláturtíðar séu þrátt fyrir þetta ekki nema um 600-700 tonnum meiri en æskilegt væri. Þetta er u.þ.b. eins mánaðar sala. Ráðist var í sérstakar aðgerðir í vetur og vor til að bregðast við og án þeirra væri staðan mun verri. Áætluð samsetning birgðanna veldur þó áhyggjum því bestu bitarnir seljast vel.Kemur ekki á óvart Í langan tíma hefur verið ljóst að vinna þyrfti íslensku lambakjöti sterkari sess meðal erlendra ferðamanna og á sérhæfðum markaðssyllum í útlöndum en færa sig út af ódýrari mörkuðum. Sá hluti útflutningsins sem sérstaklega er markaðssettur sem íslenskur heldur sínu við erfiðar ytri aðstæður. Þetta er þó enn sem komið er ekki nema brot af heildinni. Tækifærin eru til staðar því heildarneyslan í heiminum er um 14 milljónir tonna og gæði íslenska lambakjötsins ótvíræð. Til samanburðar er framleiðslan á Íslandi um 10 þúsund tonn. Þess vegna rataði sérstakt langtímaverkefni inn í nýgerðan búvörusamning.Milljónir snertar í gegnum samfélagsmiðla Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Íslandi undanfarin ár, skilaði sú fjölgun sér ekki í aukinni sölu á lambakjöti fyrr en ráðist var í öfluga markaðssetningu undir merkjum Icelandic lamb. Kraftmikil verðlaunaherferð hófst á samfélagsmiðlum á seinni hluta síðasta árs. Notendur hafa séð efnið um 14,5 milljón sinnum sem er harla gott. Herferðin var nýlega verðlaunuð af FÍT og tilnefnd til norrænu Emblu-verðlaunanna 2017. Að auki eru um 100 veitingastaðir í samvinnu um að setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Almenn ánægja er hjá samstarfsstöðunum og að jafnaði hefur salan hjá þeim aukist umtalsvert.Sérmarkaðir í útlöndum Unnið er að þýðingu og staðfærslu á markaðsefni Icelandic lamb á þýsku, japönsku og kínversku. Leitað hefur verið samstarfs við fyrirtæki sem sérhæfa sig í sölu og dreifingu á hágæða matvöru til veitingastaða og sérverslana í Japan, Evrópu og Norður-Ameríku. Þetta hefur gengið vonum framar og þegar skilað talsverðri sölu. Þá stefnir í metár í sölu til Whole Foods sem óskað hefur eftir sérstöku samstarfi við Icelandic lamb um samfélagsmiðlaherferð vestra í haust.Sérkennileg og flókin staða Sú staða sem uppi er í íslenskri sauðfjárrækt er flókin og að mörgu leyti sérkennileg. Góður árangur á innanlandsmarkaði, metnaðarfull langtímaverkefni í útflutningi inn á valda sérmarkaði og velheppnuð markaðssetning gagnvart erlendum ferðamönnum falla í skuggann af tímabundnum erfiðleikum í útflutningi á nafnlausu kjöti. Þetta hefur áhrif á verð til bænda. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að bregðast við skammtímavandanum en um leið að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn og hlúa myndarlega að þeim verkefnum sem raunverulega skila árangri. Greinarhöfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun