Jökulsárlón á Breiðamerkursandi - Þjóðleiðin um Breiðamerkursand Páll Imsland skrifar 7. september 2017 07:00 Fjaran framan við Jökulsárlón hefur verið að hörfa inn til landsins síðan Breiðamerkurjökull var í hámarki um aldamótin 1900. Þá var breiður en stuttur útbugur á fjörunni til hafs, afleiðing af framrás Breiðamerkurjökuls á litlu ísöld (1250-1900). Straumar og hafalda hafa síðan eytt þessum útbug. Hörfun Breiðamerkurjökuls hefur fylgt sístækkandi lón, sem skömmu eftir að það varð fyrst til í kringum 1930 fékk sama yfirborð og hafið. Á milli lónsins og hafsins er nú aðeins nokkur hundruð metra breitt haft, sem Jökulsá rennur í gegnum og rennur í báðar áttir. Á aðfalli rennur hlýr og saltur sjór inn í lónið en á útfallinu streymir köld ísölt blanda sjávar og bræðsluvatns úr jöklinum til sjávar. Þetta haft eru úr lausum efnum, sandi og grjóti og hörfar undan haföldunni og hafstraumum. Það hefur stanslaust gengið á það í þeim mæli að það mjókkar ört. Villtustu spekúlasjónir manna hafa séð fyrir sér að hafið muni rjúfa þetta haft og þá muni þarna myndast opinn fjörður sem Breiðamerkurjökull muni kelfa í. Það er rétt sýn að haftið mun um síðir rofna og kannski er alls ekki svo mjög langt í það. Það veltur á veðurfari. Það er hins vegar ekki rétt sýn að þarna muni þá myndast víður eða opinn fjörður. Hvergi á jörðinni er til opinn fjörður á sandströndu. Firðir eru landslagsfyrirbæri sem bundin eru ströndum úr föstu bergi, klettaströndum. Það sem mun gerast þegar haftið rofnar og lónið opnast út er að hafalda og straumar munu sópa sandi og möl upp í opið og loka því aftur, en við það hækkar vatnsborðið í lóninu og verður hærra en sjávarmál. Lónið brýtur sér þá leið út til hafs aftur. Aldan lokar á ný og lónið brýtur sér leið út aftur og þannig koll af kolli. Það mun alltaf verða ós á lóninu en hann mun verða á flakki frá einum stað til annars. Til þess að hann staðfestist til langframa þarf klett, sem hann getur hengt sig á og bundist en enginn slíkur er til staðar. Allir ósar á sandströndum, sem ekki hafa kletta að styðjast við, hafa tilhneigingu til að flakka eftir ströndinni í aðra hvora áttina eftir því hvernig veðrátta ríkir.Ekki nema ein leið fær Til þess að koma í veg fyrir að ströndin rofni á milli sjávar og lóns, er í raun ekki nema ein leið fær. Það þarf að verja haftið, styrkja það með verklegum framkvæmdum. Þar koma nokkrar aðferðir til greina og skal ekki farið út í það hér, en betur rýnt í ástandið eins og það er núna. Til þess að einfalda varnaraðgerðir og auka líkur á því að þær endist vel og gagnist er best að losna við Jökulsá. Hún rennur á viðkvæmasta stað um haftið og um farveg hennar er sífelldur straumur, út eða inn. Það flækir allar varnaraðgerðir stórlega. Ef áin er stífluð upp við lónið eru varnir og styrking strandarinnar bæði auðveldari og öruggari. Við slíka stíflu þarf að hækka í lóninu um nokkra metra og opna síðan útfall úr lóninu þar sem vatnið getur flætt langa leið til sjávar og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að það veiki ströndina. Hleypa má vatninu út bæði austur í gegnum gamla Stemmufarveginn og vestur í farveg gömlu Nýgræðukvíslanna, sem munu skila vatninu vestur í Breiðárlón og um ós þess til sjávar. Þetta kostar nýja brú á sandinum, en á móti kemur að núverandi einbreiða brú má leggja af og þá sparast viðhaldskostnaður og nauðsynleg endurnýjun brúarinnar. Með svona aðgerðum má tryggja áframhaldandi vegar- og línustæði um Breiðamerkursand um óralanga framtíð. En það er á hinn bóginn inngrip í þá náttúrufarslegu þróun sem er í gangi á svæðinu og mun breyta ímynd og ástandi Jökulsárlóns. Það verður rætt í lokaþætti greinarinnar. Greinarhöfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Fjaran framan við Jökulsárlón hefur verið að hörfa inn til landsins síðan Breiðamerkurjökull var í hámarki um aldamótin 1900. Þá var breiður en stuttur útbugur á fjörunni til hafs, afleiðing af framrás Breiðamerkurjökuls á litlu ísöld (1250-1900). Straumar og hafalda hafa síðan eytt þessum útbug. Hörfun Breiðamerkurjökuls hefur fylgt sístækkandi lón, sem skömmu eftir að það varð fyrst til í kringum 1930 fékk sama yfirborð og hafið. Á milli lónsins og hafsins er nú aðeins nokkur hundruð metra breitt haft, sem Jökulsá rennur í gegnum og rennur í báðar áttir. Á aðfalli rennur hlýr og saltur sjór inn í lónið en á útfallinu streymir köld ísölt blanda sjávar og bræðsluvatns úr jöklinum til sjávar. Þetta haft eru úr lausum efnum, sandi og grjóti og hörfar undan haföldunni og hafstraumum. Það hefur stanslaust gengið á það í þeim mæli að það mjókkar ört. Villtustu spekúlasjónir manna hafa séð fyrir sér að hafið muni rjúfa þetta haft og þá muni þarna myndast opinn fjörður sem Breiðamerkurjökull muni kelfa í. Það er rétt sýn að haftið mun um síðir rofna og kannski er alls ekki svo mjög langt í það. Það veltur á veðurfari. Það er hins vegar ekki rétt sýn að þarna muni þá myndast víður eða opinn fjörður. Hvergi á jörðinni er til opinn fjörður á sandströndu. Firðir eru landslagsfyrirbæri sem bundin eru ströndum úr föstu bergi, klettaströndum. Það sem mun gerast þegar haftið rofnar og lónið opnast út er að hafalda og straumar munu sópa sandi og möl upp í opið og loka því aftur, en við það hækkar vatnsborðið í lóninu og verður hærra en sjávarmál. Lónið brýtur sér þá leið út til hafs aftur. Aldan lokar á ný og lónið brýtur sér leið út aftur og þannig koll af kolli. Það mun alltaf verða ós á lóninu en hann mun verða á flakki frá einum stað til annars. Til þess að hann staðfestist til langframa þarf klett, sem hann getur hengt sig á og bundist en enginn slíkur er til staðar. Allir ósar á sandströndum, sem ekki hafa kletta að styðjast við, hafa tilhneigingu til að flakka eftir ströndinni í aðra hvora áttina eftir því hvernig veðrátta ríkir.Ekki nema ein leið fær Til þess að koma í veg fyrir að ströndin rofni á milli sjávar og lóns, er í raun ekki nema ein leið fær. Það þarf að verja haftið, styrkja það með verklegum framkvæmdum. Þar koma nokkrar aðferðir til greina og skal ekki farið út í það hér, en betur rýnt í ástandið eins og það er núna. Til þess að einfalda varnaraðgerðir og auka líkur á því að þær endist vel og gagnist er best að losna við Jökulsá. Hún rennur á viðkvæmasta stað um haftið og um farveg hennar er sífelldur straumur, út eða inn. Það flækir allar varnaraðgerðir stórlega. Ef áin er stífluð upp við lónið eru varnir og styrking strandarinnar bæði auðveldari og öruggari. Við slíka stíflu þarf að hækka í lóninu um nokkra metra og opna síðan útfall úr lóninu þar sem vatnið getur flætt langa leið til sjávar og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að það veiki ströndina. Hleypa má vatninu út bæði austur í gegnum gamla Stemmufarveginn og vestur í farveg gömlu Nýgræðukvíslanna, sem munu skila vatninu vestur í Breiðárlón og um ós þess til sjávar. Þetta kostar nýja brú á sandinum, en á móti kemur að núverandi einbreiða brú má leggja af og þá sparast viðhaldskostnaður og nauðsynleg endurnýjun brúarinnar. Með svona aðgerðum má tryggja áframhaldandi vegar- og línustæði um Breiðamerkursand um óralanga framtíð. En það er á hinn bóginn inngrip í þá náttúrufarslegu þróun sem er í gangi á svæðinu og mun breyta ímynd og ástandi Jökulsárlóns. Það verður rætt í lokaþætti greinarinnar. Greinarhöfundur er jarðfræðingur.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun