Jökulsárlón á Breiðamerkursandi - Þjóðleiðin um Breiðamerkursand Páll Imsland skrifar 7. september 2017 07:00 Fjaran framan við Jökulsárlón hefur verið að hörfa inn til landsins síðan Breiðamerkurjökull var í hámarki um aldamótin 1900. Þá var breiður en stuttur útbugur á fjörunni til hafs, afleiðing af framrás Breiðamerkurjökuls á litlu ísöld (1250-1900). Straumar og hafalda hafa síðan eytt þessum útbug. Hörfun Breiðamerkurjökuls hefur fylgt sístækkandi lón, sem skömmu eftir að það varð fyrst til í kringum 1930 fékk sama yfirborð og hafið. Á milli lónsins og hafsins er nú aðeins nokkur hundruð metra breitt haft, sem Jökulsá rennur í gegnum og rennur í báðar áttir. Á aðfalli rennur hlýr og saltur sjór inn í lónið en á útfallinu streymir köld ísölt blanda sjávar og bræðsluvatns úr jöklinum til sjávar. Þetta haft eru úr lausum efnum, sandi og grjóti og hörfar undan haföldunni og hafstraumum. Það hefur stanslaust gengið á það í þeim mæli að það mjókkar ört. Villtustu spekúlasjónir manna hafa séð fyrir sér að hafið muni rjúfa þetta haft og þá muni þarna myndast opinn fjörður sem Breiðamerkurjökull muni kelfa í. Það er rétt sýn að haftið mun um síðir rofna og kannski er alls ekki svo mjög langt í það. Það veltur á veðurfari. Það er hins vegar ekki rétt sýn að þarna muni þá myndast víður eða opinn fjörður. Hvergi á jörðinni er til opinn fjörður á sandströndu. Firðir eru landslagsfyrirbæri sem bundin eru ströndum úr föstu bergi, klettaströndum. Það sem mun gerast þegar haftið rofnar og lónið opnast út er að hafalda og straumar munu sópa sandi og möl upp í opið og loka því aftur, en við það hækkar vatnsborðið í lóninu og verður hærra en sjávarmál. Lónið brýtur sér þá leið út til hafs aftur. Aldan lokar á ný og lónið brýtur sér leið út aftur og þannig koll af kolli. Það mun alltaf verða ós á lóninu en hann mun verða á flakki frá einum stað til annars. Til þess að hann staðfestist til langframa þarf klett, sem hann getur hengt sig á og bundist en enginn slíkur er til staðar. Allir ósar á sandströndum, sem ekki hafa kletta að styðjast við, hafa tilhneigingu til að flakka eftir ströndinni í aðra hvora áttina eftir því hvernig veðrátta ríkir.Ekki nema ein leið fær Til þess að koma í veg fyrir að ströndin rofni á milli sjávar og lóns, er í raun ekki nema ein leið fær. Það þarf að verja haftið, styrkja það með verklegum framkvæmdum. Þar koma nokkrar aðferðir til greina og skal ekki farið út í það hér, en betur rýnt í ástandið eins og það er núna. Til þess að einfalda varnaraðgerðir og auka líkur á því að þær endist vel og gagnist er best að losna við Jökulsá. Hún rennur á viðkvæmasta stað um haftið og um farveg hennar er sífelldur straumur, út eða inn. Það flækir allar varnaraðgerðir stórlega. Ef áin er stífluð upp við lónið eru varnir og styrking strandarinnar bæði auðveldari og öruggari. Við slíka stíflu þarf að hækka í lóninu um nokkra metra og opna síðan útfall úr lóninu þar sem vatnið getur flætt langa leið til sjávar og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að það veiki ströndina. Hleypa má vatninu út bæði austur í gegnum gamla Stemmufarveginn og vestur í farveg gömlu Nýgræðukvíslanna, sem munu skila vatninu vestur í Breiðárlón og um ós þess til sjávar. Þetta kostar nýja brú á sandinum, en á móti kemur að núverandi einbreiða brú má leggja af og þá sparast viðhaldskostnaður og nauðsynleg endurnýjun brúarinnar. Með svona aðgerðum má tryggja áframhaldandi vegar- og línustæði um Breiðamerkursand um óralanga framtíð. En það er á hinn bóginn inngrip í þá náttúrufarslegu þróun sem er í gangi á svæðinu og mun breyta ímynd og ástandi Jökulsárlóns. Það verður rætt í lokaþætti greinarinnar. Greinarhöfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fjaran framan við Jökulsárlón hefur verið að hörfa inn til landsins síðan Breiðamerkurjökull var í hámarki um aldamótin 1900. Þá var breiður en stuttur útbugur á fjörunni til hafs, afleiðing af framrás Breiðamerkurjökuls á litlu ísöld (1250-1900). Straumar og hafalda hafa síðan eytt þessum útbug. Hörfun Breiðamerkurjökuls hefur fylgt sístækkandi lón, sem skömmu eftir að það varð fyrst til í kringum 1930 fékk sama yfirborð og hafið. Á milli lónsins og hafsins er nú aðeins nokkur hundruð metra breitt haft, sem Jökulsá rennur í gegnum og rennur í báðar áttir. Á aðfalli rennur hlýr og saltur sjór inn í lónið en á útfallinu streymir köld ísölt blanda sjávar og bræðsluvatns úr jöklinum til sjávar. Þetta haft eru úr lausum efnum, sandi og grjóti og hörfar undan haföldunni og hafstraumum. Það hefur stanslaust gengið á það í þeim mæli að það mjókkar ört. Villtustu spekúlasjónir manna hafa séð fyrir sér að hafið muni rjúfa þetta haft og þá muni þarna myndast opinn fjörður sem Breiðamerkurjökull muni kelfa í. Það er rétt sýn að haftið mun um síðir rofna og kannski er alls ekki svo mjög langt í það. Það veltur á veðurfari. Það er hins vegar ekki rétt sýn að þarna muni þá myndast víður eða opinn fjörður. Hvergi á jörðinni er til opinn fjörður á sandströndu. Firðir eru landslagsfyrirbæri sem bundin eru ströndum úr föstu bergi, klettaströndum. Það sem mun gerast þegar haftið rofnar og lónið opnast út er að hafalda og straumar munu sópa sandi og möl upp í opið og loka því aftur, en við það hækkar vatnsborðið í lóninu og verður hærra en sjávarmál. Lónið brýtur sér þá leið út til hafs aftur. Aldan lokar á ný og lónið brýtur sér leið út aftur og þannig koll af kolli. Það mun alltaf verða ós á lóninu en hann mun verða á flakki frá einum stað til annars. Til þess að hann staðfestist til langframa þarf klett, sem hann getur hengt sig á og bundist en enginn slíkur er til staðar. Allir ósar á sandströndum, sem ekki hafa kletta að styðjast við, hafa tilhneigingu til að flakka eftir ströndinni í aðra hvora áttina eftir því hvernig veðrátta ríkir.Ekki nema ein leið fær Til þess að koma í veg fyrir að ströndin rofni á milli sjávar og lóns, er í raun ekki nema ein leið fær. Það þarf að verja haftið, styrkja það með verklegum framkvæmdum. Þar koma nokkrar aðferðir til greina og skal ekki farið út í það hér, en betur rýnt í ástandið eins og það er núna. Til þess að einfalda varnaraðgerðir og auka líkur á því að þær endist vel og gagnist er best að losna við Jökulsá. Hún rennur á viðkvæmasta stað um haftið og um farveg hennar er sífelldur straumur, út eða inn. Það flækir allar varnaraðgerðir stórlega. Ef áin er stífluð upp við lónið eru varnir og styrking strandarinnar bæði auðveldari og öruggari. Við slíka stíflu þarf að hækka í lóninu um nokkra metra og opna síðan útfall úr lóninu þar sem vatnið getur flætt langa leið til sjávar og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að það veiki ströndina. Hleypa má vatninu út bæði austur í gegnum gamla Stemmufarveginn og vestur í farveg gömlu Nýgræðukvíslanna, sem munu skila vatninu vestur í Breiðárlón og um ós þess til sjávar. Þetta kostar nýja brú á sandinum, en á móti kemur að núverandi einbreiða brú má leggja af og þá sparast viðhaldskostnaður og nauðsynleg endurnýjun brúarinnar. Með svona aðgerðum má tryggja áframhaldandi vegar- og línustæði um Breiðamerkursand um óralanga framtíð. En það er á hinn bóginn inngrip í þá náttúrufarslegu þróun sem er í gangi á svæðinu og mun breyta ímynd og ástandi Jökulsárlóns. Það verður rætt í lokaþætti greinarinnar. Greinarhöfundur er jarðfræðingur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun