Danski leikfangarisinn Lego hyggst segja upp 1.400 starfsmönnum eftir samdrátt í sölu í Evrópu og Bandaríkjunum.
Danskir fjölmiðlar segja frá því að alls starfi um 19 þúsund manns hjá fyrirtækinu um heim allan, og verða því átta prósent starfsmanna látinn fara.
Hagnaður fyrirtækisins dróst saman um þrjú prósent á fyrri hluta árs og nam 3,4 milljörðum danskra króna, um 57 milljörðum íslenskra króna.
Tekjur drógust sömuleiðis saman um fimm prósent og námu 14,9 milljörðum danskra króna, um 250 milljörðum íslenskra króna.
Í frétt DR segir að milli 500 og 600 af 4.500 starfsmönnum fyrirtækisins í Danmörku verði sagt upp.
Lego segir upp 1.400 manns
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent
Viðskipti innlent

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent

Ráðinn forstjóri Arctic Fish
Viðskipti innlent

Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik
Viðskipti innlent

Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið
Viðskipti innlent


Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum
Viðskipti erlent

Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland
Viðskipti innlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent