Fótbolti

Gylfi: Ekkert jákvætt úr leiknum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
„Eins svekkjandi og þetta var þá var frammistaðan hjá okkur langt undir pari,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir tap Íslands gegn Finnlandi í dag í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi. Arnar Björnsson er í Finnlandi og spjallaði við Gylfa Þór eftir leikinn.

„Við ætluðum okkur að ná í sex stig í þessari viku. Ég held að draumurinn um fyrsta sætið sé örugglega að renna út.“

Íslenska liðið átti ekki sinn besta leik í dag og var Gylfi í vandræðum með að finna eitthvað jákvætt til að taka úr leiknum. „Ég held bara ekki neitt.“

„Svona frammistaða er ekki líkt okkur. Við vorum kraftlausir og vorum á hælunum frá byrjun. Þegar við gefum þeim mörk í byrjun leiks þá verður þetta erfitt.“

„Við eigum að vera betri með boltann fram á við.“

Íslendingar fengu nokkur góð tækifæri til þess að skora, en náðu ekki að nýta sér þau.

„Það var eiginlega bara því það var komin svo mikil pressa og við vorum að dæla boltum inn í boxið og margir leikmenn inni í teig. Það voru örugglega engin færi upp úr góðu samspili eða góðum sendingum.“

Spurður út í leikinn mikilvæga gegn Úkraínu á þriðjudaginn sagði Gylfi: „Við verðum að bæta okkur þar, það er á hreinu.“


Tengdar fréttir

Twitter: Dómarinn í eldlínunni

Eins og alltaf þegar stór viðburður á sér stað lætur samfélagið vel í sér heyra á Twitter. Landsleikur Finnlands og Íslands er engin undantekning




Fleiri fréttir

Sjá meira


×