Stressaðir framhaldsskólanemar Óskar Steinn Ómarsson skrifar 19. september 2017 17:30 Íslenskir framhaldsskólanemar eru undir miklu álagi. Samhliða ströngum námskröfum eru margir nemar í mikilli vinnu með námi og flest þekkjum við það mikla og fjölbreytta félagslíf sem fylgir framhaldsskólaárunum. Það heyrir til undantekninga að starfandi sálfræðingar séu í skólunum og þar sem þeir eru anna þeir ekki eftirspurn. Það er ekki furða að ungmennum líði sífellt verr og að brottfall úr framhaldsskólum sé hátt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn stytti framhaldsskólann um eitt ár var ekkert tillit tekið til þess aukna álags sem það gæti haft í för með sér fyrir nemendur. Án samráðs við fagfólk og þrátt fyrir hávær mótmæli skólastjórnenda var tekin ákvörðun um að þjappa öllu námsefninu saman í þrjú ár. Fjölbreytni og sveigjanleiki viku fyrir þröngum hagsmunum atvinnulífsins. Skóladagur nemenda lengdist og námsálag jókst. Á sama tíma hafa engin skref verið stigin til að koma til móts við nemendur með nokkrum hætti. Íslenskir unglingar vinna miklu meira en jafnaldrar þeirra á norðurlöndum, m.a. til að standa straum af háum bóka- og námsgagnakostnaði. Andleg veikindi eru enn tabú innan íslenska skólakerfisins og ungmenni mæta ekki nægilegum skilningi vegna álags, kvíða og vanlíðanar. Þetta leiðir til brottfalls úr skóla og allt of mörg ungmenni enda á örorku vegna alvarlegra andlegra veikinda.Námsstyrki og sálfræðinga í framhaldsskólaÍ menntakerfinu eigum við ekki að burðast með annað en bækur. Tökum upp námsstyrki í framhaldsskólunum, svo nemendur geti einbeitt sér að náminu og þurfi ekki að vinna langa vinnudaga samhliða skólanum. Ráðum sálfræðinga inn í alla framhaldsskóla, svo nemendur geti fengið aðstoð þar, og aukum niðurgreiðslur til almennrar sálfræðiþjónustu um allt land. Þannig getum við dregið úr vanlíðan ungmenna og komið í veg fyrir brottfall úr skóla.Höfundur er ritari Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Skoðun Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir framhaldsskólanemar eru undir miklu álagi. Samhliða ströngum námskröfum eru margir nemar í mikilli vinnu með námi og flest þekkjum við það mikla og fjölbreytta félagslíf sem fylgir framhaldsskólaárunum. Það heyrir til undantekninga að starfandi sálfræðingar séu í skólunum og þar sem þeir eru anna þeir ekki eftirspurn. Það er ekki furða að ungmennum líði sífellt verr og að brottfall úr framhaldsskólum sé hátt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn stytti framhaldsskólann um eitt ár var ekkert tillit tekið til þess aukna álags sem það gæti haft í för með sér fyrir nemendur. Án samráðs við fagfólk og þrátt fyrir hávær mótmæli skólastjórnenda var tekin ákvörðun um að þjappa öllu námsefninu saman í þrjú ár. Fjölbreytni og sveigjanleiki viku fyrir þröngum hagsmunum atvinnulífsins. Skóladagur nemenda lengdist og námsálag jókst. Á sama tíma hafa engin skref verið stigin til að koma til móts við nemendur með nokkrum hætti. Íslenskir unglingar vinna miklu meira en jafnaldrar þeirra á norðurlöndum, m.a. til að standa straum af háum bóka- og námsgagnakostnaði. Andleg veikindi eru enn tabú innan íslenska skólakerfisins og ungmenni mæta ekki nægilegum skilningi vegna álags, kvíða og vanlíðanar. Þetta leiðir til brottfalls úr skóla og allt of mörg ungmenni enda á örorku vegna alvarlegra andlegra veikinda.Námsstyrki og sálfræðinga í framhaldsskólaÍ menntakerfinu eigum við ekki að burðast með annað en bækur. Tökum upp námsstyrki í framhaldsskólunum, svo nemendur geti einbeitt sér að náminu og þurfi ekki að vinna langa vinnudaga samhliða skólanum. Ráðum sálfræðinga inn í alla framhaldsskóla, svo nemendur geti fengið aðstoð þar, og aukum niðurgreiðslur til almennrar sálfræðiþjónustu um allt land. Þannig getum við dregið úr vanlíðan ungmenna og komið í veg fyrir brottfall úr skóla.Höfundur er ritari Samfylkingarinnar.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar