Betra samfélag Lilja Alfreðsdóttir skrifar 12. september 2017 07:00 Íslenskt samfélag hefur tekið umtalsverðum breytingum til hins betra frá því að Alþingi hlaut löggjafarvald í ýmsum sérmálum með stjórnarskránni árið 1874. Fyrir það fyrsta, þá var Ísland enn hluti af danska konungsveldinu og átti stjórnmálabaráttan eftir að litast af þeirri stöðu. Þjóðartekjur á mann voru með því lægsta í Evrópu á þessum tíma. Að sama skapi voru allir þingmenn þjóðarinnar 36 talsins karlmenn. Ljóst er að samfélagsleg þróun hefur verið okkur Íslendingum hagstæð þegar litið er til vaxtar þjóðartekna og að þingið í dag endurspeglar mun betur samfélag sitt, til að mynda er hlutfall kvenna og karla á þingi jafnt. Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í dag eru að öðrum toga en viðfangsefnið er alltaf hið sama, þ.e. hvernig bætum við íslenskt samfélag. Hvernig tryggjum við að gæði velferðarsamfélagsins séu á meðal þess besta sem gerist í veröldinni? Vinna þarf betur að ýmsum málum. Leyfi ég mér að nefna þrennt sem ætti að vera forgangsmál á komandi þingvetri: efla þarf heilbrigðisþjónustu og minnka þarf greiðsluþátttöku sjúklinga, bæta þarf stöðu eldri borgara og styðja verður betur við menntakerfið. Við munum hins vegar ekki bera gæfu til þess að ná árangri nema að við tryggjum að grunnatvinnuvegir þjóðarinnar séu samkeppnishæfnir. Stöðugt hagkerfi og traust efnahagsstjórn er lykilforsenda þess. Áhrif þingsins og þverrandi traust á það hefur verið til umræðu undanfarin misseri. Þetta er stórvarasöm þróun því að hún grefur undan þrískiptingu valdsins í lýðræðisþjóðfélögum. Ef löggjafarvaldið er veikburða hefur það áhrif á alla stjórnmálaþátttöku, þ.e. áhugi á stjórnmálum sem hreyfiafli fer dvínandi og áhrif þess eru ófyrirséð. Hvað er til ráða? Að mínu mati er framvindan í höndum þingmanna þjóðarinnar. Þingmenn hafa það í valdi sínu að koma fram með umbótamál og vinna þeim fylgi. Efling löggjafarvaldsins liggur fyrst og síðast hjá okkur þingmönnum. Þeir þingmenn sem reyna að varpa ábyrgðinni á aðra eru á villigötum. Allur þingheimur þarf að huga að því mun betur hvernig megi auka traust og ásýnd þingsins. Það verður best gert með málefnalegri framgöngu og leita leiða til að bæta samfélagið okkar. Greinarhöfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur tekið umtalsverðum breytingum til hins betra frá því að Alþingi hlaut löggjafarvald í ýmsum sérmálum með stjórnarskránni árið 1874. Fyrir það fyrsta, þá var Ísland enn hluti af danska konungsveldinu og átti stjórnmálabaráttan eftir að litast af þeirri stöðu. Þjóðartekjur á mann voru með því lægsta í Evrópu á þessum tíma. Að sama skapi voru allir þingmenn þjóðarinnar 36 talsins karlmenn. Ljóst er að samfélagsleg þróun hefur verið okkur Íslendingum hagstæð þegar litið er til vaxtar þjóðartekna og að þingið í dag endurspeglar mun betur samfélag sitt, til að mynda er hlutfall kvenna og karla á þingi jafnt. Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í dag eru að öðrum toga en viðfangsefnið er alltaf hið sama, þ.e. hvernig bætum við íslenskt samfélag. Hvernig tryggjum við að gæði velferðarsamfélagsins séu á meðal þess besta sem gerist í veröldinni? Vinna þarf betur að ýmsum málum. Leyfi ég mér að nefna þrennt sem ætti að vera forgangsmál á komandi þingvetri: efla þarf heilbrigðisþjónustu og minnka þarf greiðsluþátttöku sjúklinga, bæta þarf stöðu eldri borgara og styðja verður betur við menntakerfið. Við munum hins vegar ekki bera gæfu til þess að ná árangri nema að við tryggjum að grunnatvinnuvegir þjóðarinnar séu samkeppnishæfnir. Stöðugt hagkerfi og traust efnahagsstjórn er lykilforsenda þess. Áhrif þingsins og þverrandi traust á það hefur verið til umræðu undanfarin misseri. Þetta er stórvarasöm þróun því að hún grefur undan þrískiptingu valdsins í lýðræðisþjóðfélögum. Ef löggjafarvaldið er veikburða hefur það áhrif á alla stjórnmálaþátttöku, þ.e. áhugi á stjórnmálum sem hreyfiafli fer dvínandi og áhrif þess eru ófyrirséð. Hvað er til ráða? Að mínu mati er framvindan í höndum þingmanna þjóðarinnar. Þingmenn hafa það í valdi sínu að koma fram með umbótamál og vinna þeim fylgi. Efling löggjafarvaldsins liggur fyrst og síðast hjá okkur þingmönnum. Þeir þingmenn sem reyna að varpa ábyrgðinni á aðra eru á villigötum. Allur þingheimur þarf að huga að því mun betur hvernig megi auka traust og ásýnd þingsins. Það verður best gert með málefnalegri framgöngu og leita leiða til að bæta samfélagið okkar. Greinarhöfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun