Aparnir og fjármálakerfi morgundagsins! Friðrik Þór Snorrason skrifar 27. september 2017 07:00 Ör framþróun í tækni og markvissar aðgerðir stjórnvalda víðsvegar í Evrópu til að opna fjármálamarkaði munu leiða til mikillar grósku og nýsköpunar í fjármálaþjónustu á komandi árum. Þessar breytingar munu gerbylta hvernig viðskiptavinir nota fjármálaþjónustu, hvernig hún er veitt og hvaða aðilar koma til með að geta veitt slíka þjónustu. Þjónustustig til neytenda og fyrirtækja mun jafnframt hækka á sama tíma og nýjar fjölbreyttari fjármálaafurðir verða í boði. Einnig munu nýir þátttakendur, sem nýta nýstárleg viðskiptamódel til að keppa við hin hefðbundnu fjármálafyrirtæki, hasla sér völl á fjármálamarkaði. Af þeim sökum eru bankar víðsvegar um heim að endurskoða viðskiptamódel sín og eru sumir hverjir byrjaðir að taka sín fyrstu skref í að móta ný stafræn viðskiptamódel með það að markmiði að efla samkeppnishæfni sína til framtíðar.Ný tekjumódel í greiðslum Með tilkomu nýrra tæknilausna og nýrra laga um greiðsluþjónustu (e. PSD2), sem innleidd verða innan Evrópusambandsins í byrjun næsta árs, mun þátttakendum í greiðsluþjónustu fjölga. Þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi sem byggjast að mestu leyti á ýmiss konar greiðsluþjónustu munu eiga undir högg að sækja vegna aukinnar samkeppni á markaði. Þessar tekjur standa í dag undir 20-25% af tekjum viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka, en hreinar þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi stóru íslensku bankanna voru tæpir 12 milljarðar króna árið 2016. Hinir nýju þátttakendur á markaði fyrir greiðsluþjónustu munu ekki treysta á kortatekjur af færslugjöldum, árgjöldum, kortalánum og yfirdráttarvöxtum heldur á tekjur af vinnslu og notkun gagna. Þessir nýju aðilar munu afmá mörkin á milli fjölmiðla, auglýsinga, vörukaupa og greiðslna og skapa á þann hátt virði fyrir sjálfan sig í alls óskyldum rekstri. Líklegt verður að teljast að hinir nýju þjónustuveitendur byggi tekjumódel sín á vinnslu greiðslu- og neyslugagna. Þannig mætti sjá fyrir sér að notendaskilmálar greiðsluapps myndu heimila birtingu auglýsinga í hvert sinn sem reikningsyfirlit eða kassakvittun er skoðuð. Auk auglýsingatekna gæti greiðsluþjónustuveitandinn tekið söluþóknun, t.d. ef auglýsing tryggingarfyrirtækis sem birtist í farsímaappi viðskiptavinar sem þarf að endurnýja tryggingar leiðir til sölu á nýjum tryggingum. Eins og ég hef áður fjallað um telja sérfræðingar að nýir þátttakendur í greiðsluþjónustu muni gera það að verkum að þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi muni lækka um 40-80% á næstu árum. Jafnframt mun opnun markaðarins hafa áhrif til lækkunar á vaxtatekjum bankanna, þar sem nýjir þátttakendur geta boðið upp á nýjar óhefðbundnar leiðir til að ávaxta fjármuni og afla lánsfjármagns. Þó ber að hafa í huga að tækifærin sem bankar standa frammi fyrir vegna stafrænivæðingar á fjármálaþjónustu eru fjölmörg og ef haldið er rétt á spilunum geta þau tryggt vöxt og rekstur bankanna til lengri tíma litið.Apar munu knýja áfram tannhjól fjármálamarkaðarinsMeð tilkomu internetsins hafa fjölmörg fyrirtæki náð undraverðum árangri og vexti með því að þróa viðskiptamódel sem byggja á opnum API (e. Application Programming Interface) sem á slæmri íslensku eru kallaðir „opnir apar“. Þessi þriggja stafa skammstöfun fælir sennilega marga lesendur frá því að halda áfram lestri pistilsins. Þeir sem reyna hins vegar ekki að skilja og nýta „opna apa“ í rekstri fjármálafyrirtækja eiga á hættu að verða undir í samkeppni á markaði. Breytingarnar sem eru framundan á fjármálamarkaði eru það miklar. Viðskiptalega séð einfalda opin API samvinnu á milli ótengdra aðila og opna þannig á nýjar leiðir til nýsköpunar á lausnum og mótunar nýrra opinna viðskiptamódela. eBay var eitt fyrsta internetfyrirtækið til að þróa nýtt viðskiptamódel sem byggði á opnum API. Með því að bjóða opin og stöðluð API, gat eBay búið til vistkerfi af söluaðilum sem tengdust markaðstorgi eBay. Einnig varð til net af samstarfsaðilum sem þróuðu ýmsar virðisaukandi þjónustur ofan á grunnlausnir eBay. Á þennan hátt margfaldaði eBay þróunargetu félagsins og stækkaði sölunet sitt án þess að kostnaður félagsins margfaldaðist. Fjölmörg evrópsk sprotafyrirtæki eru að nýta sér þessa opnun á markaði og eru að þróa opin viðskiptamódel í fjármálaþjónustu. Sum þessara fyrirtækja hafa valið að sérhæfa sig á mjög afmörkuðu sviði fjármálaþjónustu en áforma að bjóða viðskiptavinum sínum alhliða þjónustuframboð í gegnum opin API. Monzo og Starling bank í Bretlandi eru dæmi um banka sem fylgja þessari hugmyndafræði. Þeir bjóða eingöngu upp á farsímabankaþjónustu og takmarka sína eigin vöruþróun við einstakt notendaviðmót, innlánareikning og greiðslukort, en treysta á sérvalda samstarfsaðila til bjóða sínum viðskiptavinum upp á nokkuð heildstætt þjónustuframboð. Notkun opinna API er hins vegar ekki takmörkuð við sprotafyrirtæki. Fjölmargar bankastofnanir hafa byrjað að endurskoða sín viðskiptamódel með tilliti til notkunar á opnum API og þróunar á neti af samstarfsaðilum. Markmið þeirra er að ýta undir nýsköpun og efla þjónustuframboðið; styrkja tryggð og tengsl við viðskiptavini; og lækka kostnað. Þótt að slík opnun þýði óhjákvæmilega að bankar gefi eftir eignarhald á tilteknum þáttum í virðiskeðju fjármálaþjónustu þá veita API þjónustan og samstarfsnetið þeim aðgengi að nýjum mörkuðum og stærri tekjulindum sem þeir hefðu annars ekki haft aðgang að. Bankar standa í raun frammi fyrir stefnumótandi ákvörðun um hvaða hlutverki þeir ætli að gegna í virðiskeðju fjármálaþjónustu framtíðarinnar og þurfa því að skoða sérstaklega hvernig staðið verður að framleiðslu og dreifingu afurða sem þeir ætla að bjóða sínum viðskiptavinum.Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ör framþróun í tækni og markvissar aðgerðir stjórnvalda víðsvegar í Evrópu til að opna fjármálamarkaði munu leiða til mikillar grósku og nýsköpunar í fjármálaþjónustu á komandi árum. Þessar breytingar munu gerbylta hvernig viðskiptavinir nota fjármálaþjónustu, hvernig hún er veitt og hvaða aðilar koma til með að geta veitt slíka þjónustu. Þjónustustig til neytenda og fyrirtækja mun jafnframt hækka á sama tíma og nýjar fjölbreyttari fjármálaafurðir verða í boði. Einnig munu nýir þátttakendur, sem nýta nýstárleg viðskiptamódel til að keppa við hin hefðbundnu fjármálafyrirtæki, hasla sér völl á fjármálamarkaði. Af þeim sökum eru bankar víðsvegar um heim að endurskoða viðskiptamódel sín og eru sumir hverjir byrjaðir að taka sín fyrstu skref í að móta ný stafræn viðskiptamódel með það að markmiði að efla samkeppnishæfni sína til framtíðar.Ný tekjumódel í greiðslum Með tilkomu nýrra tæknilausna og nýrra laga um greiðsluþjónustu (e. PSD2), sem innleidd verða innan Evrópusambandsins í byrjun næsta árs, mun þátttakendum í greiðsluþjónustu fjölga. Þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi sem byggjast að mestu leyti á ýmiss konar greiðsluþjónustu munu eiga undir högg að sækja vegna aukinnar samkeppni á markaði. Þessar tekjur standa í dag undir 20-25% af tekjum viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka, en hreinar þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi stóru íslensku bankanna voru tæpir 12 milljarðar króna árið 2016. Hinir nýju þátttakendur á markaði fyrir greiðsluþjónustu munu ekki treysta á kortatekjur af færslugjöldum, árgjöldum, kortalánum og yfirdráttarvöxtum heldur á tekjur af vinnslu og notkun gagna. Þessir nýju aðilar munu afmá mörkin á milli fjölmiðla, auglýsinga, vörukaupa og greiðslna og skapa á þann hátt virði fyrir sjálfan sig í alls óskyldum rekstri. Líklegt verður að teljast að hinir nýju þjónustuveitendur byggi tekjumódel sín á vinnslu greiðslu- og neyslugagna. Þannig mætti sjá fyrir sér að notendaskilmálar greiðsluapps myndu heimila birtingu auglýsinga í hvert sinn sem reikningsyfirlit eða kassakvittun er skoðuð. Auk auglýsingatekna gæti greiðsluþjónustuveitandinn tekið söluþóknun, t.d. ef auglýsing tryggingarfyrirtækis sem birtist í farsímaappi viðskiptavinar sem þarf að endurnýja tryggingar leiðir til sölu á nýjum tryggingum. Eins og ég hef áður fjallað um telja sérfræðingar að nýir þátttakendur í greiðsluþjónustu muni gera það að verkum að þóknunartekjur af viðskiptabankastarfsemi muni lækka um 40-80% á næstu árum. Jafnframt mun opnun markaðarins hafa áhrif til lækkunar á vaxtatekjum bankanna, þar sem nýjir þátttakendur geta boðið upp á nýjar óhefðbundnar leiðir til að ávaxta fjármuni og afla lánsfjármagns. Þó ber að hafa í huga að tækifærin sem bankar standa frammi fyrir vegna stafrænivæðingar á fjármálaþjónustu eru fjölmörg og ef haldið er rétt á spilunum geta þau tryggt vöxt og rekstur bankanna til lengri tíma litið.Apar munu knýja áfram tannhjól fjármálamarkaðarinsMeð tilkomu internetsins hafa fjölmörg fyrirtæki náð undraverðum árangri og vexti með því að þróa viðskiptamódel sem byggja á opnum API (e. Application Programming Interface) sem á slæmri íslensku eru kallaðir „opnir apar“. Þessi þriggja stafa skammstöfun fælir sennilega marga lesendur frá því að halda áfram lestri pistilsins. Þeir sem reyna hins vegar ekki að skilja og nýta „opna apa“ í rekstri fjármálafyrirtækja eiga á hættu að verða undir í samkeppni á markaði. Breytingarnar sem eru framundan á fjármálamarkaði eru það miklar. Viðskiptalega séð einfalda opin API samvinnu á milli ótengdra aðila og opna þannig á nýjar leiðir til nýsköpunar á lausnum og mótunar nýrra opinna viðskiptamódela. eBay var eitt fyrsta internetfyrirtækið til að þróa nýtt viðskiptamódel sem byggði á opnum API. Með því að bjóða opin og stöðluð API, gat eBay búið til vistkerfi af söluaðilum sem tengdust markaðstorgi eBay. Einnig varð til net af samstarfsaðilum sem þróuðu ýmsar virðisaukandi þjónustur ofan á grunnlausnir eBay. Á þennan hátt margfaldaði eBay þróunargetu félagsins og stækkaði sölunet sitt án þess að kostnaður félagsins margfaldaðist. Fjölmörg evrópsk sprotafyrirtæki eru að nýta sér þessa opnun á markaði og eru að þróa opin viðskiptamódel í fjármálaþjónustu. Sum þessara fyrirtækja hafa valið að sérhæfa sig á mjög afmörkuðu sviði fjármálaþjónustu en áforma að bjóða viðskiptavinum sínum alhliða þjónustuframboð í gegnum opin API. Monzo og Starling bank í Bretlandi eru dæmi um banka sem fylgja þessari hugmyndafræði. Þeir bjóða eingöngu upp á farsímabankaþjónustu og takmarka sína eigin vöruþróun við einstakt notendaviðmót, innlánareikning og greiðslukort, en treysta á sérvalda samstarfsaðila til bjóða sínum viðskiptavinum upp á nokkuð heildstætt þjónustuframboð. Notkun opinna API er hins vegar ekki takmörkuð við sprotafyrirtæki. Fjölmargar bankastofnanir hafa byrjað að endurskoða sín viðskiptamódel með tilliti til notkunar á opnum API og þróunar á neti af samstarfsaðilum. Markmið þeirra er að ýta undir nýsköpun og efla þjónustuframboðið; styrkja tryggð og tengsl við viðskiptavini; og lækka kostnað. Þótt að slík opnun þýði óhjákvæmilega að bankar gefi eftir eignarhald á tilteknum þáttum í virðiskeðju fjármálaþjónustu þá veita API þjónustan og samstarfsnetið þeim aðgengi að nýjum mörkuðum og stærri tekjulindum sem þeir hefðu annars ekki haft aðgang að. Bankar standa í raun frammi fyrir stefnumótandi ákvörðun um hvaða hlutverki þeir ætli að gegna í virðiskeðju fjármálaþjónustu framtíðarinnar og þurfa því að skoða sérstaklega hvernig staðið verður að framleiðslu og dreifingu afurða sem þeir ætla að bjóða sínum viðskiptavinum.Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun