Rússar hóta að loka á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 14:25 Rússar munu ekki komast á Facebook á næsta ári ef fyrirtækið flytur ekki persónuupplýsingar notenda yfir á rússneska netþjóna. Vísir/AFP Yfirvöld í Rússlandi ætla að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlinum Facebook nema að fyrirtækið visti persónuupplýsingar um Rússa á netþjónum þar í landi eins og rússnesk lög kveða á um. Það var fjarskiptastofnun Rússlands sem gaf út hótunina í dag. Sama stofnun lokaði fyrir aðgang að vefsíðu LinkedIn í nóvember fyrir sömu sakir og hún ber nú upp á stjórnendur Facebook, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stjórnendur Twitter hafa þegar tjáð rússneskum yfirvöldum að þeir ætli að færa persónuupplýsingar rússneskra notenda yfir á netþjóna í Rússlandi fyrri mitt næsta ár. „Við skiljum vel að Facebook á sér verulegan fjölda notenda á yfirráðasvæði Rússneska sambandsríksins. Á hinn bóginn skiljum við að þetta er ekki einstök þjónusta og að það eru til fleiri samfélagsmiðlar,“ segir Alexander Zharov, forstjóri Roskomnadzor, fjarskiptastofnunar Rússlands. Rússnesk yfirvöld segja að lögunum sé ætlað að verja persónuupplýsingar Rússa með því að knýja erlend samfélagsmiðlafyrirtæki til að geyma gögn um notendur í Rússlandi. Gagnrýnendur stjórnvalda í Kreml telja aftur á móti að ástæðan sé frekar sú að þau vilji eiga greiðari aðgang að gögnunum sjálf. Útsendarar rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa notað auglýsingar á Facebook til þess að ala á sundrungu og hafa áhrif á kjósendur í bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Facebook Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi ætla að loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlinum Facebook nema að fyrirtækið visti persónuupplýsingar um Rússa á netþjónum þar í landi eins og rússnesk lög kveða á um. Það var fjarskiptastofnun Rússlands sem gaf út hótunina í dag. Sama stofnun lokaði fyrir aðgang að vefsíðu LinkedIn í nóvember fyrir sömu sakir og hún ber nú upp á stjórnendur Facebook, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stjórnendur Twitter hafa þegar tjáð rússneskum yfirvöldum að þeir ætli að færa persónuupplýsingar rússneskra notenda yfir á netþjóna í Rússlandi fyrri mitt næsta ár. „Við skiljum vel að Facebook á sér verulegan fjölda notenda á yfirráðasvæði Rússneska sambandsríksins. Á hinn bóginn skiljum við að þetta er ekki einstök þjónusta og að það eru til fleiri samfélagsmiðlar,“ segir Alexander Zharov, forstjóri Roskomnadzor, fjarskiptastofnunar Rússlands. Rússnesk yfirvöld segja að lögunum sé ætlað að verja persónuupplýsingar Rússa með því að knýja erlend samfélagsmiðlafyrirtæki til að geyma gögn um notendur í Rússlandi. Gagnrýnendur stjórnvalda í Kreml telja aftur á móti að ástæðan sé frekar sú að þau vilji eiga greiðari aðgang að gögnunum sjálf. Útsendarar rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa notað auglýsingar á Facebook til þess að ala á sundrungu og hafa áhrif á kjósendur í bandarísku forsetakosningunum í fyrra.
Facebook Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent