Íslensk Nýfréttamennska Jóhannes Loftsson skrifar 21. september 2017 14:54 Aðalpersóna skáldsögunnar 1984 vann hjá Sannleiksráðuneytinu við að endurrita fréttir. Þar var sá háttur hafður á að við hverja endurritun var sagan lagfærð lítillega en gömlu fréttinni eytt. Með síendurteknum endurritunum gátu ráðandi öfl með þessum hætti hagrætt sögunni að þeim boðskap sem þeim hentaði best á hverjum tíma. Sambærilegur ritháttur lifir góðu lífi í íslenskri samfélagsumræðu. Í síharðnandi samkeppni um athyglina þurfa álitsgjafar oft nær fyrirvaralaust að vera reiðubúnir að gefa álit á málefnum líðandi stundar. En vegna takmarkaðra upplýsinga þá verða gjarnan þeir álitsgjafar mest áberandi, sem eru hvað ófeimnastir við að fylla í eyðurnar með alhæfingum byggða á eigin túlkunum. Þeim mun ýktari eða tilfinningameiri sem álitið er þeim mun meiri athygli fær sögumaðurinn. En stundum kemur þó í ljós síðar að sagan var röng. Fyrir stolta og metnaðarfulla sögumenn getur það verið erfið stund að viðurkenna mistökin, og þá sérstaklega ef að spuninn náði verulegu flugi. Fyrir vikið er oft ekkert dregið af og lyginni gefið framhaldslíf í skotgröfum fólks sem lítur aðeins við upplýsingum sem gagnast eigin áróðri. Nú er komið í ljós að Dómsmálaráðherra var fyrsti dómsmálaráðherra Íslandssögunnar til að afgreiða ekki uppreist æru og hafði sjálf frumkvæði að því að reglunum yrði breytt. Ef hennar hefði ekki notið við þá mundi þessi vélræna afgreiðsla líkast til hafa haldið áfram um ófyrirséðan tíma, með tilhlíðandi sársauka fyrir brotaþola. Ekkert er heldur óeðlilegt að nafnleynd sé viðhaldið við umfjöllun um viðkvæm mál, sérstaklega ef vafi er á því hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Ákvörðunin um hvort slíkt upplýsist er betur farin í höndum úrskurðarnefndar upplýsingamála en sem geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna. Forsætisráðherrann er í forsæti fyrir ríkisstjórnina og ber ábyrgð á henni. Það hljóta flestir því að sjá að það er eðlilegt að fagráðherra upplýsi hann um erfið mál. Sambærilegt fyrirkomulag er í öllum fyrirtækjum, þar sem undirmenn upplýsa yfirmenn sýna um óvenjulega hluti sem koma upp og geta skipt fyrirtækið máli. Formlega séð var forsætisráðherra einnig mun tengdari þessu máli en dómsmálaráðherra, því ákvörðunin um uppreist æru var tekin í tíð fyrri ríkisstjórnar og hafði forsætisráðherra þá aðgengi að þessum upplýsingum bæði sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórnin og staðgengill innanríkisráðherra þegar svo bar við. Nú þegar framundan eru kosningar þá er við hæfi að fólk í öllum flokkum spyrji sig að því hvers konar stjórnarfar og stjórnmálamenn það vilji hafa í næstu ríkisstjórn. Viljum við óheft áróðursræði þar sem stjórnmálamenn geta eftir hentugleika, veitt fjölmiðlum óheftan aðgang að upplýsingum um þegnana án þess að fyrir liggi hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða? Viljum við sundrað framkvæmdavald þar sem að fagráðherrar mega ekki einu sinni ræða við forsætisráðherra um erfið mál? Eða viljum við kerfisræði þar sem þekkingarlitlir ráðherrar þora ekki að taka á málum og enda sem viljalaust verkfæri í höndum embættismannakerfisins, sem alltaf ver sig og vex. Væri ekki betra að landinu sé stýrt af fagmennsku, þar sem varfærni er gætt í meðferð trúnaðarupplýsinga og að til ábyrgðarstarfa veljist sjálfstæðir einstaklingar geti staðið í lappirnar þegar þess er þörf.Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Aðalpersóna skáldsögunnar 1984 vann hjá Sannleiksráðuneytinu við að endurrita fréttir. Þar var sá háttur hafður á að við hverja endurritun var sagan lagfærð lítillega en gömlu fréttinni eytt. Með síendurteknum endurritunum gátu ráðandi öfl með þessum hætti hagrætt sögunni að þeim boðskap sem þeim hentaði best á hverjum tíma. Sambærilegur ritháttur lifir góðu lífi í íslenskri samfélagsumræðu. Í síharðnandi samkeppni um athyglina þurfa álitsgjafar oft nær fyrirvaralaust að vera reiðubúnir að gefa álit á málefnum líðandi stundar. En vegna takmarkaðra upplýsinga þá verða gjarnan þeir álitsgjafar mest áberandi, sem eru hvað ófeimnastir við að fylla í eyðurnar með alhæfingum byggða á eigin túlkunum. Þeim mun ýktari eða tilfinningameiri sem álitið er þeim mun meiri athygli fær sögumaðurinn. En stundum kemur þó í ljós síðar að sagan var röng. Fyrir stolta og metnaðarfulla sögumenn getur það verið erfið stund að viðurkenna mistökin, og þá sérstaklega ef að spuninn náði verulegu flugi. Fyrir vikið er oft ekkert dregið af og lyginni gefið framhaldslíf í skotgröfum fólks sem lítur aðeins við upplýsingum sem gagnast eigin áróðri. Nú er komið í ljós að Dómsmálaráðherra var fyrsti dómsmálaráðherra Íslandssögunnar til að afgreiða ekki uppreist æru og hafði sjálf frumkvæði að því að reglunum yrði breytt. Ef hennar hefði ekki notið við þá mundi þessi vélræna afgreiðsla líkast til hafa haldið áfram um ófyrirséðan tíma, með tilhlíðandi sársauka fyrir brotaþola. Ekkert er heldur óeðlilegt að nafnleynd sé viðhaldið við umfjöllun um viðkvæm mál, sérstaklega ef vafi er á því hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Ákvörðunin um hvort slíkt upplýsist er betur farin í höndum úrskurðarnefndar upplýsingamála en sem geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna. Forsætisráðherrann er í forsæti fyrir ríkisstjórnina og ber ábyrgð á henni. Það hljóta flestir því að sjá að það er eðlilegt að fagráðherra upplýsi hann um erfið mál. Sambærilegt fyrirkomulag er í öllum fyrirtækjum, þar sem undirmenn upplýsa yfirmenn sýna um óvenjulega hluti sem koma upp og geta skipt fyrirtækið máli. Formlega séð var forsætisráðherra einnig mun tengdari þessu máli en dómsmálaráðherra, því ákvörðunin um uppreist æru var tekin í tíð fyrri ríkisstjórnar og hafði forsætisráðherra þá aðgengi að þessum upplýsingum bæði sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórnin og staðgengill innanríkisráðherra þegar svo bar við. Nú þegar framundan eru kosningar þá er við hæfi að fólk í öllum flokkum spyrji sig að því hvers konar stjórnarfar og stjórnmálamenn það vilji hafa í næstu ríkisstjórn. Viljum við óheft áróðursræði þar sem stjórnmálamenn geta eftir hentugleika, veitt fjölmiðlum óheftan aðgang að upplýsingum um þegnana án þess að fyrir liggi hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða? Viljum við sundrað framkvæmdavald þar sem að fagráðherrar mega ekki einu sinni ræða við forsætisráðherra um erfið mál? Eða viljum við kerfisræði þar sem þekkingarlitlir ráðherrar þora ekki að taka á málum og enda sem viljalaust verkfæri í höndum embættismannakerfisins, sem alltaf ver sig og vex. Væri ekki betra að landinu sé stýrt af fagmennsku, þar sem varfærni er gætt í meðferð trúnaðarupplýsinga og að til ábyrgðarstarfa veljist sjálfstæðir einstaklingar geti staðið í lappirnar þegar þess er þörf.Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun