

Góða ferð
Sigmundur Davíð, það var nokkuð skondið viðtalið sem var tekið við þig í Kastljósi fimmtudaginn þann 28. september. Spyrillinn var ungur maður og glæsilegur í skærbláum jakkafötum og geislaði af honum sjarminn. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að það ætti að setja lögbann á þá hugmynd að stilla upp mönnum eins og honum í mynd með mönnum eins og mér og þér. Ég hefði haldið að við værum nægilega púkalegir í sjálfum okkur þótt það væri ekki verið að bjóða upp á þann möguleika að bera okkur saman við þetta.
Síðan tók ég eftir því að pilturinn valdi ekki endilega spurningar í þeim tilgangi að láta þér líða vel. Það er alltaf betra þegar spyrlarnir velja þægilegar spurningar og væri ekkert á móti því að setja ný lög um ríkisútvarpið þar sem þeir yrðu skikkaðir til þess að gera það, alltaf. Það væri svolítið í anda þess þegar lærifaðir þinn Jónas frá Hriflu lét setja lög um samræmda stafsetningu. Það er að vísu alltaf sá möguleiki fyrir hendi að kverúlantarnir bregðist við slíku með tómum leiðindum eins og þegar fánaberi þeirra á sínum tíma, Steinn Steinarr, samdi ljóðið Samræmt göngulag fornt, sem svar við stafsetningarbrölti Jónasar.
Spurning spjátrungsins sem þú áttir greinilega erfiðast með var hvaðan kröfur í íslensku bankana sem þið hjónin áttuð hefðu komið. Svar þitt sem er í raun réttri ekkert svar hljómaði svona:
„Allar þessar kröfur eru kröfur sem eru í eðli sínu eins og kröfur alls þess fólks sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun.“
Ég er ekki í nokkrum vafa um það Sigmundur Davíð að þú veist að þetta er steypa. Fólkið sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun eignaðist ekki kröfur í þrotabú bankanna við hrunið. Þeir sem eignuðust kröfur í þrotabú bankanna voru þeir sem tóku þótt í fjármögnun þeirra á annan máta en með því að eiga í þeim sparifé. Fyrir hrun voru þessar kröfur nær alfarið í eigu stórra stofnana og peningamarkaðssjóða. Það var ekki fyrr en undir það síðasta, rétt fyrir fall bankanna, að farið var að selja kröfurnar á spottprís og lítil eignarhaldsfélög eins og Wintris fóru að kaupa þær. Eftir hrun voru þær svo á útsölu og hljóta að hafa verið góð kaup þeim sem töldu sig vita hvernig íslensk stjórnvöld myndu halda á málum, að maður tali nú ekki um þá sem réðu því.
Sem forsætisráðherra barst þú endanlega ábyrgð á þeim samningum sem voru gerðir við kröfuhafana og lést samt engan vita að þú værir einn af þeim. Þú varst beggja vegna borðsins í þeim samningum. Þótt við göngum út frá því sem vísu að kröfurnar sem þú áttir hafi ekki haft áhrif á það hvernig þú tókst afstöðu til samninganna, þá er það samt siðlaus glæpur að upplýsa ekki þjóðina um þennan eignarhlut.
Ég held að það væri í samræmi við hefð að kalla þann glæp sem sitjandi forsætisráðherra fremur gegn hagsmunum þjóðar sinnar landráð. En kannski er það of djúpt í árinni tekið og kannski ættum við bara að kalla þetta slys sem átti sér stað vegna þess að þú varst of upptekinn við að stjórna landinu.
Án tillits til þess hvora nafngiftina við kjósum þá held ég að sú staðreynd að þú varst einn af kröfuhöfunum sem þú varst að semja við fyrir okkar hönd geri það að verkum að við viljum þig ekki nálægt Alþingi og fyndist eðlilegt að þú flyttist til Panama þar sem þú gætir endað hvert einasta kvöld á því að dansa vangadans við meyjuna Wintris, sem virðist hafa farið með þig eins og Eva fór með Adam í aldingarðinum forðum daga. Góða ferð.
Skoðun

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar