Góða ferð Kári Stefánsson skrifar 9. október 2017 07:00 Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar. Sigmundur Davíð, það var nokkuð skondið viðtalið sem var tekið við þig í Kastljósi fimmtudaginn þann 28. september. Spyrillinn var ungur maður og glæsilegur í skærbláum jakkafötum og geislaði af honum sjarminn. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að það ætti að setja lögbann á þá hugmynd að stilla upp mönnum eins og honum í mynd með mönnum eins og mér og þér. Ég hefði haldið að við værum nægilega púkalegir í sjálfum okkur þótt það væri ekki verið að bjóða upp á þann möguleika að bera okkur saman við þetta. Síðan tók ég eftir því að pilturinn valdi ekki endilega spurningar í þeim tilgangi að láta þér líða vel. Það er alltaf betra þegar spyrlarnir velja þægilegar spurningar og væri ekkert á móti því að setja ný lög um ríkisútvarpið þar sem þeir yrðu skikkaðir til þess að gera það, alltaf. Það væri svolítið í anda þess þegar lærifaðir þinn Jónas frá Hriflu lét setja lög um samræmda stafsetningu. Það er að vísu alltaf sá möguleiki fyrir hendi að kverúlantarnir bregðist við slíku með tómum leiðindum eins og þegar fánaberi þeirra á sínum tíma, Steinn Steinarr, samdi ljóðið Samræmt göngulag fornt, sem svar við stafsetningarbrölti Jónasar. Spurning spjátrungsins sem þú áttir greinilega erfiðast með var hvaðan kröfur í íslensku bankana sem þið hjónin áttuð hefðu komið. Svar þitt sem er í raun réttri ekkert svar hljómaði svona: „Allar þessar kröfur eru kröfur sem eru í eðli sínu eins og kröfur alls þess fólks sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun.“ Ég er ekki í nokkrum vafa um það Sigmundur Davíð að þú veist að þetta er steypa. Fólkið sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun eignaðist ekki kröfur í þrotabú bankanna við hrunið. Þeir sem eignuðust kröfur í þrotabú bankanna voru þeir sem tóku þótt í fjármögnun þeirra á annan máta en með því að eiga í þeim sparifé. Fyrir hrun voru þessar kröfur nær alfarið í eigu stórra stofnana og peningamarkaðssjóða. Það var ekki fyrr en undir það síðasta, rétt fyrir fall bankanna, að farið var að selja kröfurnar á spottprís og lítil eignarhaldsfélög eins og Wintris fóru að kaupa þær. Eftir hrun voru þær svo á útsölu og hljóta að hafa verið góð kaup þeim sem töldu sig vita hvernig íslensk stjórnvöld myndu halda á málum, að maður tali nú ekki um þá sem réðu því. Sem forsætisráðherra barst þú endanlega ábyrgð á þeim samningum sem voru gerðir við kröfuhafana og lést samt engan vita að þú værir einn af þeim. Þú varst beggja vegna borðsins í þeim samningum. Þótt við göngum út frá því sem vísu að kröfurnar sem þú áttir hafi ekki haft áhrif á það hvernig þú tókst afstöðu til samninganna, þá er það samt siðlaus glæpur að upplýsa ekki þjóðina um þennan eignarhlut. Ég held að það væri í samræmi við hefð að kalla þann glæp sem sitjandi forsætisráðherra fremur gegn hagsmunum þjóðar sinnar landráð. En kannski er það of djúpt í árinni tekið og kannski ættum við bara að kalla þetta slys sem átti sér stað vegna þess að þú varst of upptekinn við að stjórna landinu. Án tillits til þess hvora nafngiftina við kjósum þá held ég að sú staðreynd að þú varst einn af kröfuhöfunum sem þú varst að semja við fyrir okkar hönd geri það að verkum að við viljum þig ekki nálægt Alþingi og fyndist eðlilegt að þú flyttist til Panama þar sem þú gætir endað hvert einasta kvöld á því að dansa vangadans við meyjuna Wintris, sem virðist hafa farið með þig eins og Eva fór með Adam í aldingarðinum forðum daga. Góða ferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Skoðun Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar. Sigmundur Davíð, það var nokkuð skondið viðtalið sem var tekið við þig í Kastljósi fimmtudaginn þann 28. september. Spyrillinn var ungur maður og glæsilegur í skærbláum jakkafötum og geislaði af honum sjarminn. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að það ætti að setja lögbann á þá hugmynd að stilla upp mönnum eins og honum í mynd með mönnum eins og mér og þér. Ég hefði haldið að við værum nægilega púkalegir í sjálfum okkur þótt það væri ekki verið að bjóða upp á þann möguleika að bera okkur saman við þetta. Síðan tók ég eftir því að pilturinn valdi ekki endilega spurningar í þeim tilgangi að láta þér líða vel. Það er alltaf betra þegar spyrlarnir velja þægilegar spurningar og væri ekkert á móti því að setja ný lög um ríkisútvarpið þar sem þeir yrðu skikkaðir til þess að gera það, alltaf. Það væri svolítið í anda þess þegar lærifaðir þinn Jónas frá Hriflu lét setja lög um samræmda stafsetningu. Það er að vísu alltaf sá möguleiki fyrir hendi að kverúlantarnir bregðist við slíku með tómum leiðindum eins og þegar fánaberi þeirra á sínum tíma, Steinn Steinarr, samdi ljóðið Samræmt göngulag fornt, sem svar við stafsetningarbrölti Jónasar. Spurning spjátrungsins sem þú áttir greinilega erfiðast með var hvaðan kröfur í íslensku bankana sem þið hjónin áttuð hefðu komið. Svar þitt sem er í raun réttri ekkert svar hljómaði svona: „Allar þessar kröfur eru kröfur sem eru í eðli sínu eins og kröfur alls þess fólks sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun.“ Ég er ekki í nokkrum vafa um það Sigmundur Davíð að þú veist að þetta er steypa. Fólkið sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun eignaðist ekki kröfur í þrotabú bankanna við hrunið. Þeir sem eignuðust kröfur í þrotabú bankanna voru þeir sem tóku þótt í fjármögnun þeirra á annan máta en með því að eiga í þeim sparifé. Fyrir hrun voru þessar kröfur nær alfarið í eigu stórra stofnana og peningamarkaðssjóða. Það var ekki fyrr en undir það síðasta, rétt fyrir fall bankanna, að farið var að selja kröfurnar á spottprís og lítil eignarhaldsfélög eins og Wintris fóru að kaupa þær. Eftir hrun voru þær svo á útsölu og hljóta að hafa verið góð kaup þeim sem töldu sig vita hvernig íslensk stjórnvöld myndu halda á málum, að maður tali nú ekki um þá sem réðu því. Sem forsætisráðherra barst þú endanlega ábyrgð á þeim samningum sem voru gerðir við kröfuhafana og lést samt engan vita að þú værir einn af þeim. Þú varst beggja vegna borðsins í þeim samningum. Þótt við göngum út frá því sem vísu að kröfurnar sem þú áttir hafi ekki haft áhrif á það hvernig þú tókst afstöðu til samninganna, þá er það samt siðlaus glæpur að upplýsa ekki þjóðina um þennan eignarhlut. Ég held að það væri í samræmi við hefð að kalla þann glæp sem sitjandi forsætisráðherra fremur gegn hagsmunum þjóðar sinnar landráð. En kannski er það of djúpt í árinni tekið og kannski ættum við bara að kalla þetta slys sem átti sér stað vegna þess að þú varst of upptekinn við að stjórna landinu. Án tillits til þess hvora nafngiftina við kjósum þá held ég að sú staðreynd að þú varst einn af kröfuhöfunum sem þú varst að semja við fyrir okkar hönd geri það að verkum að við viljum þig ekki nálægt Alþingi og fyndist eðlilegt að þú flyttist til Panama þar sem þú gætir endað hvert einasta kvöld á því að dansa vangadans við meyjuna Wintris, sem virðist hafa farið með þig eins og Eva fór með Adam í aldingarðinum forðum daga. Góða ferð.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar