Fótbolti

Vafasöm auglýsing Canal+ vekur athygli

Dagur Lárusson skrifar
Messi og félagar spiluðu á auðum Nou Camp um daginn.
Messi og félagar spiluðu á auðum Nou Camp um daginn.
Franska sjónvarpsstöðin Canal+ hefur farið af stað með heldur betur vafasama auglýsingu fyrir stórslag Barcelona og Real Madrid sem mun fara fram í desember.

Í auglýsingunni er sýnt frá leikjum liðanna síðustu tímabilin nema hvað að leikmenn Real Madrid eru sumir hverjir klæddir sem lögreglumenn, líkt og lögreglumennirnir sem rötuðu í heimsfréttirnar í vikunni fyrir það að berjast gegn sjálfstæðis sinnum í Katalóníu.

Lögreglumennirnir berja leikmenn Barcelona með kylfum sínum auk þess sem þeir spreyja þá með táragasi.

Sjón er sögu ríkari og hér er því þessi umdeilda auglýsing.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×