Ungt fólk situr eftir Marinó Örn Ólafsson skrifar 5. október 2017 13:27 Við ungu fólki blasir ógnvekjandi staða. Fasteignamarkaðurinn vofir yfir þeim ógnandi og samkvæmt greiningardeild Arion banka hefur kaupmáttur þess hefur aukist minna en annarra hópa og jafnvel minnkað. Þá hefur eignastaða ungs fólks ekki aukist í takt við aukna hagsæld. Brýnt er að bæta stöðu þessa hóps, sem ekki hefur notið ábata síðustu ára. Við í Samfylkingunni sjáum margar leiðir til þess.Barnabætur séu ekki fátækrastyrkur Fyrsta leiðin er að breyta barnabótakerfinu í átt frá núverandi fátækrabótum sem þær eru. Barnabætur eiga að vera hugsaðar til að styrkja stöðu barna landsins og unga fólksins sem elur þau upp. Þær eru mikilvægur þáttur í breytingunum sem þurfa að eiga sér stað ef við Íslendingar viljum nokkurn tímann að velferðarkerfið okkar standist samanburð við velferðarkerfi Norðurlandanna.Betri námslán Önnur leiðin er að endurskoða námslánakerfið með það í huga að innleiða námsstyrki eða breyta hluta láns í styrk eftir að námi lýkur. Tryggja þarf fullt jafnrétti til náms þannig að ekki halli á ákveðna hópa sem vilja hefja nám og afborganir mega ekki vera íþyngjandi fyrir fólk sem hlýtur menntum í fræðum láglaunastarfa. Þannig má koma til móts við ungt fólk sem gengur menntaveginn og jafna stöðu þeirra sem vilja styrkja samfélagið með auknu hugviti og verðmætasköpun, en verða af tækifærum til eignamyndunar og tekjuöflunar á námstíma.Endurreisum félagslega húsnæðiskerfið Þriðja leiðin er að auka framboð af félagslegu húsnæði svo að ekki verði jafnmikil neyð vegna húsnæðisskorts, þegar við missum aftur stjórn á húsnæðismarkaðnum. Þetta má gera í samstarfi við verkalýðshreyfinguna og er sú vinna þegar hafin. Það þarf að bæta í til að takast á við næstu krísu. Þá þarf einnig að gera almennan leigumarkað hæfari til að takast á við aukinn þrýsting frá Airbnb, til dæmis með því að veita skattafslátt vegna útleigu á einni íbúð og auka þannig tekjumöguleika leigusala til að fleiri sjái sér hag í því að leigja á almennum markaði frekar en til skammtímagistingar ferðamanna.Ungu fólki líður illa Fjórða leiðin til að bæta stöðu ungs fólks er að gera betur í geðheilbrigðismálum. Ungt fólk kljáist nú við geðsjúkdóma í auknum mæli og nauðsynlegt er að skoða hvar má bæta í. Aðgengilegir sálfræðingar í framhaldsskólum, háskólum og heilsugæslu gerðu ungu fólki mun auðveldara að sækja sér þá hjálp sem það þarf. Með þessum aðgerðum mætti bæta stöðu ungs fólks til muna. Það gerði því kleift að koma fótunum undir sig og öðlast þann stöðugleika sem nauðsynlegur er og menn öðlast flestir ekki fyrr en þeir komast á miðjan aldur. Við getum ekki leyft okkur að líta fram hjá vanda ungs fólks lengur.Höfundur skipar fjórða sæti lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Við ungu fólki blasir ógnvekjandi staða. Fasteignamarkaðurinn vofir yfir þeim ógnandi og samkvæmt greiningardeild Arion banka hefur kaupmáttur þess hefur aukist minna en annarra hópa og jafnvel minnkað. Þá hefur eignastaða ungs fólks ekki aukist í takt við aukna hagsæld. Brýnt er að bæta stöðu þessa hóps, sem ekki hefur notið ábata síðustu ára. Við í Samfylkingunni sjáum margar leiðir til þess.Barnabætur séu ekki fátækrastyrkur Fyrsta leiðin er að breyta barnabótakerfinu í átt frá núverandi fátækrabótum sem þær eru. Barnabætur eiga að vera hugsaðar til að styrkja stöðu barna landsins og unga fólksins sem elur þau upp. Þær eru mikilvægur þáttur í breytingunum sem þurfa að eiga sér stað ef við Íslendingar viljum nokkurn tímann að velferðarkerfið okkar standist samanburð við velferðarkerfi Norðurlandanna.Betri námslán Önnur leiðin er að endurskoða námslánakerfið með það í huga að innleiða námsstyrki eða breyta hluta láns í styrk eftir að námi lýkur. Tryggja þarf fullt jafnrétti til náms þannig að ekki halli á ákveðna hópa sem vilja hefja nám og afborganir mega ekki vera íþyngjandi fyrir fólk sem hlýtur menntum í fræðum láglaunastarfa. Þannig má koma til móts við ungt fólk sem gengur menntaveginn og jafna stöðu þeirra sem vilja styrkja samfélagið með auknu hugviti og verðmætasköpun, en verða af tækifærum til eignamyndunar og tekjuöflunar á námstíma.Endurreisum félagslega húsnæðiskerfið Þriðja leiðin er að auka framboð af félagslegu húsnæði svo að ekki verði jafnmikil neyð vegna húsnæðisskorts, þegar við missum aftur stjórn á húsnæðismarkaðnum. Þetta má gera í samstarfi við verkalýðshreyfinguna og er sú vinna þegar hafin. Það þarf að bæta í til að takast á við næstu krísu. Þá þarf einnig að gera almennan leigumarkað hæfari til að takast á við aukinn þrýsting frá Airbnb, til dæmis með því að veita skattafslátt vegna útleigu á einni íbúð og auka þannig tekjumöguleika leigusala til að fleiri sjái sér hag í því að leigja á almennum markaði frekar en til skammtímagistingar ferðamanna.Ungu fólki líður illa Fjórða leiðin til að bæta stöðu ungs fólks er að gera betur í geðheilbrigðismálum. Ungt fólk kljáist nú við geðsjúkdóma í auknum mæli og nauðsynlegt er að skoða hvar má bæta í. Aðgengilegir sálfræðingar í framhaldsskólum, háskólum og heilsugæslu gerðu ungu fólki mun auðveldara að sækja sér þá hjálp sem það þarf. Með þessum aðgerðum mætti bæta stöðu ungs fólks til muna. Það gerði því kleift að koma fótunum undir sig og öðlast þann stöðugleika sem nauðsynlegur er og menn öðlast flestir ekki fyrr en þeir komast á miðjan aldur. Við getum ekki leyft okkur að líta fram hjá vanda ungs fólks lengur.Höfundur skipar fjórða sæti lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun