Græn framtíð Björt Ólafsdóttir skrifar 4. október 2017 07:00 Náttúra Íslands er undirstaða og vörumerki okkar helstu atvinnugreina. Ferðaþjónustan, landbúnaðurinn, orkuiðnaðurinn og sjávarútvegurinn nýta sér íslenska náttúru til að markaðssetja vörur sínar. Þannig nefna yfir 80% ferðamanna náttúru landsins sem helstu ástæðu heimsóknar sinnar svo ljóst er að aðdráttarafl hennar er undirstaða þeirrar hagsældar sem ríkt hefur undanfarin ár. Náttúran hefur eigið gildi og vernd hennar óháð tengslum við manninn og umhverfi hans er mjög mikilvæg. En í ljósi ofangreinds er náttúruvernd líka mikilvægasta efnahagsmálið. Á sama hátt og sjávarauðlindin okkar er nýtt á sjálfbæran hátt og ofveiði fyrirbyggð þá eru íslenskir fossar, víðerni, jarðhitasvæði og önnur séreinkenni íslensks landslags líka viðkvæm auðlind sem þolir illa mikið álag. Því er nauðsynlegt að við umgöngumst þessa auðlind af virðingu. Þess vegna er líka mikilvægt að við mótum okkur framtíðarsýn um þessi mál samfélaginu til góða. Náttúruvernd í orði en ekki á borði, sem eingöngu er hampað á hátíðisdögum er ekki nægjanleg. Þau sem tala þannig átta sig ekki á tækifærunum sem felast í að nýta umhverfisvernd samfélaginu til góða. Hitaveituvæðing Íslands er oft nefnd sem dæmi um framsækni landsins í umhverfismálum. Hún er upplagt dæmi um góða framtíðarsýn. Nú stöndum við aftur á þeim tímamótum að þurfa að móta okkur framtíðarsýn sem getur nýst okkur jafn farsællega. Þar er sýn Bjartrar framtíðar mjög skýr. Við segjum nei við olíuleit og stöndum með þeirri ákvörðun – ekki bara þegar það hentar. Við stöndum gegn mengandi stóriðju og sóun á orku og teljum að það eigi að fara betur með þá orku sem þegar er framleidd og nýta hana beint í græn og sjálfbær verkefni. Við fögnum fiskeldi en eingöngu í lokuðum kvíum sem ógna ekki villta laxinum okkar né vistkerfum íslenskra fjarða. Við viljum þjóðgarð á miðhálendinu til verndar því einstaka svæði, vörumerki hreinleika Íslands. Ef við látum verkin tala í umhverfismálum á Íslandi eins og Björt framtíð hefur gert, þá mun náttúra Íslands ýta undir enn frekari hagsæld. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Björt Ólafsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er undirstaða og vörumerki okkar helstu atvinnugreina. Ferðaþjónustan, landbúnaðurinn, orkuiðnaðurinn og sjávarútvegurinn nýta sér íslenska náttúru til að markaðssetja vörur sínar. Þannig nefna yfir 80% ferðamanna náttúru landsins sem helstu ástæðu heimsóknar sinnar svo ljóst er að aðdráttarafl hennar er undirstaða þeirrar hagsældar sem ríkt hefur undanfarin ár. Náttúran hefur eigið gildi og vernd hennar óháð tengslum við manninn og umhverfi hans er mjög mikilvæg. En í ljósi ofangreinds er náttúruvernd líka mikilvægasta efnahagsmálið. Á sama hátt og sjávarauðlindin okkar er nýtt á sjálfbæran hátt og ofveiði fyrirbyggð þá eru íslenskir fossar, víðerni, jarðhitasvæði og önnur séreinkenni íslensks landslags líka viðkvæm auðlind sem þolir illa mikið álag. Því er nauðsynlegt að við umgöngumst þessa auðlind af virðingu. Þess vegna er líka mikilvægt að við mótum okkur framtíðarsýn um þessi mál samfélaginu til góða. Náttúruvernd í orði en ekki á borði, sem eingöngu er hampað á hátíðisdögum er ekki nægjanleg. Þau sem tala þannig átta sig ekki á tækifærunum sem felast í að nýta umhverfisvernd samfélaginu til góða. Hitaveituvæðing Íslands er oft nefnd sem dæmi um framsækni landsins í umhverfismálum. Hún er upplagt dæmi um góða framtíðarsýn. Nú stöndum við aftur á þeim tímamótum að þurfa að móta okkur framtíðarsýn sem getur nýst okkur jafn farsællega. Þar er sýn Bjartrar framtíðar mjög skýr. Við segjum nei við olíuleit og stöndum með þeirri ákvörðun – ekki bara þegar það hentar. Við stöndum gegn mengandi stóriðju og sóun á orku og teljum að það eigi að fara betur með þá orku sem þegar er framleidd og nýta hana beint í græn og sjálfbær verkefni. Við fögnum fiskeldi en eingöngu í lokuðum kvíum sem ógna ekki villta laxinum okkar né vistkerfum íslenskra fjarða. Við viljum þjóðgarð á miðhálendinu til verndar því einstaka svæði, vörumerki hreinleika Íslands. Ef við látum verkin tala í umhverfismálum á Íslandi eins og Björt framtíð hefur gert, þá mun náttúra Íslands ýta undir enn frekari hagsæld. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun